Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 12
„Að geta heyrt tónlistina sína aftur eins og hún á að hljóma er lítið kraftaverk - ég heyri aftur söng fuglanna“ © 20 10 O tic on In c. A ll Ri gh ts R es er ve d. Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil með framúrskarandi heyrnartækjum frá Oticon Upplifðu frelsi Áttu í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt? Tekur þú sjaldnar þátt í hópumræðum en áður? Allt þetta getur verið merki þess að heyrn þín sé farin að versna. Agil eru byltingarkennd ný heyrnartæki sem hjálpa þér að heyra betur með minni áreynslu. Tölvuörflagan í Agil er helmingi öflugri en áður hefur þekkst en tækin eru samt um helmingi minni en hefðbundin heyrnartæki og búa þar að auki yfir þráðlausri tækni. Ekki láta heyrnarskerðingu halda aftur af þér og verða til þess að þú missir úr í samskiptum við aðra. Njóttu þess að heyra áreynslulaust með Agil heyrnartækjum. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Bubbi Morthens V innulag fulltrúa Besta flokksins veldur vonbrigð-um, enda gáfu þau fyrirheit um eitthvað allt annað, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún segist ekki geta gegnt starfi forseta borgarstjórnar áfram eftir ár í emb- ætti, taki samstarf meirihluta og minnihluta ekki breytingum. Árið í forsetastólnum endar í byrjun júní, og Hanna Birna hættir ekki fyrr. „Við gerðum samkomulag til eins árs og við það stöndum við í Sjálf- stæðisflokknum. Samkomulagið var minnst um það embætti sem ég tók að mér, en mest um það að halda áfram þeirri góðu þverpóli- tísku samvinnu sem verið hafði árin tvö á undan og því vinnulagi sem kom okkur í gegnum kreppuna og skilaði svo miklum árangri fyrir Reykvíkinga. Ég vil ekki segja að Besti flokkurinn hafi svikið sam- komulagið en fulltrúar hans hafa ekki uppfyllt það eins og ég vænti og sannarlega ekki komið að því með sama viljanum og fulltrúar minnihlutans. Kannski hafði ég meiri væntingar en tilefni var til. Mig langaði að sjá einhverskonar byltingu í pólitík og hafði þá trú að það gæti gerst hér í borginni. Mér fannst sem þetta nýja fólk í Besta flokknum hefði getu, burði og kjark til þess. En samstarfið hefur ekki verið í námunda við það sem það var á síðasta kjörtímabili eða nálægt því sem við hefðum getað gert úr því,“ segir hún og fullyrðir að breytt vinnulag, sem fólst í nánu samstarfi flokkanna frá grunni hvers máls eft- ir hrakfarirnar í kjölfar til dæmis REI-málsins svokallaða, hafi skapað ró yfir borgarstjórnarmálunum í að- draganda síðustu kosninga – á þeim tíma sem hún var borgarstjóri. Bakslag vegna reynsluleysis „Ég skrifa þetta [bakslag í sam- vinnu borgarfulltrúa] á ákveðið viljaleysi Samfylkingarinnar og pólitískt reynsluleysi borgarfulltrúa Besta flokksins. Þeir gengu ekki í gegnum þetta þroskaferli sem við hin gerðum á síðasta kjörtímabili. Þannig að þetta ágæta fólk kom hingað inn með fyrirfram gefnar hugmyndir um hvernig stjórnmál væru. Ímynd þeirra virðist hafa verið að hér hlytu allir að vera upp- fullir af tortryggni, ákveðnir í því að treysta ekki hver öðrum og vinna eftir eldgömlum leiðum. En það var ekki þannig, þvert á móti, og því færa vinnubrögð þeirra okkur mörg ár aftur í tímann, því miður,“ segir hún. „En þau eru í meirihluta, kusu að fara í hefðbundið meirihlutasam- starf með flokki sem þekkir vel til þessara vinnubragða og því er þetta niðurstaðan. En ég er sannfærð um að hún sé í samræmi við væntingar kjósenda. Nýjar kannanir sýna að þau hafa misst fylgi – sem ég tel að sé vegna þess að fólk bjóst við öðru. Það átti von á einhverju nýju. En hvað hefur breyst í Reykjavík? Það sem hefur breyst er að allir skattar og öll gjöld hafa hækkað og við völdum í Reykjavík hefur bara tekið hefðbundin vinstristjórn. Að- stæður fólks hafa versnað og það er gert lítið úr því og sagt: Við lofuð- um hvort sem er að svíkja öll loforð. Mér finnst það hvorki góð né farsæl breyting,“ segir hún. „Fulltrúar Besta flokksins segja að f lokkurinn hafi náð árangri vegna niðurstöðu Rannsóknar- skýrslunnar. Ég held að það sé rétt hjá þeim því við sáum, daginn sem hún kom út, að hinn hefðbundni fjórflokkur hrundu í fylgi. Sjálfstæð- isflokkurinn tapaði um fjórðungi fylgis síns þann sama dag. Besti flokkurinn segir að hann vilji vinna í anda skýrslunnar. Ég dreg í efa að Rannsóknarskýrslan hafi boðað að það væri í lagi að svíkja loforð sín og hækka skatta og gjaldskrár þvert á stefnu sína um hið gagnstæða. Það er ekki hægt að segja í annarri setningunni: Ég vil gera stjórnmál- in betri, en í þeirri næstu: Ég ætla að svíkja allt sem ég lofa. Það getur ekki gert stjórnmálin betri. Það get- ur aldrei kallað fram ábyrgð, heiðar- leika eða traust,“ segir hún. Gefa Samfylkingunni völdin „Ég átta mig ekki á því hvað veldur [þessum sviknu loforðum]; hvort þau hafa ákveðið að láta bara Sam- fylkinguna leiða sig í þá átt sem hún boðar, eða eigi eftir að ákveða að gera þetta með öðrum hætti. Mér finnst að þegar f lokkur fær svo mikið fylgi og verður stærsti flokk- Vill Besta flokkinn upp úr hjólförum fortíðar og inn í nýja tíma urinn í borginni í fyrstu tilraun, sé það ekki aðeins tækifæri til að gera góða hluti, heldur fylgi því skylda til að gera einmitt það og svara kall- inu. Þess vegna finnst mér að Besti flokkurinn geti gert svo miklu bet- ur. Og viljinn til að taka þátt í því verkefni var sannarlega fyrir hendi á vettvangi borgarstjórnar. Ég hef því áhyggjur af því að við séum að glata þessu tækifæri með því að vinna ekki betur saman og virkja raunverulega krafta allra. Mér finnst eins og borgarstjórnin hafi fengið tækifæri til að leiða breyt- ingar á landsvísu og hef áhyggjur af því að við séum að glata því,“ segir hún og bendir á að þrátt fyrir að Samfylkingin hafi komið illa út úr síðustu sveitarstjórnarkosningum stjórni hún 70 prósentum útstreym- is fjármagns hjá borginni. „Flokkur sem aðeins hefur 18 prósentna fylgi er því með mikil völd,“ segir Hanna Birna. „Samfylkingin kemst vel frá þessu samstarfi og fær mikið út úr því. Hún er með völd langt umfram það sem borgarbúar gáfu henni og þau eru í boði Besta flokksins.“ Hanna Birna telur nýja hugsun, traust og kjark lykilinn að lausn- inni. „Við þurfum öll að læra að trúa því að fólk sé almennt gott og að það vilji láta gott af sér leiða, jafn- vel þótt það tilheyri öðrum flokki. Allt snýst þetta um kjark og hug- rekki til að fara nýjar leiðir. Það er svo auðvelt að fara í hjólförin sem eru til staðar og hafa verið í áratugi. En flestir sem bjuggu til hjólförin eru ekki lengur á þessu sviði, auk þess sem aðstæður eru gjörbreyttar og krefjast allt annars en þess sem fyrir löngu virkaði. Hvernig væri að við sem erum á sviðinu legðum nýja braut með það að markmiði að gera hlutina betur? Það er engin ástæða – sérstaklega á vettvangi sveitarstjórnarmála – til að láta allt snúast um átök og ágreining. Þetta er ekki tíminn til að skapa drauma- borg Besta f lokksins eða Sjálf- stæðisflokksins, heldur tíminn þar sem við sköpum draumaborg fólks- ins í borginni. Það gerum við best með góðu samstarfi allra sem vilja Reykjavík vel. Það er verkefnið.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir vinnulag borgarfulltrúa Besta flokksins úrelt. Þeir hafi ekki staðið undir væntingum. Ljósmynd/Hari Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar stundar gamal- dags pólitík. Hann skortir hugrekki og kjark til að ná stjórnmál- unum upp úr gömlum hjólförum fortíðarinnar og á nýja braut þar sem áherslan er á samstarf og traust og ný vinnubrögð í þágu borgarbúa en ekki í þágu flokkanna sem skipa fulltrúana, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, í viðtali við Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur. 12 viðtal Helgin 7.-9. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.