Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 37
Lokuðust göngin? „Fæðingamet á Akranesi“ Aldrei fyrr í nær 60 ára sögu sjúkra- húsþjónustu á Akranesi hafa fæðingar verið jafnmargar og á nýliðnu ári en 359 börn fæddust á fæðingardeild stofnunarinnar. Fæðingum fjölgaði um ríflega 30 prósent frá árinu 2009 en þá komu í heiminn 273 börn sem líka var metfjöldi. Annar talar, hinn malar „Steingrímur með forystu eftir fyrstu lotu“ Margfaldur ræðukóngur Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra, talaði mest allra á haustþinginu sem hófst 1. október síðastliðinn. Sá sem styst hefur talað er Atli Gíslason, þingmaður VG [í órólegu kattadeildinni]. Hann hefur talað þrisvar, samtals í fimm mínútur. Loksins tekið á því sem máli skiptir „Jón Gnarr fundar um ísbjörn“ Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, mun funda með stjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, samkvæmt upp- lýsingum frá ráðhúsinu. Samkvæmt dagbók borgarstjórans á Facebook verður þetta fyrsti fundurinn þar sem rætt verður um að fá ísbjörn í garðinn, líkt og Besti flokkurinn lofaði fyrir borgarstjórnarkosningar, vorið 2010. Á misjöfnu þrífast börnin best „Leikskólabörn í skipulögðum heimsóknum í Funa“ Leikskólabörn á norðanverðum Vest- fjörðum fóru reglulega í heimsóknir í sorpbrennslustöðina Funa þrátt fyrir að vitað væri að stöðin uppfyllti ekki starfsleyfi sitt og að mengun væri yfir mörkum þess sem talið væri eðlilegt. Verður Árni endursendur til Reykjavíkur? „Komið að skuldadögum hjá Reykjanesbæ“ „Eytt hefur verið um efni fram og nú er komið að skuldadögum,“ segir í bókun sem full- trúar Samfylkingar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær þar sem fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fyrir árið 2011 var samþykkt af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins en minnihlutinn sat hjá. Getur Catalina ekki dæmt um hvort tveggja? „Slakt fjármálalæsi Íslendinga“ Fjármál eru meira tabú en kynlíf og Íslendingar fá falleinkunn þegar kemur að fjármálalæsi, segir for- stöðumaður stofnunar um fjár- málalæsi.  Vikan sem Var s amkvæmt 9. gr. laga nr. 63/2006 um háskóla skulu há-skólar, sem starfa á grundvelli laganna, gera með sér samkomu- lag um gagnkvæma viðurkenningu námsþátta. Markmið ákvæðisins, samkvæmt athugasemdum með frumvarpi til laganna, er að auð- velda nemendum að færa sig milli háskóla eða taka hluta af námi í einum íslenskum háskóla og fá það viðurkennt að fullu í öðrum og auka þannig möguleika nemenda á fjöl- breyttu háskólanámi hér á landi. Standa ber vörð um þetta markmið laganna. Lögfræði er nú kennd við fjóra háskóla hér á landi. Uppbygg- ing námsins er mismunandi eftir skólum og námsmöguleikar þeirra sem hyggja á nám í lögfræði eru bæði fjölbreyttir og vandaðir. Enn eru hins vegar hindranir á veginum hvað varðar möguleika nemenda á að færa sig milli lagadeilda og taka til dæmis grunnnám í lögfræði við einn skóla en meistaranám við annan. Þessum hindrunum þarf að ryðja úr vegi. Mikil gróska hefur á undan- förnum árum verið í lögfræðileg- um rannsóknum hér á landi. Sem dæmi um það má nefna að gefin eru út hér á landi reglulega þrjú vönd- uð ritrýnd tímarit á sviði lögfræði. Þá hefur færst í vöxt að íslenskir lögvísindamenn birti rannsóknar- niðurstöður sínar á erlendum vett- vangi og taki með þeim hætti virkan þátt í hinu alþjóðlega vísindasam- félagi. Rannsóknir í lögfræði eru samtvinnaðar kennslu í lögfræði og nauðsynleg forsenda hennar og fjölbreytni í laganámi. Vísbending- ar eru um að rannsóknarsamstarf lagadeilda hér á landi muni fara vax- andi á komandi árum, meðal annars á sviðum þar sem þörf er á myndun rannsóknarhópa um verkefni á sviði landsréttar. Rann- sóknir kosta peninga og staðreyndin er sú að framlög ríkisins til rannsókna í lög- fræði eru afar naumt skömmtuð og inn- lendir samkeppnis- sjóðir veikburða þeg- ar kemur að styrkjum á sviði félagsvísinda. Samstarf innlendra lögvísindamanna, þvert á lagadeildir, myndi í mörgum til- vikum auka mögu- leika á öflun rannsóknarstyrkja til lögfræðirannsókna úr erlendum samkeppnissjóðum. Það er tími til kominn að laga- deildir hér á landi efli með sér samstarf þar sem það á við og sameiginlegir hags- munir gera það æski- legt. Slíkt samstarf verður að vera á jafn- réttisgrundvelli og ná til lagadeildanna allra. Það má hins vegar ekki verða á kostnað fjölbreytni í laganámi og eðlilegr- ar samkeppni sem er hreyfiaf l gæða og framfara. Það er von mín og trú að á árinu 2011 verði markviss spor stigin í þessa átt með hagsmuni lagamenntunar að leiðarljósi. viðhorf 37 Helgin 7.-9. janúar 2011 Um samstarf lagadeilda Ryðja þarf hindrunum úr vegi Þórður S. Gunnarsson hrl. fyrrverandi forseti lagadeildar HR „Sko Steingrím!“ SPARK Verð nú aðeins kr. 1.695 þús. Kr. 19.304 pr. mán. Vegna nýrra laga um vörugjöld sem tóku gildi um áramótin eru umhverfisvænir bílar á betra verði. Allir bílar frá Chevrolet hafa lækkað í verði. Chevrolet -Gæðamerki í 100 ár- Chevrolet SPARK er 5 dyra og 5 sæta _ Fjögurra stjörnu öryggi _ CO2 útblástur 119 g/km Eldsneytisnotkun: 5,1 l/100 km _ GM verksmiðjuábyrgð _ Bílar til afgreiðslu strax Chevrolet Spark L, bsk., verð áður kr. 1.990 þús. Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000 - www.benni.is Bílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - sími 420 3300 Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - sími 461 3636 Mánaðarleg greiðsla m.v. 30% útborgun og bílasamning í 84 mán. Bí ll á m yn d: C he vr ol et S pa rk L T Kr . 2 .2 95 þ ús Sérfræðingar í bílum 300.0 00 kr. lækku n - 15% er nú ennþá skynsamlegri kostur !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.