Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Side 76

Fréttatíminn - 04.11.2011, Side 76
S I Ð M E N N T Borgaraleg ferming 2012 Kynningarfundur í Háskólabíói Laugardaginn 12. nóvember kl. 11 Salur 1 Upplýsingar og skráning í námskeiðin er á www.sidmennt.is „Það er dýrmætt að eiga val” Öll ungmenni og foreldrar / aðstandendur velkomin sími: 567 7752, 557 3734 eða 553 0877  KviKmyndir Jesus Christ superstar Nicole leikur frægustu vændiskonu veraldar B rynja Þorgeirsdóttir og Eg-ill Eðvarðsson frumsýndu heimildarmynd sína Snúið líf Elvu í Bíó Paradís á fimmtudag- inn. Myndina gerðu þau í framhaldi af því að þau hittu Elvu Dögg Gunn- arsdóttur vegna umfjöllunar í Kast- ljósi um tourette-heilkennið en Elva Dögg er með versta tilfelli tourette- heilkennis sem læknir hennar hefur nokkru sinni séð. „Það má segja að myndin sé inn- slag sem vatt upp á sig,“ segir Brynja en hún og Egill hrifust af einlægni og hispursleysi Elvu Daggar. „Ég sá strax að hún er fædd stjarna. Hún er svo ófeimin og blátt áfram og veitti okkur innsýn í líf sitt og talaði opin- skátt um líðan sína. Við Egill vorum bara að gera það sem við gerum venjulega og það er Elva sjálf sem gerir myndina óvenjulega.“ Nánast stöðugir og ósjálfráðir kæk- ir hafa þjakað Elvu Dögg árum saman og engin lyf hafa slegið á höfuðkippi og óstjórnlega þörf fyrir að snúa sér í hringi á nokkurra skrefa fresti. Síð- asta von hennar var aðgerð þar sem rafskaut voru grædd átta sentimetra í heila hennar. Hún undirgekkst þessa aðgerð fyrst íslenskra tourette sjúk- linga og Brynja og Egill fylgdu henni alla leið á skurðarborðið. Aðgerðin er ekki hættulaus enda borað fram hjá málstöðvum heilans og stöðvum sem stjórna hreyfingum. „Elva var óttalaus fram á síðustu stundu fyrir aðgerðina. Þá sótti að henni ótti og kvíði þannig að hún skrifaði fimm ára syni sínum bréf, sem hún setti í nátt- borðsskúffuna sína, ef illa myndi fara. Hún sagði móður sinni frá bréfinu rétt áður en hún var svæfð. Og bætti svo við á sinn einstaka kaldhæðna hátt: „Og bíllinn minn, hann ætti að „kovera“ skuldirnar mínar.““ Elva Dögg er húmoristi af guðs náð og Brynja segir skopskynið hafa komið Elvu og fjölskyldu hennar í gegnum erfiðleikana sem fylgja veik- indum hennar. „Þau eru öll svona í fjölskyldunni; gera óspart grín að henni og kækjunum. Þetta er þeirra leið til að takast á við þetta,“ segir Brynja. Snúið líf Elvu verður sýnd í Sjón- varpinu sunnudagskvöldið 13. nóvember. „Þau eru öll svona í fjölskyldunni; gera óspart grín að henni og kækjunum.“ s öngkonan Nicole Scherzinger, sem er meðal dómara í X factor-þáttunum í Bandaríkjunum, mun leika eitt aðalhlutverk- anna í endurgerð mynd- arinnar Jesus Christ Superstar sem byggir á samnefndum söng- leik eftir Andrew Lloyd Webber. Frumgerðin var frumsýnd árið 1973 en ekki er búist við að endurgerðin verði sýnd fyrr en árið 2014. Scherzinger, sem mun vera mikill aðdáandi söngleiksins, hefur átt í viðræðum við Webber undanfarna sex mánuði og nú er ljóst, ef marka má enska götublaðið The Sun, að hún mun leika frægustu vændiskonu veraldar, Mariu Magdal- enu, í myndinni. Þetta verður ekki frumraun söngkonunnar þokka- fullu á hvíta tjaldinu því hún leikur í stórmynd- inni Men in Black III sem kemur út á næsta ári. Auk þess lék hún í ung- lingaþáttunum um norn- ina Sabrinu sem sýndir voru fyrir tíu árum. Og hæfileikar Scherz- inger ættu að koma sér vel við gerð myndarinnar því hún þykir prýðileg söngkona og liðtækur dansari. Þokkagyðjan Nicole Scherzinger. Nordic Photos/Getty Images  BrynJa Þorgeirsdóttir Fylgdist með aðgerð elvu daggar „Og bíllinn minn, hann ætti að „kovera“ skuldirnar mínar.“ Elva Dögg (fyrir miðju) og Brynja ásamt Agli (til vinstri) og Jóni Víði Haukssyni. Þ að vakti litla kátínu hjá Skjá einum í haust þegar Ellý Ármanns hætti við að vera með vinkonu sinni Tobbu Marínós í fyrirhugðum sjónvarps- þætti þeirra. Brotthvarf Ellýar gekk ekki átakalaust fyrir sig en Skjárinn sendi henni bréf þar sem kom fram að Skjárinn teldi hana hafa gert sig seka um samnings- rof og myndi jafnvel leita réttar síns. Tobba hélt hins vegar ótrauð áfram og stendur ein í eldlínunni í þættinum Tobba sem Skjár einn sýnir á miðvikudagskvöldum. Þegar Fréttatíminn spurði Frið- rik Friðriksson, sjónvarpsstjóra Skjás eins, hvort stöðin ætlaði hart við Ellý neitaði hann því alfarið. Sjónvarpsstöðin hafi hins vegar sent Ellý bréf þar sem henni var gerð grein fyrir afstöðu stöðvar- innar en þar með hafi málinu verið lokið af hálfu Skjásins. „Þetta mál er gleymt og grafið hvað okkur varðar. Tobba hélt áfram og stendur sig vel,“ segir Friðrik. Ellý og Tobba sögðu fyrst frá áformum sínum um sjónvarps- þátt sérstaklega ætlaðan konum í Fréttatímanum síðsumars og í kjölfarið spratt upp hörð og óvægin umræða þar sem þeim var legið á hálsi fyrir að einblína um of á staðalímyndir af konum og láta eins og ekkert kæmist að í kolli íslenskra kvenna annað en snyrtivörur, megrun og kynlíf. Eftir ruddalega tölvupósta, hótanir og símtöl ákvað Ellý að draga sig í hlé og láta þann slag eiga sig sem virtist í uppsiglingu vegna þáttar- ins. Ellý vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttatíminn leitaði eftir því en heimildir blaðsins herma að henni hafi verið mjög brugðið þegar hennibréfið frá Skjá einum barst henni í hendur. -þþ Var hótað vegna samningsrofs  ellý Kaldar KveðJur Frá sKJá einum Tobba og Ellý á meðan allt lék í lyndi og stefndi í mikið stuð á Skjá einum. Ævintýri vinkvennanna varð þó aldrei að veruleika. 68 dægurmál Helgin 4.-6. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.