Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 46
46 heilsa Helgin 7.-9. janúar 2011 Meiri hreyfing gæti fyrirbyggt þunglyndi Fjöldi rannsókna sýnir að hreyfing hefur jákvæð áhrif á þunglyndi. Nú er komið í ljós að regluleg hreyfing gæti haft fyrirbyggjandi áhrif á þunglyndi. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar á vegum dönsku lýðheilsustofnunarinnar þar sem fylgst var með heilsufari 18 þúsund Dana í 26 ár. Það er 1,8 sinnum líklegra að konur sem hreyfa sig minna en tvo tíma vikulega fái þunglyndi en konur sem hreyfa sig fimm tíma eða meira á viku. Fyrir karla er þessi stuðull 1,4.  Body Control Pilates Styrkur, liðleiki og hreyfing l inda Pétursdóttir er önnum kafin þessa dag-ana, enda janúar einn annasamasti mánuður ársins í Baðhúsinu, þar sem hún er eigandi. Linda gaf sér þó tíma til að svara nokkrum spurn- ingum Fréttatímans. Hvað er það helsta sem er í boði hjá Baðhúsinu? „Fjölbreyttir og skemmtilegir tímar í stundaskrá eru uppistaðan í starfsemi Baðhússins.“ Hvaða námskeið eru ný og hvernig eru þau? „Nýjasta námskeiðið er flamenco, sem kennt verður á sex vikna námskeiði, og stelpujóga fyrir 6-8 ára stelpur. Konur sem eru í KK-áskriftar- klúbbnum okkar borga ekkert aukalega fyrir nám- skeið því þau fylgja með áskriftinni. Svo eru opnir tímar í afró, magadansi og hot jóga, sem er það vinsælasta í dag. Hvaða námskeið hafa verið vinsælust, fyrir utan hot jóga? „Heilsuátaksnámskeið eru gríðarlega vinsæl en það eru sex vikna átaksnámskeið þar sem konur fá meira aðhald og fræðslu. Þau er frábær leið til að fá aðstoð við að koma sér af stað í átt að betri heilsu, svona í upphafi árs. Heilsuátaksnámskeiðin eru vin- sæl árið um kring. Þrátt fyrir að konur æfi nú jafnar yfir árið vilja þær koma inn á námkeið öðru hvoru eða i einkaþjálfun. Námskeiðin hafa samt breyst í gegnum tíðina. Við erum stöðugt að bæta við okkur þekkingu og nýjungum sem við nýtum í starfinu og miðlum til kvennanna.“ Er mismunandi eftir aldri hvernig konur æfa? „Já, það er algengara að konur róist og fari meira inn á við eftir því sem þær eldast. Jafnframt er algengara að þær vilji lægri og þægilegri tónlist. Þetta á sér þó undantekningar eins og svo margt annað.“ Hvað er skemmtilegast við að æfa í Baðhúsinu? „Það er tvímælalaust stemningin við það að vera á konustöð. Það skapar notalega og hlýja stemn- ingu. Upplifunin hér er eins og þetta sé klúbburinn þinn. Að koma í Baðhúsið, og sjá sömu andlitin ár eftir ár, ásamt því að ný andlit bætast auðvitað í hópinn.“ Hvaða tímar eru í uppáhaldi hjá þér sjálfri? „Ég er þessa dagana í einkaþjálfun hjá einum þjálfaranna hérna. Tíminn minn er sambland af pilates, jóga, styrktaræfingum og teygjum. Þetta er það form sem hentar mér persónulega best.“ Hægt er að kynna sér stundaskrána betur á heimasíðunni, www.badhusid.is -sis Ef fólk vill minnka ummál sitt, hvort er brennsla eða vöðvauppbygging mikil- vægari? „Það fer eftir vöðvauppbyggingu fólks. Þeir sem eru með stóra vöðva ættu að gera þol- og brennsluæfingar til að minnka ummálið. Þeir sem eru með lítinn vöðvamassa ættu helst að byggja hann upp fyrir framtíðarbrennslu vegna þess að stærri vöðvar brenna fleiri hitaein- ingum en litlir vöðvar,“ segir Valur Hentze Úlfarsson íþróttafræðingur. Hvað er best að gera til að koma sér úr sófanum og í líkamsrækt? „Fá leiðsögn, fá einhvern til að pína sig áfram. Ég ráðlegg þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í ræktinni að byrja hjá einkaþjálfara í einn til þrjá mánuði. Eitt besta ráðið er einfaldlega að mæta í ræktina og koma því inn í daglega rútínu en það er um leið það erfiðasta sem fólk gerir. Ef það tekst ekki gefst fólk fljótt upp. Gott er að æfa með öðrum. Það pressar á mann að mæta en getur líka dregið úr mætingu ef annar er latur að koma sér af stað.“ -sis H erþjálfun er eitt vinsælasta námskeiðið hjá Heilsuaka-demíunni í Egilshöll. Egill Örn Egilsson þjálfari segir herþjálf- unina góða alhliða líkamsrækt sem henti þeim sem vilji komast fljótt í gott form. „Í herþjálfun er tekið hressilega á því og enginn fer svik- inn út úr tíma. Við erum með eina herþjálfunarsal landsins. Hann er innréttaður eins og raunverulegur herþjálfunarvöllur með þrauta- brautum, hindrunum og netum sem eru notuð við æfingarnar. Fólk notar líka mikið eigin líkamsþyngd við æfingar, eins og t.d. armbeygjur, og margar æfingar byggjast á sam- vinnu. Þess vegna hefur herþjálf- unin verið eftirsótt fyrir hópefli,“ segir Egill. Mikil áhersla er lögð á sjálfsaga og að fólk geri æfingarnar rétt. „Eftir um sex vikna þjálfun ætti fólk að sjá árangur, það farið að léttast og komið í betra form,“ segir hann. Æfingarnar eru sniðnar að þörfum hvers og eins og henta því bæði þeim sem eru í góðri þjálfun og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt. Egill segir hersalinn skapa réttu stemninguna og að félagsskapur- inn hafi ekki minna að segja en æfingarnar sjálfar. „Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar og herþjálfun hentar tvímælalaust fólki á öllum aldri. Við bjóðum líka upp á mat- arprógramm fyrir þá sem vilja.“ -sis Minna ummál – brennsla eða vöðvauppbygging? H elga Lind Björgvinsdóttir ætl-ar að kenna fólki Body Control Pilates hjá Hreyfingu á næst- unni. Þetta er nýtt námskeið sem ekki hefur verið kennt hérlendis fyrr. „Body Control Pilates er sambland af styrktar- og teygjuæfingum. Æfingarnar styrkja alla vöðva líkamans svo að þeir verða langir og fallegir. Einnig styrkja þær kvið, mjóbak og rassvöðva og bæta lík- amsstöðu. Maður réttir úr sér og lærir að hreyfa sig rétt,“ segir Helga Lind sem lærði Body Control Pilates í Lond- on. „Þetta er líka snilld fyrir íþróttafólk sem vill bæta frammistöðu og getu og getur fyrirbyggt meiðsl. Í raun er Body Control Pilates alhliða íþróttakerfi sem tengir líkama og sál, losar um stress og eykur almenna vellíðan. Markmiðið er að undirbúa fólk fyrir klassískt pilates.“ Hvers vegna ákvaðstu að læra Body Control Pilates? „Ég er búin að lifa og hrærast í íþrótt- um frá unga aldri. Ég vissi að mig lang- aði til að vinna í íþróttageiranum. Ég datt niður á þetta þegar ég bjó í Eng- landi og fann strax að þetta var alveg málið. Þetta var nýr vinkill á líkams- rækt sem ég hafði ekki kynnst áður og það skemmtilega er að það er alltaf hægt að bæta við sig og byggja ofan á þetta.“ -sis  Baðhúsið er með fjölbreytta stundaskrá Hot jóga vinsælast  herþjálfun er alltaf vinsæl Fljótt í form Linda Pétursdóttir eigandi Baðhússins. Valur Hentze Úlfarsson íþrótta- fræðingur. Helga Lind Björgvinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.