Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 32
og skilji betur þá sem glíma við erfiðleika. „Ég finn líka að margir leita til mín með sína erfiðleika núorðið. Fólki finnst gott að tala við mig ef eitthvað bjátar á. Bæði vinir mínir og líka fólk í fjölskyldunni.“ Tók mataræðið í gegn Guðrún hefur gert ýmislegt til að auka lífsgæði sín og halda einkenn- um sjúkdómsins niðri. Hún hefur tekið mataræði sitt í gegn á þessu ári og finnur mikinn mun við það. „Það er aðallega sykurinn sem er vondur fyrir mig. Hann espar mig upp og gerir mig örari, sem ég má alls ekki við. Þó að ég sé mjög á móti öllum öfgum í mataræði, sérstaklega ef þær tengjast útliti, vil ég borða hollt. Ég hef núna sleppt öllum sykri í mánuð og ætla að halda því áfram. Þeir sem glíma við svona veikindi verða að fara vel með sig. Reyna að hreyfa sig, borða hollt og hafa reglu á svefninum. En að sjálfsögðu fæ ég mér líka það sem er gott, bara í minna magni. Ég er rosalega þakk- lát mömmu fyrir að hafa boðist til að kaupa handa mér kort í rækt- inni. Um leið og manni líður betur líkamlega líður manni betur and- lega. Þetta helst í hendur. Áður fyrr forðaðist ég spegilinn, mér fannst alltaf eitthvað rangt við spegilmynd mína. Nú stend ég oft fyrir framan spegilinn og dáist að því hversu mikil breyting hefur orðið á mér og hversu vel ég lít út!“ Útlitsdýrkun er að drepa ungar stelpur Þegar ég spyr Guðrúnu út í hvaða skilaboð hún vill senda út í samfé- lagið stendur ekki á svörum. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það séu allir eðlilegir innst inni og að allir séu góðir og vilji vel ef þeir eru í jafnvægi. Fyrir þá sem glíma við erfiðleika eins og ég er mikilvægast að tala um hlutina og fara ekki í feluleik. Svo verður maður að læra að elska sjálfan sig eins og maður er. Þegar ég byrjaði í MR ákvað ég að gera ekki sömu mistökin aftur. Ég skipti ekki út fataskápnum og ætla ekki að láta aðra segja mér hvernig ég á að vera. Ungar stelpur eru allt of háðar út- litskröfum. Þær vilja allar vera í stærð fjögur eða sex og passa sig að vera ofurgrannar. Fyrir hvern? Fyrir strákana, sem sjálfir eru svo bara eins og þeim sýnist? Ég tek ekki lengur þátt í þessu. Til hvers að vera í stærð 6 ef þú getur verið flott í stærð fjórtán? Þetta er falið vanda- mál; hvað stelpur festast í sjálfs- ásökunum og eilífum hugsunum um útlitið. Þær eru margar að sligast undan þessu.“ Guðrún horfir björtum augum fram á vegin og er sannfærð um að hún muni ná betri og betri tökum á veikindum sínum. „Nú er á dagskrá að minnka lyfja- skammtinn í samráði við lækninn minn, vegna þess að mig langar til að ná tökum á þessu með náttúruleg- um aðferðum líka. Umræðan um lyf er rosalega skökk og allt of neikvæð. Þau hafa bjargað lífi margra og geta verið lífsnauðsynleg, að minnsta kosti tímabundið. Fólk á aldrei að skammast sín fyrir að taka lyf. Ég lifi mjög góðu lífi í dag, og ef ég ber stöðu mína í dag saman við stöðu mína á sama tíma fyrir þremur til fjórum árum, þá er svo mikill munur að fólk ætti örugglega erfitt með því að trúa því að það sé sama mann- eskjan sem um er rætt,“ segir þessi jákvæða og hugrakka unga kona. Sölvi Tryggvason ritstjorn@frettatiminn.is Auðvitað koma vondir dagar inn á milli, eins og hjá öllum, en ég þekki sjálfa mig orðið vel og líka veikindi mín og veit hverju ég þarf að passa mig á til að sökkva ekki niður. Ég kom í þetta viðtal vegna þess að mér finnst svo rosalega mikil- vægt að opna umræðuna um geðsjúkdóma. KRÓKHÁLSI 5 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16 Í leiðinni úr bænum BYSSUDAGARÍ SPORTBÚÐINNI ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR Á VÖLDUM HAGLABYSSUM Í FÁEINA DAGA LANGÓDÝRUSTU RJÚPNASKOTIN? Rio 36 gr. aðeins 1.595,- pakkinn (25 skot) Sellier & Bellot 36 gr. aðeins 1.695,- pakkinn (25 skot) RJÚPNAVESTI aðeins 8.995,- GJAFABRÉFIN OKKAR MUNIÐ VINSÆLU 32 viðtal Helgin 4.-6. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.