Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 52
52 bíó Helgin 7.-9. janúar 2011 G rímuklæddi glæpamanna-hrellirinn The Green Hornet ríður á vaðið í janúar. Kapp- inn kom fyrst fram í útvarpsþáttum í kringum 1930 og hefur því verið lengi að. Sköpunarsaga hetjunnar er ansi kunnugleg en á bak við grím- una leynist glaumgosinn Brit Reid. Hann er erfingi fjölmiðlaveldis sem hefur lítinn áhuga á að feta í fót- spor föður síns en þegar sá gamli er myrtur setur hann upp grímu og fer að berja á glæpamönnum. Seth Rogen leikur hetjuna, dyggilega studdur fínu fólki eins og Cameron Diaz og Christoph Waltz (Inglorio- us Basterds) sem leikur erkióvininn. Michel Gondry (Eternal Sunshine of the Spotless Mind) leikstýrir. Lætin byrja síðan fyrir alvöru í vor þegar þrumuguðinn Þór mæt- ir með Mjölni á lofti. Þór er í hópi Avenger-gengis Marvel ásamt Iron Man, Captain America og fleirum og gæti því látið meira að sér kveða í bíó á næstu árum. Sá mikli Shake- speare-aðdáandi Kenneth Bra- nagh leikstýrir myndinni, sem skartar Natalie Portman og Ant- hony Hopkins í hlutverki Óðins, en Þór keppir við Loka um hylli al- föðurins. Marvel heldur svo áfram með X- Men: First Class, forleik að X-Men, þar sem sagt er frá samstarfi Charl- es Xavier og Magneto og hvernig fylgjendur þeirra klofna í tvær and- stæðar fylkingar. James McAvoy leikur prófessor Xavier og Michael Fassbender (Inglorious Basterds) leikur Magneto. Þar sem hér er farið langt aftur í tíma frá þeim X-Men- myndum sem þegar eru komnar er enginn Wolverine á ferðinni en fjörið ætti þó ekki að skorta. Ryan Reynolds skýtur upp koll- inum í sumar í hlutverki tilrauna- flugmanns sem þiggur magnaðan hring að gjöf frá deyjandi geimveru og verður þar með Green Lantern og meðlimur í alheimsgeimlögreglu með hringinn góða að vopni. Hinn frábæri skúrkaleikari Mark Strong (Robin Hood, Kick-Ass, Sherlock Holmes) leikur höfuðóvininn og sá trausti leikstjóri Martin Campbell (Edge of Darkness, Casino Royale, The Mask of Zorro) heldur utan um allt saman. Captain America er önnur Mar- vel-hetja sem lætur að sér kveða í sumar í Captain America: The First Avenger. Captain America er frá- brugðin öðrum Marvel-myndum að því leyti að hún á sér stað í seinni heimsstyrjöldinni. Þar segir frá Steve Rogers sem er massaður upp í ofurhermann í þeim tilgangi að berja á nasistum og það gerir hann með stæl í búningi í fánalitunum, vopnaður ansi hreint flottum skildi sem er eitt helsta einkennismerki hetjunnar. Hópur góðra manna læt- ur til sín taka í myndinni og nægir þar að nefna Tommy Lee Jones og Stanley Tucci, auk þess sem Samuel L. Jackson kemur við sögu sem Nick Fury en hann birtist síðast í sama hlutverki í Iron Man. Þá leikur Hugo Weaving aðaland- stæðing Kafteinsins, sjálfan Red Skull. Jon Favreau hefur gert það gott með tveimur myndum um Iron Man og heldur sig við myndasög- urnar þótt ofurhetjur séu fjarri góðu gamni í Cowboys & Aliens. Þar takast laganna verðir, kúrekar og indíánar á við innrásarlið utan úr geimnum sem ræðst til atlögu árið 1873. Harðjaxlarnir Daniel Craig og Harrison Ford í helstu hlut- verkum. Ekki er á neina ofangreinda kempu hallað þótt veðjað sé á að blaðamaðurinn ráðagóði og ævin- týragjarni, Tinni, steli senunni þeg- ar myndasögubíó er annars vegar á þessu ári. Steven Spielberg leik- stýrir fyrstu myndinni af þremur sem byggjast á ævintýrum Tinna og óhætt er að segja að Spielberg velji sér fína bók til að kvikmynda en hann ríður á vaðið með Leyndar- dómum einhyrningsins sem býður upp á hressilega fjársjóðsleit á hafi úti. Peter Jackson (The Lord of the Rings) framleiðir myndina sem verður í þrívídd. Jamie Bell leik- ur Tinna en Andy Serkis, sem lék Gollum í The Lord of the Rings, fer með hlutverk hins ómissandi félaga Tinna, Kolbeins kafteins. Tinni býr yfir þeim galdri að geta sameinað kynslóðir og eitthvað mikið þarf að fara úrskeiðis hjá Spielberg ef hér verður ekki á ferðinni fjölskyldu- mynd sumarsins. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó  bíóárið 2011 Stíft Sótt í myndaSöGurnar Alls konar ofurhetjur og Tinni  bíódómur Klovn-the movie  Þór með hamarinn góða þarf að þola vélar hins lævísa Loka þegar þeir keppa um athygli Óðins. Ofurhetjur sem rekja rætur sínar til myndasagna hafa verið frekar til fjörsins í bíó undanfarin ár og nægir í því sambandi að nefna Spiderman, Batman, The Hulk og Iron Man. Ekkert lát verður á ásókn þeirra á hvíta tjaldið árið 2011 þar sem meðal annarra nokkrar Marvel-hetjur láta sjá sig, að ógleymdum stjörnublaðamanninum Tinna. Þ eir sem hafa kynnst dönsku bjánunum Frank og Casper í sjónvarpsþáttunum Klovn vita nákvæmlega að hverju þeir ganga í bíómyndinni um þá félaga. Þetta er bara stærri skammtur, grófari og þar af leiðandi á köflum fyndnari. Myndin er þó nokkuð veikari en bestu Klovn- þættirnir en inn á milli taka þeir fé- lagar algerlega óborganlega spretti þar sem maður tárast bókstaflega af hlátri. Frank og Jesper eru eitthvað svo dásamlega ósmekklegir, fallega sjúkir og svo skemmtilega á skjön við borg- aralega rétthugsun og í myndinni leggja þeir í krossferð á kanó niður Guden-ána á Austur-Jótlandi gegn öllu því sem getur talist gott og heil- brigt. Casper ætlar sér að gera þetta að allsherjar kynsvallsferð með við- komu á besta hóruhúsi í heimi, auk þess sem til stendur að reykja feita jónu og fleira skemmtilegt. Frank setur hins vegar stórt og leiðinlegt strik í reikninginn þegar hann hálf- partinn rænir 13 ára frænda Miu og kippir honum með í þeim tilgangi að sýna og sanna að hann sé verðugur faðir ófædds barns þeirra. Uppákomurnar sem fylgja í kjölfar- ið eru hver annarri vandræðalegri og þeir sem þjást yfir heimsku og klaufa- skap Franks í mannlegum samskipt- um í einum Klovn-þætti þurfa held- ur betur að bíta á jaxlinn til þess að komast í gegnum myndina án þess að fá í magann, standa upp og reyta hár sitt. Þessi mynd er bootcamp-æfing í meðvirkni með öllum þeim hrolli og angist sem slíku fylgir. En hún er líka óbærilega fyndin þegar best lætur og líklega þarf að leita allt aftur til Borat til að finna viðlíka hláturgrátköst og Frank og Casper framkalla þegar þeir ganga lengst. Þeir félagar nýta sér það út í ystu æsar að vera lausir undan þeim hömlum sem sjónvarpið setur þeim óhjákvæmilega og leyfa sér að vera svo sjúkir að þegar maður gengur út úr bíóinu er manni enn hlátur í huga þótt manni finnist maður líka vera svolítið óhreinn fyrir að hafa hlegið að vitleysunni. Þórarinn Þórarinsson Skemmtilega sjúklega sjúkt Frank tekst eina ferðina enn að gera allt vitlaust. Naglinn goðsagnakenndi Clint Eastwood er síður en svo af baki dott- inn þótt hann sé orðinn áttræður. Árið 2008 sendi hann frá sér tvær myndir; Gran Torino, sem hefði getað verið ágætis svanasöngur, og The Changeling. Árið 2009 gerði hann Invictus með þeim Matt Damon og Morgan Freeman í aðalhlutverkum og nú er hann mættur aftur með Damon í Hereafter. Hér segir Eastwood sögur þriggja einstaklinga sem fléttast saman vegna ólíkra tengsla þeirra við handanheima. Damon leikur ósköp venjulegan ná- unga sem reynir að lifa með þeirri náðargáfu sinni eða bölvun að geta haft samband við framliðna. Inn í líf hans rata svo frönsk sjónvarpsfréttakona, Eastwood og líf eftir dauðann Fallegt fólk á flótta Það hlaut að koma að því að fallegasta fólk í heimi, Angelina Jolie og Johnny Depp, deildu saman hvíta tjaldinu og nú er komið að því í The Tourist. Angelina leikur unnustu eftirlýsts flóttamanns og velur grunlausan bandarískan ferðamann, sem Depp leikur, sem tálbeitu til að blekkja þá sem eru á eftir kærastanum. Angelina hengir sig á Depp í lest á leið til Vínar með það fyrir augum að láta líta út sem þar sé á ferð heitmaður hennar með nýtt andlit. Depp er því fyrirvaralaust bæði orðinn skotmark morðingja og hundeltur af yfirvöldum. Aðrir miðlar: Imdb 6,0/10, Rotten Tomatoes 21%, Metacritic 37/100. Grínað með Gúlliver Grínboltinn Jack Black bregður sér í hlutverk Gúllivers í Gulliver’s Travels, nú- tímalegri gamanútfærslu á hinni sígildu sögu Jonathans Swift um manninn sem varð risi þegar hann villtist til Puta- lands þar sem innfæddir eru á stærð við litlafingur venjulegrar manneskju. Hér segir af ferðum Lemuels Gulliver sem fær tækifæri til að skrifa ferðahandbók og er sendur til Bermúda. Skútan hans lendir í fárviðri og hann kemst því ekki á leiðarenda heldur skolar honum á land á eyjunni Liliput þar sem hann er upp á náð og miskunn örsmárra eyjarskeggja kominn. Aðrir miðlar: Imdb 4,5/10, Rotten Tomatoes 22%. sem endurmetur líf sitt eftir að hún lifir af náttúruhamfarir, og ungur breskur drengur, sem missir tvíburabróður sinn í bíl- slysi, en tengslin milli þeirra eru svo sterk að dauðinn virðist ekki geta rofið þau að fullu. Aðrir miðlar: Imdb 7,5/10, Rotten Tomatoes 48% , Metacritic 56/100. Matt Damon leikur George Lonegan sem er í sambandi við látið fólk. Hinn kjaftfori og drykkfelldi Kolbeinn kafteinn lætur sig ekki vanta þegar Steven Spielberg sendir Tinna í leit að fjársjóði Rögnvaldar rauða í sumar. Hefur barnið þitt brennandi áhuga á hestum? En vantar hestinn? Hestur í fóstur er reiðklúbbur fyrir börn sem hittist einu sinni í viku með leiðbeinendum. Mikil áhersla er lögð á að börnin læri hvað felst í því að eiga hest og að hverju þurfi að huga í umhirðu hesta. Byrjendanámskeið hefst laugardaginn 8 jan! Reiðklúbbar Íshesta í vetur Við erum að byrja aftur með hinn geysivinsæla reiðklúbb Íshesta sem verður á sunnudögum frá kl. 11-14:00. Leiðbeinandi verður Svandís Dóra Einarsdóttir leikkona, sem er vinsæll fararstjóri í sumarferðum Íshesta. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja njóta hestamennskunnar en hafa ekki tíma til að eiga hesta sjálfir. Nánari upplýsingar; Íshestar-Sörlaskeið 26-220 Hafnarfjörður S: 555-7000. info@ishestar.is - www.ishestar.is Reiðklúbbur fullorðinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.