Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 20
Kennsla hefst 10. janúar M eð dúndurdóma fyrir þriðju plötu sína, The Jar, þeysist Þórunn Eg-ilsdóttir, 35 ára, á milli Berlínar og Lúxemborgar þar sem hún er búsett. Útvarps- þátturinn hennar á föstudagskvöldum á lúxem- borgsku stöðinni DNR er kominn í pásu því hún er í snemmbúnu fæðingarorlofi – eins og tíðk- ast í Lúxemborg – og undirbýr fæðingu dóttur sinnar í febrúar. Lög og texta plötunnar vann hún með eigin- manni sínum, Thomasi Schoos, sem hún giftist í júlí í fyrrasumar í Skotlandi – svo að enginn vina þeirra og ættingja gætu kvartað yfir ójafn- ræði og allir þyrftu að ferðast. Giftingin fór Þórunn fær kraft og inn- blástur á Íslandi Rifust á Maldív-eyjum og giftust í Skotlandi. Söngkonan Þórunn Egilsdóttir, þátta- stjórnandi í útvarpi og sjónvarpi og blaða- maður í Lúxemborg, hefur gefið út þriðju plötuna sína með eiginmanninum og fá þau góða dóma ytra. Þau bíða eftir erfingj- anum á milli þess sem þau skipuleggja tónleika. fram þrátt fyrir hörkurifrildi á sólar- ströndum Maldív-eyja í aðdraganda hennar. Þar sömdu þau hluta laganna á plötuna og reyndu hvort um sig af fremsta megni að fá sitt fram. „Við erum bæði svo ákveðin og í reyndinni svo lík. Hann er Dani og ég Íslendingur. Hann er blaðamaður og ég líka. Hann er tónlistarmaður og ég tónlistarkona. Bæði erum við fædd í Lúxemborg og höfum sama smekk á tónlist þótt við komum úr mismunandi áttum í tónlistinni,“ segir Þórunn og staðfestir ekki annað en að þau eigi jafnmikið í plötunni. „Það er hins vegar svo fyndið hvað maður verður stundum dónalegur við maka sinn en er alltaf kurteis við annað fólk. Á þess- um tíma hefðum við helst viljað kasta píanóinu og gítarnum hvort í annað,“ segir hún og hlær. „Við rífumst ekk- ert í dag.“ Í þýska sjónvarpinu Plötuna sömdu þau þó einnig að hluta til hér á landi. „Thomas elskar Ísland því landið er troðfullt af listamönnum og við fáum innblástur á hverju götu- horni,“ segir Þórunn. „Og bæði elskum við villta náttúru landsins og að við Ís- lendingar erum ekki eins og Skandi- navar, heldur svo óhefluð í gúmmí- stígvélunum ef við viljum. Þá er svo ótrúlega mikið af færum listamönnum hér, til dæmis Hjaltalín og Sigur Rós.“ Þau hjónin blanda saman popp- og kvikmyndatónlist með aðstoð breska framleiðandans Ian Livingstone, sem hefur unnið tónlist fyrir breska ríkis- sjónvarpið BBC og nýju Harry Potter- myndina. Fyrri plötur Þórunnar voru poppaðar. „Ég var orðin þreytt á því. Það er ekki línan sem ég vildi fylgja,“ segir hún. Þau hjónin gáfu sjálf út plötuna og hún hefur verið til sölu á iTunes. Þau stefna hins vegar á að dreifa henni um Ísland, Frakkland og Þýskaland. Hljómsveit þeirra hjóna státar af tíu tónlistarmönnum. „Við vorum svo heppin að Bank de Luxembourg keypti hluta upplagsins svo við gátum greitt tónlistarmönnunum okkar laun,“ segir hún. „Já, það er rétt, við höfum fengið góða dóma og fína athygli. Á sunnu- daginn verðum við til dæmis filmuð af þýskri sjónvarpsstöð á tónleikum okkar, þeirri sömu og tók upp útgáfu- tónleikana.“ Þáttastjórnandi í áratug Þórunn hefur haft mörg járn í eld- inum síðustu ár. Auk útvarpsþáttarins og tónlistarferilsins hefur hún stýrt lífsstílstengdum sjónvarpsþætti og sést reglulega á skjánum í Lúxemborg síðustu tíu ár. Hér áður fyrr stjórnaði hún þætti um Hollywood-stjörnur og líf þeirra á RTL-sjónvarpsstöðinni í Lúx- emborg í átta ár. Auk þessa hefur hún skrifað greinar í blöð þar ytra. Hún hefur ekki gefið sjónvarpsferilinn upp á bátinn og vonast til að landa hlutverki þáttastjórnanda á þýskri sjónvarpsstöð sem hún hefur verið í prufum fyrir. „Ég get ekki sagt meira um það því ég veit ekkert hvernig þetta endar. Núna er fókusinn hins vegar á fæðingu dóttur okkar. Við ætlum því að reyna að taka lífinu eins rólega og við getum, en veita viðtöl. Við höfum samt bók- að okkur á tónleika í Brussel þremur vikum eftir áætlaðan fæðingardag. Ég vona að það takist vel til.“ Þórunn bjó á unglings­ árunuM á Íslandi Kúltúrsjokk í kennslustundum Þórunn Egilsdóttir hefur mestalla sína tíð búið í Lúxemborg en bjó þó á unglingsárunum með móður sinni og tveimur systkinum á Íslandi. Hún gekk í 10. bekk í Árbæjarskóla og fór í kjölfarið í Versló og Söngskólann í Reykjavík. „Mér líkaði mjög vel en viðurkenni að þetta var rosalegt kúltúrsjokk, því í Lúxemborg er skólinn svo ótrúlega strangur. Við börnin fengum prik á puttana værum við ekki til fyrirmyndar. Kennararnir höfðu valdið í höndum sér. Hins vegar upplifði ég hér að krakkarnir voru í uppreisn gegn kennurunum. Það truflaði mig og ég velti því fyrir mér hvað væri sannleikurinn, hvað rétt og hvað rangt, hver væri reglan og hvert væri lífið. Þessi reynsla hafði þau áhrif á mig að ég bjó mér til minn eigin sannleika, mínar eigin reglur.“ Um Þórunni  Fædd 3. 3. 1975 í Lúxemborg  Gekk í Versló  Gaf fyrst út The Moment inbetween 2006  Kom laginu Complicated á toppinn í Lúxemborg og í spilun í Þýskalandi  Gaf út Superfishreality 2008  Þriðja platan, The Jar, kom út fyrir jól Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is 20 viðtal Helgin 7.-9. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.