Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 44
44 heilsa Helgin 7.-9. janúar 2011 Matur og einbeiting Ef þú skoðar tölvupóstinn þinn eða horfir á sjónvarpið um leið og þú borðar er líklegt að þú borðir meira yfir daginn en þú annars myndir gera. Þetta kemur fram í nýrri, bandarískri rannsókn. Tveir hópar voru skoðaðir; annars vegar fólk sem var truflað við að borða og hins vegar fólk sem einbeitti sér algerlega að matnum. Hálftíma eftir máltíð mundi fyrri hópurinn með naumindum hvað var í matinn og fann auk þess mun fyrr til svengdar en seinni hópurinn.  Hvenær sólarhringsins er best að mæta í ræktina? Fitubrennsla á morgnana – vöðvauppbygg- ing seinnipartinn Á næstu dögum byrja sextíu mismun-andi námskeið hjá World Class. Þar á meðal eru dansnámskeið, spinning fit-námskeið, átak kvenna í yfirvigt, ketilbjöll- ur, herþjálfun og zumba-fitness. „World Class býður upp á samtals 350 mis- munandi tíma á viku þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Gígja Þórð- ardóttir, deildarstjóri heilsuræktar. Meðal nýj- unga eru ketilbjöllunámskeið, TRX Spinning og TRX Combó. „Ketilbjöllur eru lóð sem eru í laginu eins og litlir boltar með handfangi. Með þeim eru gerðar ýmsar æfingar, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Ketilbjöll- ur eru mikið notaðar í cross-fit og þær hafa verið vinsælar hjá lyftingafólki en nú hefur almenningur fengið aukinn áhuga á þeim,“ segir Gígja en fólk þarf að skrá sig sérstak- lega á námskeiðið. TRX Combó og TRX Spinning eru einn- ig ný námskeið sem sækja fyrirmynd sína í æfingar sem bandaríski herinn notar. „TRX Combó er blanda af TRX-æfingum og hefð- bundnari styrktaræfingum en TRX Spinning er blanda af TRX-æfingum og spinning. Notuð eru svokölluð TRX-bönd, sem hanga niður úr loftinu. Fólk notar eigin líkamsþyngd við æfingarnar og uppsker flotta, langa vöðva og mjög sterka kvið- og bakvöðva! Þetta eykur bæði styrk og þol,“ segir Gígja. Í fyrsta sinn um langt skeið býður World Class konum sem eru of þungar upp á lífsstíls- námskeið, Lífsstíll 20+. „Við höfum verið með átaksnámskeið kvenna en það er alltaf ein og ein kona í yfirvigt sem þarf mikla aðstoð við að ná kjörþyngd. Sú sem mun kenna á þessu námskeiði þekkir þetta vel af eigin reynslu. Hún hefur sjálf glímt við aukakílóin og náð góðum árangri við að koma sér í form.“ Spinning sívinsælt Spinning er alltaf vinsælt og til að koma til móts við þann mikla áhuga er búið að útbúa spinning-sali í World Class í Ögurhvarfi og Spöng. Nýtt spinning fit-námskeið byrjar 10. janúar. „Þannig gefst fólki kostur á að tryggja sér öruggt sæti á hjólinu. Farið verður í grunninn á spinning og fólk fær lyftingapró- gramm sem það getur gert 2-3 í viku,“ segir Gígja og lofar skemmtilegu námskeiði. En af hverju er spinning svona vinsælt? „Það er svo mikill kraftur og brennsla í spinning. Fólk svitnar almennilega og tekur vel á því og síð- an er spiluð fjölbreytt og skemmtileg tónlist. Svitinn er líka mikill í öðrum tímum, svo sem HotYoga og tabata-tímum. Tabata er svokölluð skorpuþjálfun þar sem gerðar eru æfingar í tuttugu sekúndur og hvílt í tíu sekúndur og það svo endurtekið átta sinnum. Þetta gefur mjög góðan árangur en skorpuþjálfun er talin ein sú árangursríkasta í líkamsþjálfun í dag.“ Opnir tímar þar sem kvið- og bakvöðvar eru í aðalhlutverki hafa verið mjög vel sóttir. „Þeir tímar eru gríðarlega árangursríkir. Þar er verið að styrkja miðju líkamans með bolta- og pilates-æfingum sem hafa jákvæð áhrif á líkamsstöðu og stoðkerfið, mjókka mittið og styrkja bakið,“ segir Gígja en þeir sem eiga kort í World Class hafa aðgang að öllum opn- um tímum stöðvanna. „Í tækjasölunum eru þjálfarar með mikla menntun og fjölbreytta reynslu til taks til að leiðbeina fólki og setja upp æfingaáætlun, því að kostnaðarlausu. Hjá okkur starfar líka fjöldi einkaþjálfara og næringarfræðinga sem gefa góð ráð varðandi mataræðið.“ Loks segir Gígja frá því að World Class sé með námskeið í samstarfi við Styrktarfélagið Ás, samtök fyrir þroskahamlaða. „Þau nám- skeið eru ótrúlega skemmtileg og ganga mjög vel. Það er svo gaman að æfa í World Class!“ -sis „Það fer eftir því hvort maður er að hugsa um fitubrennslu eða að byggja upp vöðvamassa,“ segir Kristján Jóns- son, einkaþjálfari hjá Sporthúsinu, en hann hefur tuttugu ára reynslu í faginu. „Árangursríkast er að gera úthaldsæf- ingar á fastandi maga, eins fljótt og hægt er eftir að maður vaknar. Þá er líkaminn í besta stuðinu til að brenna fitu vegna stöðunnar á hormónakerfi líkamans. Þá er lág staða á insúlíninu sem er hvati til fitubrennslu,“ segir hann og bætir við að gott sé að láta 30-60 mínútur líða frá því að æfingu er lokið og þar til morgun- verðurinn er borðaður. Sé markmiðið að byggja upp vöðva- massa er hins vegar best að gera æf- ingarnar á milli klukkan fjögur og sex seinnipartinn. „Það er vegna þess að þá eru flestir búnir að innbyrða þá orku sem þarf til að framkvæma þessar æfingar og minni líkur á að líkaminn noti eigin vöðvamassa sem orkugjafa. “ -sis Hlutfall hitaeininga Í einu grammi af fitu eru helmingi fleiri hitaeiningar en í einu grammi af kolvetnum eða einu grammi af próteini. Þess vegna þyngist maður meira af því að borða jafnmikið magn af fitu og kolvetnum eða próteini. Sé ætlunin að léttast ætti að gæta þess að hlutföll næringarefna í matnum skiptist rétt. Prótein ættu að vera um 20%, fita í mesta lagi um 30% og kolvetni um 50%. Þá er mikilvægt að borða minnst 30 grömm af trefjum daglega. Engar hitaeiningar eru í vatni.  World ClaSS spennandi nýjungar Sextíu námskeið að hefjast Kristján Jónsson, einkaþjálfari Gígja Þórðardóttir, deildarstjóri heilsuræktar hjá World Class. Ljósmynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.