Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 16
Ólafur Ragnar Grímsson forseti „Hann hefur áunnið sér traust sem hann hafði áður glatað. Góður árangur það.“ „Sterkur maður sem hefur sýnt að hann er traustsins verður.“ „Hann verður hvort eð er á for- setalaunum það sem hann á eftir ólifað. Nýtum hann því endilega sem lengst.“ „Það liggur fyrir að á svo viðsjár- verðum tímum slakra stjórnmála- manna verður að vera maður á Bessastöðum sem getur virkað sem öryggisrofi fyrir þjóðina.“ „Annars verður hann ekki til friðs.“ „Ólaf Ragnar Grímsson. Það er allt í rúst í pólitíkinni, bæði hjá stjórnarflokkunum og stjórnarand- stöðu. Við verðum þess vegna að treysta forsetanum til að hafa vit fyrir stjórnmálastéttinni. Það gerir ekki nýr maður/kona í embætti forseta.“ Næst viNælust Dorrit Moussaieff forsetafrú „Demantadúllan á Bessastöðum er miklu meira sameiningartákn þjóðarinnar en maðurinn hennar. Ræðurnar hennar yrðu örugg- lega ekki sami gasklefinn og hjá hennar ástkæra.“ „Ég tel mjög nauðsynlegt að finna forseta sem fylgir engum prótó- kollum. Fáir eru flinkari í því en einmitt Dorrit; vandinn er bara hvað hún er ritskoðuð af starfs- mönnum forsetaembættisins. Þeir ná yfirleitt að hylma yfir öll snið- ugu uppátækin hennar.“ „Því hún hefur verið í ágætis þjálf- un undanfarin ár og kann þetta. Þá virðist hún vera hlý og góð og nær vel til almennings með einlægri framkomu sinni. Ég held að þjóðin þurfi á slíkum forseta að halda næstu árin.“ Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur „Flott saga ef höfundur Ballsins á Bessastöðum endaði þar. Hún myndi alla vega slá upp balli – svo mikið er víst!“ „Ef ég mætti velja uppáhalds, uppáhalds? Gerður Kristný er svarið. Konan er klár, skemmtileg og hefur unnið ötullega að því að bæta ímynd Bessastaða með bók- unum sínum um prinsessuna og forsetann sem þráir að vera ýtu- stjóri. Hún átti auðvitað við ofurefli að etja í þessum ímyndarmálum, en ef hún fær sjálf að setjast í stól forseta eru möguleikarnir ótak- markaðir. Lifi Gerður Kristný og fósturjörð vor!“ „Gerður Kristný. Væri ekki snilld að fá aftur inn á Bessastaði flotta konu úr menningarlífinu? Og hver segir að forsetinn þurfi að vera aldursforseti? Hún hefur hjartað á réttum stað, kann vel á þjóðar- sálina og gæti veitt mömmulegar umvandanir og gagnrýni í bland við kraft og innblástur.“ Þórarinn Eldjárn rihöfundur „Óumdeildur maður sem gæti gert embættið aftur að sameiningar- tákni, hógvær og líttillátur og mun taka embættið fram yfir sjálfan sig. Fáir hafa betra vald á íslenskri tungu og ekki myndi skaða að for- seti landsins væri húmoristi.“ „Þórarinn Eldjárn væri fínn forseti. Hefur sterka genetíska tengingu og svo held ég að góður fyrripart- ur sé nú vel til þess fallinn að leysa flóknar milliríkjadeilur!“ „Erfitt val. Þeir menn og kon- ur sem ég treysti almennt vel til verka í stjórnmálum, vil ég helst að finni sér öflugri farveg fyrir sína hæfileika en þetta embætti. Helst einhvern listamann, þó engan sem er klikkaður. Ég segi Þórarinn Eldjárn.“ EiNNig NEfNd Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands „Hún á flekklausan feril, er ópóli- tísk og býr yfir þokka sem sæmir forseta Íslands.” „Ég tel að mestar líkur séu á að finna sigursælan mótframbjóð- anda gegn Ólafi Ragnari í mennta- og menningarlífi. Ég er í engum vafa um hvern ég myndi styðja: Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, hefur staðið sig vel á mjög erfiðum tímum í starfi sínu. Hún er menningarleg en kemur ekki úr röðum hinna talandi stétta, heldur vísindagrein. Kristín hefur líka reynslu af stjórnunarstarfi og pólitík því háskólapólitík er stund- um jafnvel illvígari en pólitíkin í leikhúsinu við Austurvöll. Hún er laus við að hafa tekið þátt í flokka- pólitík og kemur tandurhrein út úr útrásinni – öfugt við Ólaf Ragnar sem lét skrifa heila bók um sig og ástir útrásarvíkinga.“ Egill Helgason sjónvarpsmaður „Egill Helgason er rétti maður- inn. Hann er þjóðlegur mennta- maður eins og Kristján Eldjárn, kann frönsku eins og Vigdís og er heimsborgari eins og Ólafur Ragnar. Að auki hefur hann ríka réttlætiskennd og hefur gegnt lykilhlutverki í uppgjöri síðustu ára. Síðast en ekki síst hefur hann kímnigáfu.“ „Alþýðleg eftirhrunshetja en samt með kúltúrinn á hreinu. Talar allar heimsins tungur og hefur alþjóðleg sambönd, á góðan gest- gjafa í konu sinni og son sem lítur út eins og prins. Eini gallinn við Egil á Bessastaði er útgangurinn á honum. Karl Berndsen þyrfti að fylgja með í framboðspakkanum.“ Jón Gnarr borgarstjóri „Forsetaembættið hefur fáar skyld- ur sem skipta raunverulegu máli og myndi henta Jóni miklu betur en borgarstjórastóllinn. Ólafur Ragnar Grímsson er búinn að sýna að embættið snýst að mestu um að vera performer og það eru fáir jafn færir á því sviði og hinn margverð- launaði Jón Gnarr.“ „Jón Gnarr hefur staðið sig svo vel sem borgarstjóri að hann mætti al- veg spreyta sig á forsetaembættinu líka. Mér fyndist mjög hressandi að senda hann í „dragi“ til að hitta Englandsdrottningu eða sjá hann veita fálkaorðurnar í Star Wars- búningi.“ Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins „Diplómatískur miðju/hægri- maður með ágæta pólitíska innsýn og gæti mögulega leitt Evrópu- umræður þjóðarinnar upp á hærra plan.“ Björk Guðmundsdóttir söngkona „Af því að hún hefur bein í nefinu, stendur með Íslandi, er alþjóðleg og kemur óvenjulega fyrir sig orði.“ Aðrir: Anthony Karl Gregory athafnamaður „Er frekar líkur Barak Obama og svo væri gaman að fá loks- ins hörundsdökkan mann á Bessastaði. Yrði hann líka ekki sá fyrsti í Evrópu? Borðleggj- andi að mínu viti.” Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar „Klassakerling með alþýðlegu tötsi. Heillandi, hrífandi, skarp- greind og frekar óumdeild. Vigdís 2.0.” Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur „Glæsileg, mælsk og menn- ingarleg með hjartað á réttum stað. Jafn vel heima á hálend- inu og í hámenningu megin- landsins.” Bergþór Pálsson söngvari „Hann kemur vel fyrir, er vel máli farinn á nokkrum tungu- málum, siðprúður og jákvæð- ur.“ Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri „Flott kona. Frábær fangelsis- stjóri. Íslendingar eiga auðvelt með vinstrisinnuð sameining- artákn.“ Kristinn Sigmundsson óperusöngvari „Ég vil sjá Kristin Sigmunds- son á forsetastóli. Hann er virtur listamaður víða um lönd, gagnmenntaður á sviði lista og vísinda, talar fjölda tungumála, er djúpþenkjandi og réttsýnn en umfram allt er ekki hægt að hugsa sé hógværari og auð- mjúkari mann.“ 16 úttekt Helgin 7.-9. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.