Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Page 66

Fréttatíminn - 04.11.2011, Page 66
Helgin 4.-6. nóvember 201158 tíska Dúkkulísuleikur mæðranna Skrítið að hugsa til þess hversu vinsæl barnafatatíska getur reynst. Foreldr- arnir, þá helst mæðurnar, njóta þess að klæða barnið sitt upp í allskonar fatnað og leika dúkkulísuleik. Börnin spranga um í dýrum merkjavörum sem þau svo vaxa uppúr á nokkrum vikum. Ég hafði alltaf staðið í þeirri trú að þetta barnafatasnobb einskorðaðist við vestræn samfélög og kom mér það því sannarlega á óvart þegar ég tók eftir þessu hér í Úganda þar sem ég hef dvalið í heimahúsi síðustu vikur. Við búum alls fimmtán saman, í rúmgóðu húsi, og eru það tvær litlar stelpur, eins árs og þriggja ára, sem lífga upp á heimilislífið. Þær eru duglegar að merkja sitt svæði og pissa þær á okkur sjálfboðaliðana á nokkurra daga fresti. Bleiur eru ekki fáanlegar hér í Jinja og svo virðist sem móðirin eyði þeim peningum sem annars gætu farið í bleiukaup í merkjaföt handa litlu stelpunum. Aldrei hef ég séð þær í sömu flíkinni tvisvar þessar tvær vikur sem ég hef dvalið hérna, enda fataskápur þeirra endurnýjaður reglulega. En þrátt fyrir mikið fataflóð hér á bæ telst þessi fjölskylda sem ég bý hjá ekki rík. Eins og í vestrænum samfélögum hefur móðirin fatnað ofarlega á forgangslistanum. Á morgnanna leikur hún dúkkulísuleikinn og heimtar að við sjálfboðaliðarnir tökum þátt. Bleikir kjólar, slaufur í hárið og skór í stíl er yfirleitt fyrsta verkefni dagsins. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Pælir ekki mikið í tísku Föstudagur: Skór: GS Skór Sokkabuxur: Oriblu Pils: H&M Bolur: Zara Hálsmen: Götumarkaður Esther Viktoría Ragnarsdóttir er tuttugu ára starfsmaður í Garðsapóteki og spilar handbolta með Stjörnunni. Í vor kláraði hún Verzlunarskóla Íslands og stefnir á að sjá heiminn á komandi mánuðum. „Ég pæli ekkert rosalega mikið í fötum eða tísku. Ég skoða ekki blöð eða blogg og klæði mig bara í það sem mér finnst þægilegt og flott. Þótt að fötin mín koma líklegast mest frá þessum þekktu búðum eins og H&M, Topshop og stundum Spútnik, á ég mér engar sérstakar uppá- haldsbúðir. Kaupi bara föt sem mér finnst flott, sama hvar ég finn þau.“ Miðvikudagur Skór: Fókus Stuttbuxur: H&M Bolur: Spúútnik Hálsmen: Forever21 Fimmtudagur: Skyrta: Monki Gallabuxur: Zara Skór: Gs Skór Hálsmen: Forever21 Nýjar umbúðir Guerlain sólarpúðurs Á sumrin er oft nóg að setja á sig maskara, gloss og sólar- púður til að fríska sig upp og líta þokkalega út. Á veturna, þegar húðin er ekki lengur böðuð d-vítamíni og er orðin föl, þarf að huga sérstaklega að því hvaða litur af púðri og farða er settur á húðina. Mælt er með því að tóna þetta niður og taka sem nemur einum ljósari lit að vetri en sumri og gildir þá einu hvort um er að ræða farða eða sólarpúður. Guerlain hefur í tilefni af 25 ára afmælis fyrirtækisins sett sitt sívinsæla sólarpúður í örlítið breytta öskju en eftir sem áður er þetta sama góða varan. Fyrir þá húðgerð sem er algengust hér á norðurhjara veraldar er litur nr. 1 sá sem passar best okkar fölu húð í svartasta skammdeginu en síðan má skipta yfir í dekkri liti þegar líður nær vori. Stór stund hjá tískutímaritinu V Nýjasta tölublað tímaritsins V ma- gazine hefur vakið mikla athygli meðal áhugamanna um tísku en þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem fyrirsætur prýða forsíðuna. Fyrrum ritstýra Vogue, Carine Roitfeld, stjórnaði myndatökunni ásamt hinum umdeilda ljósmynd- ara Terry Richardson. Roitfeld segir þetta stóra stund hjá tíma- ritinu – tímamót. Alls eru fjórar forsíður í umferð sem sýna átta ólíkar fyrirsætur og segir Carine þetta nýja kynslóð fyrirsæta sem munu umbreyta tískuheiminum á komandi árum. -kp Blæs lífi í America’s Next Top Model Fyrirsætan Tyra Banks hefur haldið raunveruleikaþætti sínum, America’s Next Top Model, lengi á lífi og er hún síður en svo á þeim buxunum að láta þá geispa golunni. Nú hefur hún ákveðið að markaðssetja nafn þáttarins betur og í byrjun næsta árs mun koma út nýr ilmur undir nafninu Dreams Comes True – ANTM. Ilmurinn var kynntur í þætti sem sýndur var í Bandaríkjunum á miðvikudaginn síðasta og mun sigurvegarinn í yfirstandandi þáttaröð verða andlit ilmvatnsins. Ilmurinn verður ekki dýr, seldur í litlum flöskum og ætlaður konum á öllum aldri, Mánudagur Skór: Converse Stuttbuxur: Topshop Bolur: Topshop Peysa: Spúútnik Þriðjudagur Skór: GS skór Samfestingur: For- ever21 Jakki: Spúútnik Getur þú verið heimilisvinur Abigale? www.soleyogfelagar.is Kolbrún er í Úganda þessa dagana. Hér er hún með nokkrum vinum úr hópi heimafólks. Ljósmynd/Haakon Bro- der Lund

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.