Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 58
58 dægurmál Helgin 7.-9. janúar 2011  Plötuhorn Dr. Gunna theater Island  Sóley Sóley Stefánsdóttir er 23 ára. Hún stundar tónsmíðanám og er hljóm- borðsleikari í indie-band- inu Seabear. Hún er á allt öðrum slóðum á þessari fyrstu sex-laga plötu sinni, draumkennd og dulúðug. Dútlandi píanó- leikur einkennir músíkina en önnur hljóðfæri og aukahljóð, auk bjartrar raddar Sóleyjar, fylla upp í værukæran hljóðheiminn. Platan dregur upp gamla dökkbrúna stemningu og kemur ímyndunarafli hlustandans á flug. Hún lofar mjög góðu fyrir plötu í fullri lengd sem Sóley hefur boðað að komi á árinu. amma  Svavar Knútur Flestir skilja við hvað er átt með „cover-plötu“, en „tökuplata“ – hvað þá „kráku-plata“ – er ekki alveg að gera sig. Svavar Knútur leggur til orðin „voð“ og „voðaverk“, sem er sniðugt en veldur aug- ljósum ruglingi. Þetta er hans voðaverk fyrir ömmur sínar. Svavar er mjög fínn söngvari, eins og hann hefur áður sýnt, bæði sóló og með Hrauni. Hann er þægilegur og fer létt með að sýna einlægni og sterka nánd. Hér syngur hann gömul íslensk lög með ein- földu undirspili, oftast bara einum kassagítar. Þetta er einföld lítil hugmynd sem gengur upp á angurværri og nettri plötu. alpanon  Hjaltalín og Sinfóníuhlj. Íslands Terminal, besta íslenska platan árið 2009, sýndi að Hjaltalín er ein af albestu starfandi hljómsveitum landsins, leitandi band sem brýtur upp poppformið. Síðasta sumar hélt sveitin tónleika með Sinfóníu- hljómsveit Íslands og eru þeim gerð skil á þessari tvöföldu lúxusútgáfu (CD og DVD). Lög af tveimur hljóðversplötum eru hér í nýjum útsetningum, auk þriggja nýrra. Tónlist- inni, sem var ærið hlaðin og margflókin fyrir, er velt upp úr sinfónískum gúmmilaðihjúp og stundum finnst manni ofhleðslan tilgangslítil. Þetta var þó tilkomumikið „læf“, eins og sést á mynddiskinum. MIDI.IS MIÐASALA 527 2102 HELGARBLAÐ 70% Höfuðborgarbúa lesa Fréttatímann Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent. F yrst og fremst er það ótrúlega mikill heiður að fá að vinna með þessum hópi,“ segir Melkorka sem hlaut náð fyrir augum hins kröfuharða dans- höfundar Wim Vandekeybus sem stjórnar Ultima Vez í Brussel. „Flokkurinn hefur starfað í rúm tuttugu ár og er einn fremsti flokkurinn í samtímadansi í Evrópu í dag og Brussel er hálfgerð Mekka samtíma- dansins í Evrópu um þessar mundir. Þetta er því frábært tækifæri fyrir mig þar sem fjöldi fólks sækir um á hverju ári og hann tekur mjög fáa inn,“ segir Melkorka. Leiðir Melkorku og Wim Vandekeybus lágu saman þegar hún fór í inntökupróf fyrir kvikmynd sem hann var þá að undir- búa. „Ég komst inn og lék í myndinni sem byggði samt meira á leik en dansi. Myndin er tveir og hálfur klukkutími og er hluti af sviðsverki sem er á ferðalagi og verður sýnt í öllum helstu borgarleik- húsum í Evrópu.“ Til þess að fá hlutverkið í myndinni þreytti Melkorka inntökupróf hjá Vandekeybus. „Ætli þetta hafi ekki verið eitthvað á milli 700 og 800 manns sem þreyttu prófið og hann valdi örfáa. Ég held að það hafi bara verið ég og einn annar sem komumst í gegn.“ Þegar kvikmyndin var að baki fór Vandekeybus að huga að sínu næsta sviðsverki, Radical Wrong, og Melkorka verður einn fárra dansara í þeirri sýn- ingu. „Það eru bara sjö manns í sýning- unni. Tvær stelpur, ég og ein önnur, og fimm strákar en það er frekar óvenjulegt að strákarnir séu svona margir,“ segir Melkorka um sýninguna sem höfundur- inn hugsar ekki síst fyrir unglinga. Melkorka útskrifaðist af klassískri braut Listdansskóla Íslands árið 2006 og hefur verið við nám undanfarin fjögur ár í Amsterdam og Brussel. Hún er meðlimur í Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunni sem hefur starfað frá 2005 og sýnir þessa dagana verkið Kandíland í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. „Það er svolítið mér að kenna að hlé verður á sýningum á verkinu núna vegna þess að ég er að fara út. Við þurftum að þjappa sýningaplaninu saman og sýnum síðustu sýninguna í bili á laugardaginn,“ segir Melkorka sem segist með ráðningunni hjá belgíska flokknum fara frá því að vera fátækur námsmaður í að verða fátækur listamaður.  melkorka maGnúsDóttIr Fékk eFtIrsótt starF hjá ultIma Vez Ætli þetta hafi ekki verið eitt- hvað á milli 700 og 800 manns sem þreyttu prófið og hann valdi örfáa. Fátækur námsmaður verð- ur fátækur listamaður Dansarinn og danshöfundurinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir heldur af landi brott á sunnudag og hefur störf með belgíska dansflokknum Ultima Vez á mánudaginn. Með þessu tekur hún stórt skref fyrir dansara þar sem miklu færri komast að í Ultima Vez en vilja. Melkorka er ráðin til ársins 2012 hjá Ultima Vez en ætlar að koma heim inn á milli í hléum og taka þátt í verkefnum hér. „Það er alltaf gaman að geta flutt hingað vitneskju og þekkingu sem maður aflar sér úti í heimi.“ Ljósmynd Hari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.