Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 10
Rannsóknaþjónusta
NÁMSKEIÐ Í GERÐ LEONARDO UMSÓKNA UM
MANNASKIPTA- OG SAMSTARFSVERKEFNI
Verður haldið þriðjudaginn 11. janúar kl. 13 – 15 í Tæknigarði, Dunhaga 5
Veittir eru styrkir til mannaskipta- og samstarfsverkefna í starfsmenntun.
Næstu umsóknarfrestir Leonardo verkefna eru:
Mannaskiptaverkefni 4. febrúar 2011
Samstarfsverkefni 21. febrúar 2011
Dæmi um verkefni:
að senda starfsmann, nemanda eða leiðbeinanda erlendis í starfsþjálfun eða endurmenntun
að nemendur í starfsnámi taki hluta starfsþjálfunar í öðru Evrópulandi
samstarfsverkefni við aðrar evrópskar sambærilegar stofnanir um þróun í starfsmenntun
samstarf um þróun nýrra kennsluhátta eða aðferða við mat í starfsmenntun
Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Skráning fer fram í síma 525 4900
eða með tölvupósti á lme@hi.is
Hægt er að óska eftir aðgengi að námskeiðinu í gegnum fjarfundabúnað símenntunarstöðva á landsbyggðinni.
Nánari upplýsingar um áætlunina og forgangsatriði næsta umsóknarfrests er að finna á www.leonardo.is
og heimasíðu Menntaáætlunar ESB www.lme.is
LANDSKRIFSTOFA MENNTAÁÆTLUNAR ESB | www.lme.is
Leonardo: Dunhaga 5 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4900
STYRKIR TIL STARFSMENNTUNAR
Í EVRÓPU
LEONARDO
STARFSMENNTUN
V ið erum ekki með neina frekju heldur einfaldlega að reyna að finna út úr því
hvernig við fáum það sem okkur
ber samkvæmt lögum,“ segir Lúð-
vík Arnarson, varaformaður knatt-
spyrnudeildar FH, spurður um til-
raunir félagsins til að fá hluta af
sölunni á Gylfa Þór Sigurðssyni
frá Reading til Hoffenheim í sept-
ember. „Það eru allir sammála um
að við eigum rétt á greiðslu en það
virðist hins vegar vera óljóst hversu
há sú greiðsla er,“ segir Lúðvík.
Gylfi Þór var fyrstu ár knatt-
spyrnuferilsins hjá FH en gekk til
FH leitar nú leiða til að fá sinn hluta af kaupverðinu á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni
sem seldur var til Hoffenheim frá Reading fyrir rúman milljarð í september.
Málið gæti endað hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu.
FH-ingar vilja sinn hlut
í milljarðssölu á Gylfa
Fótbolti UppeldisbætUr
Gríðarlega mikilvægt
Það er engum blöðum um það að fletta hversu mikilvægt það er fyrir FH-inga að fá
hagstæða niðurstöðu í þessu máli með söluverðið á Gylfa. Ef félagið á rétt á 30% af
hlut Breiðabliks þá eru það 27 milljónir. Slík upphæð vegur þungt í rekstri knattspyrnu-
deildarinnar.
liðs við Breiðablik í febrúar 2003, þá þrettán
ára. Hann hélt síðan til Englands haustið
2005 til Reading þaðan sem hann var seldur
til þýska liðsins Hoffenheim. Í reglum KSÍ
kemur skýrt fram að uppeldis-
bætur skuli vera greiddar
frá 12 til 21 árs aldurs.
Það má því ljóst vera
að FH á rétt á upp-
eldisbótum en
að sögn Lúð-
v í k s e r
ekki held-
ur skýr t
hvaða
félag
FH á að
rukka.
„Eig-
um v ið
að rukka
Breiðablik
eða Reading?
Við vitum það
ekk i ,“ seg ir
hann.
Greint hefur
verið frá því í fjöl-
miðlum að Breiða-
blik haf i fengið
níutíu milljónir í
sinn hlut fyrir sölu
Reading á Gylfa til
Hoffenheim. Lúð-
vík segir að ekki sé
á hreinu hvort hlut-
ur FH-inga sé 30%
af þeirri upphæð eða
eitthvað minna.
„Eins og málin líta
nú út vitum við ekki
hver fer með lögsögu
í þessu máli. Er það
Knattspyrnusam-
band Íslands, enska
knattspyrnusam-
bandið eða Alþjóða
knattspyrnusamband-
ið? Við vitum það ekki en það er alveg ljóst
að það er mjög dýrt að fara með svona mál
inn á borð Alþjóða knattspyrnusambandsins,“
segir Lúðvík og bætir við að málið sé í farvegi
og það muni skýrast á næstu tveimur eða
þremur vikum.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Aldrei gengið
betur hjá Bónus
Nýliðinn desembermánuður var einn
sá besti í sögu Bónuss. Finnur Árnason,
forstjóri Haga, segir í samtali við Frétta-
tímann að mánuðurinn sé einn sá besti
frá upphafi og komi ekki á óvart því Bónus
hafi verið að styrkja sig á undanförnum
misserum. „Við finnum fyrir því að þegar
fólk hefur minna á milli handanna þá sækir
það þangað sem verðið er lægst. Og það
hefur getað treyst því að verðið er lægst í
Bónus,“ segir Finnur. -óhþ
Heimaþjónusta við nýfædd börn
fyrstu vikuna í lífi þeirra verður,
eins og verið hefur, í höndum ljós-
mæðra næsta hálfa árið. Sjúkra-
tryggingar Íslands framlengdu
samninginn við þær en heilbrigð-
isráðuneytið hefur í athugun að
færa þjónustuna af forræði þeirra
til heilsugæslustöðva.
„Þetta er eins góður díll og ríkið
getur fengið,“ segir Guðlaug Ein-
arsdóttir, formaður Félags ljós-
mæðra. „Við allt að því grátbáðum
ráðuneytið að kasta ekki til höndunum við ákvarðanir um þessa þjón-
ustu því að þetta er hrein og klár öryggisþjónusta. Að breyta henni í
flýti er stórhættulegt.“
Ráðuneytið gerir ekki ráð fyrir sparnaði við breytingarnar heldur
vill með þeim ná ákveðinni samfellu í starfið, samkvæmt fyrri fréttum
Fréttatímans. - gag
Ljósmæður kíkja á krílin heima í bili
Lítill hnoðri skoðaður heima á fyrstu
dögum lífs síns. Ljósmynd/Hari
seðlabankinn stUðlað að aUknUm stöðUgleika
Dregið úr gjaldeyrismisvægi fjármálastofnana
Frá falli viðskiptabankanna í október
2008 hefur misvægi milli erlendra eigna
og skulda í efnahagsreikningum ýmissa
innlendra fjármálafyrirtækja verið langt
umfram æskileg mörk, segir í tilkynn-
ingu Seðlabanka Íslands. „Þetta mis-
vægi eykur áhættu í rekstri fjármála-
fyrirtækja og kallar á eiginfjárbindingu.
Líkt og seðlabankastjóri greindi frá í
ræðu sinni á ársfundi Seðlabanka Ís-
lands í mars sl. hefur bankinn leitað
leiða til að draga úr ofangreindum vanda
með það að markmiði að koma fjármála-
kerfinu í betra jafnvægi á nýjan leik og
stuðla þannig að fjármálastöðugleika,”
segir enn fremur.
Seðlabankinn bauð fjármálafyrir-
tækjum til viðræðna um samninga með
það að markmiði að gjaldeyrismisvægi
vegna hreinnar eignar í erlendum gjald-
miðlum sem skila tekjum í erlendri
mynt verði ekki meira en sem nemur
15 prósentum af eiginfé þeirra, segir
og í tilkynningu bankans. „Undir lok
ársins átti Seðlabankinn gjaldeyrisvið-
skipti vegna þessa. Annars vegar keypti
bankinn gjaldeyri sem nam um 24,6
milljörðum króna (jafnvirði 160 millj-
óna evra). Hins vegar samdi hann um
framvirk viðskipti sem námu um 47,9
milljörðum króna (jafnvirði 312 milljóna
evra). Í heild munu þessi viðskipti auka
gjaldeyrisforða Seðlabankans á samn-
ingstímanum um 72,5 milljarða króna
(jafnvirði 472 milljóna evra).
Ofangreindar aðgerðir stuðla að aukn-
um stöðugleika fjármálakerfisins, auka
gjaldeyrisforða Seðlabankans og þann
hluta hans sem ekki er fenginn að láni
erlendis frá. Að meðtöldum reglulegum
vikulegum kaupum á gjaldeyri sem hóf-
ust undir lok ágúst keypti Seðlabanki
Íslands gjaldeyri á millibankamarkaði á
árinu sem nam um 30 milljörðum króna
en þar telst ekki með sá gjaldeyrir sem
fjármálafyrirtæki munu afhenda Seðla-
bankanum með framvirkum viðskiptum
á komandi árum,“ segir Seðlabankinn.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
10 fréttir Helgin 7.-9. janúar 2011