Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 14
Oftast nefnd Páll Skúlason heimspekingur „Sitjandi forseti þarf fyrst og fremst að vera óumdeildur, prúður og siðlegur einstaklingur sem al- menningur skammast sín ekki fyrir.“ „Hann nýtur virðingar, er yfirveg- aður, hófsamur og fágaður í fram- komu, nokkuð sem hentar embætti af þessum toga vel.“ „Ef grannt er skoðað gerði Vigdís ekkert af viti, ljóminn af henni á forsetastóli stafar einkum af afglöpum Ólafs Ragnars sem fór með þetta embætti í átt til konung- dæmis. Sem er náttúrlega gaga. Allir sakna Kristjáns Eldjárn. Sem segir okkur að það væri ágætt að fá einhvern hófsaman, til dæmis heimspeking, í þetta og er þá um annan að ræða en Pál Skúlason?“ „Ég er sjálf hrifnust af vel mennt- uðum og myndarlegum gáfumönn- um sem eru lausir við pólitíska fötlun og þá kemur bara einn upp í hugann og það er Páll Skúlason, fyrrum háskólarektor.“ „Páll Skúlason. Hann er vel þenkjandi og hefur sýnt á undan- förnum árum að hann er glöggur og skynsamur þjóðfélagsrýnir sem lætur sig varða hag þjóðarinnar og menningu og umfram allt sið- ferðisgildi. Hann getur talað þeirri röddu sem þjóðin er tilbúin að hlýða á án þess að óttast að fiskur liggi undir steini og annarleg sjónarmið ráði ferðinni.“ „Væri til í að fá Pál Skúlason, fv. rektor HÍ, til framboðs. Sé engan annan í augnablikinu sem mundi gera þjóðinni gagn með hófsemd sinni og pælingum um samvisku og sjálfsmynd næstu fjögur árin.“ „Ég vil leggja þetta embætti niður! En ef það er ekki hægt þá þarf að finna einhvern sérlega virðu- legan í djobbið. Minn gamli kenn- ari Páll Skúlason hefur auðvitað verið nefndur ótal sinnum og hann hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarið. Verið beinskeyttari og afdráttarlausari en fyrrum, fljótari að kjarnanum. Annars dettur mér enginn í hug og veldur þar mestu virðingarleysi mitt fyrir þessu djobbi!“ Ragna Árnadóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra „Líklega nafnið sem heyrist oftast nefnt í þessu samhengi og ekki að ástæðulausu. Vönduð fagmann- eskja en líka drulluskemmtileg við óformlegri kringumstæður og ég myndi vilja sjá meira af þeirri hlið í forsetaembættinu – karakternum frekar en embættismanninum. Hún fer ekki í manngreinarálit og sýnir öllum virðingu, er jarðbund- in og laus við snobb.“ „Ragna Árnadóttir þætti mér fyrir- myndar kandídat. Mig langar í forseta sem getur talað við fólk án þess að setja sig á háan hest, getur vakið athygli fyrir geislandi nær- veru hérlendis sem erlendis – mun ekki koma okkur á kortið fyrir bjánaskap eða verða of ginnkeypt- ur fyrir peningafólki. Einhver sem er „down to earth“, takk!“ „Hún hefur góðan bakgrunn og menntun í þetta starf, kemur mjög vel fyrir og er mjög líkleg til að skapa góða sátt hjá bæði þingi og þjóð.” „Ragna er klár, hugsandi og vel menntuð. Hún hvílir örugg í sjálfri sér, hún veit hvað hún vill. Ragna hefur mikla reynslu og er vinsæl. Hún er ekki hrædd við almenn- ingsálitið. Ragna er mjög töff og sjarmerandi kona.“ Á næsta ár lýkur fjórða kjörtímabili Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta. Fimm einstaklingar hafa gegnt embættinu frá lýðveldisstofnun, enginn lengur en fjögur kjörtímabil. Ólafur hefur ekkert gefið upp um hvort hann hyggist sækjast eftir endurkjöri og freista þess að brjóta þar með blað í sögu embættisins og verða sá fyrsti sem situr í tuttugu ár á Bessastöðum. Fjórða kjörtímabil Ólafs hófst 1. ágúst 2008. Hann beið með að kynna að hann sæktist eftir endurkjöri þar til í ársbyrjun sama árs. Ef hann heldur sig við álíka tímasetningu má ekki búast við að hann láti neitt uppi um fyrirætlanir sínar fyrr en snemma árs 2012. Ólafur fæddist 14. maí 1943 og verður því 69 ára vorið 2012. Mögulega mun hann þá kjósa að láta gott heita og setjast í helgan stein, en margir af álitsgjöfum Fréttatímans telja þó allt eins líklegt að hann muni sitja sem fastast. „Ólafur ætlar sér greinilega að sitja eitt kjörtímabil í viðbót. Hann sættir sig ekki við að fara af Bessastöðum með skottið á milli lappanna með orðið „útrásarforseti“ brennimerkt á ennið á sér,“ segir einn af viðmælendum blaðsins. Í þeim hópi er líka að finna fólk sem telur Ólaf ætla að sitja áfram þar sem þörf sé á styrkri stjórn á Bessastöðum vegna ólgu í stjórnmálalífi landsins. Það skiptir höfuðmáli um umgjörð mögulegra forsetakosn- inga á næsta ári hvort Ólafur ætlar sér að sækjast eftir endur- kjöri eða ekki. Sitjandi forseti hefur aldrei fengið alvörufram- boð gegn sér, en langur tími Ólafs á Bessastöðum, og megnar óvinsældir hans í ákveðnum kreðsum, ýta undir þann mögu- leika ef hann ákveður að láta slag standa. Upp úr könnun Fréttatímans stendur annars tvennt. Í fyrsta lagi vill afgerandi hluti aðspurðra leggja forsetaembættið niður, og í öðru lagi að tveir einstaklingar voru nefndir oftar en aðrir, fengu jafnvel fleiri tilnefningar en sitjandi forseti, sem eru tíðindi út af fyrir sig. Þetta voru þau Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Páll Skúlason heimspek- ingur. Hver verður á Bessastöðum? Fréttatíminn leitaði til tæplega sextíu einstaklinga sem fylgjast vel með þjóðmálunum og bað þá að nefna hvern þeir vilja sjá á Bessastöðum þegar næsta kjörtímabil forseta Íslands gengur í garð 1. ágúst 2012. Framhald á næstu opnu Vilja leggja niður embættið „Vonandi mun stjórnlagaþingið taka af allan vafa um valdleysi for- setans og í kjölfarið er hægt að losa sig við þetta embætti sem er hvort eð er ekkert annað en léleg öpun á evrópska kóngaliðinu.“ „Ég vil engan forseta af því að hann er engum til gagns né gleði.“ „Við skulum vona að þjóðin beri gæfu til að nota árið til að leggja niður þá skrautfjöður sem forseta- embættið er. Hafi einhver getað afsakað tilvist þess embættis, hefur það farið lágt. Málskots- rétti má koma fyrir hjá Alþingi eða þjóðinni sjálfri og hvað er þá eftir? Sveimhuga, handslappur fyrrum vinstri maður sem ákvað að hætta að berjast fyrir réttlátara þjóðfélagi og verða ígildi konungs. Vonandi áttar þjóðin sig á því og sparar sér þær krónur sem fara í sjálfsupp- hafninguna.“ „Mér finnst forsetaembættið hafa beðið hnekki undanfarin ár og sé ekki tilgang með embættinu lengur.“ „Ég vil ekki annan forseta. Vil að embættið verði lagt af. Sé ekki til- ganginn.“ Ljósmynd Hari 14 úttekt Helgin 7.-9. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.