Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Side 78

Fréttatíminn - 04.11.2011, Side 78
VIÐ ERUM 50 ÁRA FAGNAÐU MEÐ OKKUR 3.–5. NÓVEMBER FRÁ KLUKKAN 8:50–21:50 Gleraugnasalan | Laugarvegi 65 | 551 8780 | gleraugnasalan.is AFSLÁTTUR AF ÖLLU Blessið kostaði 4,5 milljónir Guðjón Þórðarson,sem er orðaður við Grindavík, fékk 4,5 milljónir í starfsloka- samning frá BÍ/Bolungarvík eftir því sem fregnir herma. Guðjóni var sagt upp störfum hjá Vestfjarðaliðinu eftir ár í starfi en heimildir segja að hann hafi verið með sex mánaða uppsagnar- frest. Sjötta sæti í 1. deild og undanúrslit í bikar var ekki nægur árangur fyrir metnaðarfulla Vestfirðinga sem ákváðu að láta Guðjón taka pokann sinn. Maður með ferilskrá Guðjóns situr þó ekki lengi aðgerðarlaus ef allt er eðlilegt. Bergsveinn þessa árs Fyrir jólin í fyrra sló Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson eftirminnilega í gegn. Bjartur er útgefandi en þar á bæ áttu menn ekki von á neinum stórtíð- indum, fyrsta prentun var 1000 eintök en áður en yfir lauk hafði bókin verið prentuð fimm sinnum og endaði í 8.500 eintökum seldum. Nú gætu svipaðir hlutir verið að gerast hjá litlu systur Bjarts, Veröld. Far- andskuggar eftir Úlfar Þormóðsson hefur hlotið frábæra dóma eins og var raunin með Svar við bréfi Helgu. Bækurnar eiga fleira sammerkt: Farandskuggar eru ekki nema rétt um 100 síður eins og „Svarið“ og fjallar einnig um íslenskt alþýðufólk á síðustu öld af hlýju og næmi en hún segir frá syni sem reynir að raða saman brotum úr lífi aldraðrar móður sinnar. Útgefendurnir velta því nú fyrir sér hvort Farand- skuggar verði hinn óvænti senuþjófur jólaver- tíðarinnar eins og „Svarið“ í fyrra. Lúsiðinn Stefán Stefán Jónsson, leikstjóri, leikari og prófessor, er maður sem fellur sjaldan verk úr hendi eins og komið hefur fram í Fréttatímanum. Einhverjir myndu jafnvel kalla hann lúsiðinn. Hann gegnir fullri stöðu prófessors við leiklistardeild Listaháskóla Íslands en leikstýrir jafn- framt verkum bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Þrátt fyrir þetta hefur hann fundið lausan tíma í þéttriðinni dag- skrá sinni til að leika í auglýsingu fyrir Ge- valia-kaffi. Glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa séð Stefáni bregða fyrir í auglýsingu með Brynhildi Guðjónsdóttur þar sem þau sitja prúðbúin við kaffidrykkju. Gera má ráð fyrir því að tökur hafi verið snöggar og snarpar að teknu tilliti til þess hversu stíft bókaður maður Stefán er. S igrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður og fram-kvæmdastjóri Gyðju, hlaut hin eftirsóttu Gol-den Quill verðlaun afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood núna fyrir stuttu. The National Aca- demy of Best Selling Authors veitti Sigrúnu Lilju verðlaunin fyrir framlag sitt til bókarinnar The Next Big Thing sem fólst í því að skrifa kafla í bókina. The Next Big Thing varð metsölubók á Amazon að- eins 24 klukkustundum eftir að hún fór í sölu fyrr á þessu ári. „Þetta var einstök tilfinning og frekar óraunveru- legt allt saman. Hátíðin var virkilega vel heppnuð og ég er einstaklega stolt að hafa fengið þessi verð- laun. Mikill heiður. Í kjölfar þeirra hafa mér boðist nokkur spennandi verkefni í þessu sviði sem ég er nú að skoða vandlega,“ segir Sigrún í samtali við Fréttatímann. Guðfaðir sjálfshjálparbókanna, Brian Tracy, hlaut einnig verðlaun fyrir ævistarf sitt við sama tæki- færi en verðlaunaafhendingin fór fram á hinu marg- rómaða Roosevelt hóteli sem er í hjarta Hollywood. Golden Quill verðlaunastyttan, sem er hin glæsi- legasta, er búin til af þeim sömu og gera Óskarinn og Emmy-verðlaunin. „Það var einstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að skarta íslenskri hönnun og vera í roði frá toppi til táar við þetta tækifæri. Íslenska efnið vakti mikla athygli meðal gesta á hátíðinni,“ segir Sigrún Lilja sem klæddist sérhönnuðum hvítum og gylltum kjól frá íslenska merkinu Arfleifð – hönnuður er Ágústa Margrét Arnardóttir. Sigrún Lilja fékk Jóhannes Ottóson gullsmið, sem er með skartgripahönnunina Nox, til liðs við sig en hann sérhannaði skartgripi fyrir viðburðinn; hár- skraut úr gulli og eyrnalokkar í stíl. Skórnir sem hún klæddist voru að sjálfsögðu frá Gyðju Collection en þeir bera nafnið Aníta í höfuðið á Anítu Briem enda upphaflega hannaðir sérstaklega fyrir brúðkaup leikkonunar. Voru skórnir úr perluhvítu laxaroði. Sigrún hefur dvalið undanfarna daga í Los Ange- les en auk þess að taka á móti verðlaununum er hún ásamt sínu liði á fundum frá morgni til kvölds vegna fyrirtækis síns Gyðju Collection. Síðar um kvöldið eftir hátíðina sást Sigrún Lilja ásamt vinafólki í fylgd þeirra Ryan Secrest, Simon Cowell og Randy Jackson, sem fólk þekkir úr hinum vinsæla þætti Amerian Idol, þar sem þau sátu saman í góðu yfirlæti og snæddu kvöldverð á Drai´s sem er einn heitasti staðurinn í Hollywood um þessar mundir. Sigrún vill lítið tjá sig um það að öðru leyti en því að þeir séu mjög indælir félagarnir og að þar sé Simon Cowell, sem þekktur er fyrir að geta verið skæður á skjánum, ekki undanskilinn. Næst á dagskrá hjá Sigrúnu er að kynna til leiks nýja fylgihlutalínu, reyndar nú strax um helgina, sem ber nafnið Meyja by Gyðja. Línan var framleidd sérstaklega fyrir verslanir Hagkaups og verður eingöngu til sölu í takmörkuðu upplagi. Sérstök áhersla var lögð á að línan væri á mjög viðráðanlegu verði og kemur hún í valdar versl- anir Hagkaupa í dag föstudaginn 4. nóvember. Línan verður svo formlega kynnt á morgun laugardag með með glæsilegri tískusýningu sem haldin verður fyrir utan Hagkaup í Kringlunni á 2. hæð klukkan 14.30. Fegurðardrottningar fyrri tíma munu frumsýna lín- una að sögn Sigrúnar Lilju. oskar@frettatiminn.is  Verðlaun Samtök metSöluhöfunda Gyðja fékk Golden Quill verðlaunin í Hollywood Sigrún Lilja Guðjóns- dóttir var verðlaunuð fyrir framlag sitt til met- sölubókarinnar The Next Big Thing við glæsilega athöfn í Hollywood. Sigrún Lilja klæddist sérhönnuðum hvítum og gylltum kjól frá hönnuðinum Ágústu Margréti Arnardóttur á verðlaunaafhendingunni. Ryan Seacrest, Radny Jackson og Simon Cowell skemmtu sér með Sigrúnu Lilju á einum heitasta staðnum í Hollywood.  SjónVarp danS danS danS Baltasar gestadómari Leikstjórinn og leikarinn Baltas- ar Kormákur verður gestadómari í dansþættinum Dans Dans Dans á RÚV á morgun, laugardag. Í þætt- inum munu sex atriði keppa um tvo laus sæti og komast þar með áfram á næsta stig keppninnar. Baltasar segir í samtali við Fréttatímann að hann sé mikill dansáhugamaður og hafi alltaf dansað mjög mikið. „Þú ert að tala hérna við mann sem var tangódansari, hefur dansað með ballettflokknum og lék aðalhlut- verkið í West Side Story. Ég kann þetta allt,“ segir Baltasar og bætir við að auðvitað snúist þetta líka um almennan „performance“ á svíðinu. Ragnhildur Steinunn Jónsdótt- ir, kynnir þáttanna, segir það til- hlökkunarefni að fá Baltasar sem gestadómara. „Hann hefur mikið vit á þessu að eigin sögn,“ segir Ragnhildur Steinunn og hlær. Hún segir mikið hafa gengið á hjá dönsurunum á æfingum í vikunni. „Þessir krakkar eru búnir að æfa marga tíma á dag. Þau leggja allt undir til að þetta verði sem best. Ein er puttabrotin og önnur sleit vöðva en þær munu harka þetta af sér fyrir þáttinn,“ segir Ragnhildur Steinunn. -óhþ Baltasar Kormákur segist koma með mikla dansþekkingu í þáttinn. Ragnhildur Steinunn segir Dans Dans Dans hafa fengið góðar viðtökur og allt niður í þriggja ára börn hafi komið að máli við hana og dásamað þáttinn. 70 dægurmál Helgin 4.-6. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.