Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 24
eftir áramót. Það var fjarri mér, en svo bauðst mér skyndilega starf við ferðamannaiðnað á Ítalíu og er að fara þangað eftir hálfan mánuð! Þannig að ég er mjög spennt fyrir framtíðinni. Ég á líka von á því að kynnast verðandi manninum mín- um fljótlega – en hann er íslensk- ur, að sögn Láru, og hún sagði að ég myndi eignast þrjú börn. Tveir bræður mínir eru búsettir í út- löndum og hún sagði alveg rétt frá þeirra háttum. Fyrir tveimur árum lést frændi minn sem mér þótti mjög vænt um og hún sagði að hann væri hjá okkur og lýsti honum algjörlega rétt. Hann hafði sérstaka „kæki“ sem hún lýsti nákvæmlega og sagði margt sem enginn gæti vitað um hann nema hafa þekkt hann í lifanda lífi – eða verið góður miðill eins og Lára Halla er. Ég hef líka farið til Ólafar, en einhvern veginn fannst mér Lára Halla ná manneskjunni mér betur en Ólöf náði ytri aðstæð- um mínum einstaklega vel. Lára Halla las mig alveg en mér finnst Lára Halla og Ólöf jafn góðir miðlar, hvor á sinn hátt. Í rauninni get ég ekki gert upp á milli þeirra.“ Lagaðu ljósið! Margt skondið getur komið upp á miðilsfundum. Ung kona fór til Láru Höllu til að grennslast fyrir um hvort einhverjir af framliðnum ættingjum hennar fylgdu henni og fékk þau skilaboð að amma hennar, látin, væri mætt: „Hún segir þér að gjöra svo vel að laga ljósið í ganginum hjá þér, það flökti alltof mikið og það sé of dimmt þar. „Það fer í taugarnar á mér,“ segir amma þín!“ Lára nefndi margt sem passar alveg við líf mitt, hún lýsti heimili mínu eins og hún væri inni á því og öllu í kringum mig. Lýsingin á ömmu var óborg- anleg, alveg magnað hvernig hún lýsti hverju smáatriði. Eiginlega það fyrsta sem hún sagði þegar ég settist inn til hennar var að ég væri bogmaður og lýsti mér 100% rétt og tilfinningum mínum. Þetta var eiginlega hlægilega rétt, enda bæði sér og heyrir Lára. Vinkona mín fór til hennar síðar og Lára sagði henni að afi hennar væri kominn og hefði áhyggjur af því að hún léti ekki at- huga aukahljóð sem væri í bílnum hennar. Vinkonan fór beint á verk- stæði og þar kom í ljós að ef hún hefði ekki komið á þeim tíma hefði getað farið illa.“ Guðrún Pálsdóttir Guðrúnu Pálsdóttur nefndu margir sem einn af fremstu miðlum lands- ins. Hún er sögð skörp og koma skilaboðum á framfæri á skilmerki- legan hátt. Þannig sagði hún konu í Reykjavík frá því að skilnaður væri í vændum, en slíkt segja miðlar víst vanalega ekki. „Hún var hálf vandræðaleg og sagði að afi minn eða langafi héldi á bakka sem væri í laginu eins og Vestmannaeyjar og Heimaklettur stæði upp úr. Hún gat engan veginn vitað að ég á ættir að rekja til Eyja. „Hann er að rétta mér pappíra og þetta eru skilnaðarpappírar,“ sagði Guðrún. „Tveimur árum síðar skild- um við hjónin, en það var alls ekki inni í myndinni á þeim tíma sem ég fór til Guðrúnar. Hún sagði að ég myndi hitta aftur æskuvin minn, sem einnig væri fráskilinn, og eitt af því fyrsta sem hann myndi segja við mig væri að hann væri „einnar konu maður“. Þetta hefur allt kom- ið fram – og líka setningin „einnar konu maður“.“ Skipt um starfsumhverfi Miðlum ber saman um að karlmenn séu í miklum minnihluta þeirra sem til þeirra leita. Einhverra hluta vegna er erfitt að fá karlmann til að viðurkenna að hann leiti til miðla, en einum náði ég tali af sem sagðist fara til miðla með reglulegu milli- bili: „Ástæða þess að ég fór fyrst til miðils fyrir mörgum árum var sú að mér var farið að líða virkilega illa á vinnustað mínum. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að unnið væri gegn mér að tjaldabaki. Ég fór til Skúla Lórenzsonar sem lýsti nákvæm- lega hvað væri að gerast í kringum mig og sagði mér að á tilteknum tíma myndi ég sjá auglýst starf sem myndi henta mér og ég skyldi ekki Lúxus-íspinnar 3 x 120ml 298 kr. Vanillu ís-stangir 12 x 60ml 398 kr. Vanillu ístoppar 8 x 120ml 498 kr. Góður ís á frábæru verði í Bónus BÝÐUR BETUR Lára Halla las mig alveg en mér finnst Lára Halla og Ólöf jafn góðir miðlar, hvor á sinn hátt. Í rauninni get ég ekki gert upp á milli þeirra. Ummerki eftir miðilsfund hjá Indriða Indriðasyni miðli. Myndina tók Magnús Ólafsson á árunum milli 1905 og 1909. Lj ós m yn d/ Lj ós m yn da sa fn R ey kj av ík ur /M ag nú s Ó la fs so n Helgin 7.-9. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.