Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Qupperneq 72

Fréttatíminn - 04.11.2011, Qupperneq 72
 Plötuhorn Dr. Gunna Órar  Hjálmar Róttækir og leitandi Á fimmtu plötunni sinni eru Hjálmarnir sjálfum sér líkir eins og þeir eigi sitthvað eftir ósagt í fámennri deild lopapeysuraggísins. Boðið er upp á ellefu misþykka slagara, suma alveg hnaus en nokkra aðeins þynnri. Bandið hefur slík tök á forminu að það getur óhindrað brugðið á leik eins og í lögunum Ég teikna stjörnu, með sínu sterka og óvenjulega grúvi, og Í gegnum móðuna, með sínum æsandi rafdöbb- kafla. Bandið mætti að ósekju grípa til slíkra róttækra aðgerða því mjög flott er hvernig róttæknin blandast við poppað raggíið. Í stuttu máli: Enn ein frábær og leitandi plata frá Hjálmum! töf  Náttfari Tíu árum síðar Hljómsveitin Náttfari var starfandi í kringum 2000, spilaði póstrokk (mitt á milli Tortoise og Sigur Rósar) og var langt komin með plötu þegar hún koðnaði niður og hætti. Sveitin lofaði góðu og því er vissulega gott að hún hafi snúið aftur, klárað plötuna (eða öllu heldur tekið hana upp frá grunni og bætt við hana) og komið henni út undir viðeigandi heiti. Ósungin músíkin byggir á flæðandi stefum sem rísa og hníga. Þessi tegund tónlistar angar vissulega ekki af sama nýjabrumi og hún gerði fyrir 10 árum - virðist ekki eins áríðandi í dag - en meðlimir Náttfara eru þrumuklárir og halda vel á spöðunum á heil- steyptri og sannfærandi plötu. Den of lions  Ourlives Mött gæði Á annarri plötu sinni heldur hljómsveitin Ourlives áfram að þróa sitt slípaða gæðarokk (a la Dikta, Muse og Radiohead áður en tilraunagleðin tók yfir). Barði Jóhannsson gerir þetta dálítið Bang Gang- legt, rokkið er settlega snyrtilegt, evrópskt og ekki mjög væld. Hvísl- söngurinn er angurvær, popprokkgítarar þykkt ofnir og bítið þétt. Þetta er flott plata, ekki síst séð frá iðnaðarlegum sjónarhóli; rokkmúsík en nógu „seif“ til að keyra í hátalarakerfi stórmarkaðar. Mörg laganna vinna á með lúmskum popphúkkum, sérstaklega er byrjunin sterk. En það tekur á að halda athygli því platan rennur aðeins saman í mattri einhæfni.  hollywooD Mislukkað hjÓnabanD 72 daga hamingja Kim Hjónaband Kim Kardashian og Kris Humphries er á enda. Parið gifti sig með pomp og pragt 20. Þ okkagyðjan Kim Kardashi-an er skilin við bandaríska körfuboltakappann Kris Humphries – aðeins 72 dögum eftir að þau giftust með mikilli viðhöfn. Hún sleikir nú sárin í Ástralíu þar sem hún kynnir nýja handtöskulínu Kardashian-systranna ásamt syst- ur sinni. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um ástæður skilnaðarins. Meðal þess sem hefur verið nefnt er að hjónabandið hafi verið sjónarspil og ein allsherjar auglýsingabrella en Kim hefur þráfaldlega neitað því. Hún segir í yfirlýsingu að hún sé fljótfær í ástum eins og mörgu öðru og það hafi orðið henni að falli. Kris Humphries ku vera með böggum hildar og fer ekki út úr húsi vegna ástarsorgar. Dagur 74. Enginn hringur á baugfingri vinstri handar Kim þar sem hún kynnti döpur handtöskulínu þeirra systra í Ástralíu á miðvikudag. Nordic Photos/Getty Dagur 63. Kim og Kris hamingjusöm í afmælisveislu hennar á Marquee skemmtistaðnum í Las Vegas. Nordic Photos/Getty Images Dagur 45. Gaman hjá hjónakornunum í spjallþætti Jay Leno. Nordic Photos/Getty Dagur 31. Rómantík í New York. Hveiti- brauðsdagarnir ekki liðnir. Nordic Photos/ Getty Images Dagur 23. Sæt saman á tískusýningu Avril Lavigne. Nordic Photos/Getty Images Dagur 11. Hjónakornin í eigin heim- komuveislu í New York. Nordic Photos/ Wire Images Þremur dögum fyrir giftingu. Kossa- flens Kim og Kris. Nordic Photos/Getty Images 64 dægurmál Helgin 4.-6. nóvember 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.