Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 60
60 dægurmál Helgin 7.-9. janúar 2011
loksins
komin aftur
Áður en ég dey er áhrifamikil
og heillandi saga sem hefur notið
fádæma vinsælda víða um heim.
„Snilldarbók um lífið og dauðann …
Þessi bók er afar sterk, vel skrifuð
og ógleymanleg, bara frábær.“
GH / V ik a n
„Ef þig langar í virkilega góða sögu
þá lestu þessa bók, hún lætur engan
ósnortinn.“
kÓS / E y mu n dS Son
kilja
www.forlagid.is
G uðný Helgadóttir lætur aldurinn ekki stöðva sig, enda í fantagóðu formi. Hún er sjötíu og tveggja ára og kennir fólki á
öllum aldri Tai Chi. „Ég er búin að kenna Tai Chi
í meira en tíu ár; fyrst í Kramhúsinu og núna á
morgnana í Hæðargarði þar sem ég kenni einnig
leikfimi. Hæðargarður er félagsþjónustumiðstöð
fyrir Háaleitishverfi og er opin öllum aldurs-
hópum. Þar hef ég kennt leikfimi í 13 ár og nota
Tai Chi-æfingar í bland, með skemmtilegum og
góðum árangri,” segir Guðný.
Til eru mörg Tai Chi-kerfi. Það sem Guðný
notar er kennt við við Chen-fjölskylduna og kall-
ast Chen Style. „Ég legg aðaláherslu á að kenna
rétta líkamsbeitingu og að jarðtengja, eða með
öðrum orðum að læra að „standa almennilega
í lappirnar“. Síðan kemur allt hitt, sem er til
dæmis samhæfing, jafnvægi, sem og að styrkja
stoðkerfið og orkuflæðið. Tai Chi er að mínu mati
frábær líkamsrækt og ekki skemmir fyrir að það
er líka huglæg leikfimi. Maður sameinar hug og
líkama í eitt flæði, ef svo má segja. Í Tai Chi er
verið að leita eftir jafnvægi á milli jin og jang,”
segir Guðný. Allar hreyfingar eru gerðar í slökun
og með mikilli mýkt. „En á sama tíma er verið að
nota styrk og orku. Þegar Guðný er spurð hvort
hún sé ekki í betra formi en margir mun yngri
brosir hún og segir: „Ég er betur á mig komin
en ef ég væri ekki í Tai Chi. Þetta heldur mér við
efnið.“ -sis
V ið kokkarnir, sem erum að koma inn með þeim Óla og Andra, höf-um lengi aðhyllst þessa nýnor-
rænu matargerð, segir kokkurinn Ólafur
Ágústsson. „Við erum báðir búnir að vera
á Vox og þar er höfð í heiðri þessi sama
stefna sem gengur í raun út á það að nýta
það hráefni sem okkur býðst hér heima.
Að vera ekki að leita langt yfir skammt.
Og þá erum við að tala um alla leið og
við notum eingöngu krydd úr íslenskri
náttúru og frá Skandinavíu. Við notum
til dæmis ekkert vín í matargerðina sjálfa
og helst engan pipar. Ekki nema bara rétt
á kjötið.“
Upphafsmaður þessarar matreiðslu-
hefðar, ef svo má segja, er René Redzepi,
eigandi veitingastaðarins Noma í Kaup-
mannahöfn. „Noma var valinn besti veit-
ingastaður í heimi á síðasta ári og það
sem við ætlum okkur að gera hér er smá
skírskotun í það sem hefur verið gert þar
en við gerum þetta algerlega eftir eigin
höfði.“
Ólafur segir þessa eldamennsku ekki
síst höfða sterkt til erlendra ferðamanna.
„Þetta er kannski nokkurn veginn ná-
kvæmlega það sem útlendingurinn vill
og er að leita að. Ég er í það minnsta þeirr-
ar trúar að það sé enginn tilgangur með
því að koma til Íslands og borða svo bara
alltaf asískan mat. Fólk hlýtur að koma
til Íslands til þess að smakka það sem við
erum að gera og það sem við eigum.“
Ólafur og Jóhannes fengu félaga sinn
úr íslenska kokkalandsliðinu, Stein Óskar
Sigurðsson, í lið með sér þannig að óhætt
er að tala um að eitthvað verði um meist-
aratakta í eldhúsi Sjávarkjallarans.
Félagar kokkanna á Sjávarkjallaranum,
Óli og Andri, hafa rekið Vegamót í tæp
sex ár og ákváðu að slá til með kokkunum
sem vildu opna sinn eigin stað til þess að
geta haft algerlega frjálsar hendur í eld-
húsinu.
„Við gerum miklar breytingar á mat-
seðlinum,“ segir Óli Már Ólason á Vega-
mótum. „Við breytum staðnum líka aðeins
þannig að það má segja að hann sé að fá
smá andlitslyftingu.“
sjáVarkjallarinn nýjar áherslur með nýjum mönnum Guðný helGadóttir kennir tai Chi
Þessi stefna
gengur í raun
út á það að
nýta það hrá-
efni sem okkur
býðst hér
heima.
Landsliðskokkar í Kjallarann
Meistarakokkarnir Ólafur Ágústsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson hafa eignast veitinga-
staðinn Sjávarkjallarann í félagi við þá Óla Má Ólason og Andra Björnsson, eigendur Vegamóta.
Nýir eigendur Sjávarkjallarans hafa tekið matseðilinn í gegn og leggja áherslu á nýnorræna matargerð.
Styrkur og slökun
Guðný Helgadóttir
Ég legg aðaláherslu
á að kenna rétta
líkamsbeitingu og að
jarðtengja, eða með
öðrum orðum að læra
að „standa almenni-
lega í lappirnar“.
Lady
GaGa
tanaði
yfir sig
s öngdívan Lady GaGa er þekkt fyrir að binda ekki bagga sína
sömu hnútum og samferða-
menn hennar þegar kemur
að stíl og klæðnaði. Hún
hefur öðlast frægð fyrir
djarfan klæðnað og sérstak-
an stíl. Það tók þó sennilega
út yfir allan þjófabálk á
miðvikudaginn þegar hún
tróð upp í The Oak Room í
New York. Eitthvað hefur
stúlkukindin farið óvarlega
með brúnkubrúsann því
hún mætti á svæðið hvít í
andliti en appelsínugul á
líkamann. Þótt hún kalli
ekki allt ömmu sína efuðust
þeir sem til þekkja um að
hún hefði ætlað sér að líta
svona út. Útlitið var síðan
toppað með leðurdressi (ef
leðurdress skyldi kalla) því
það rétt náði að hylja það
allra heilagasta.
Lady GaGa alveg gaga.