Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 25
Finndu okkur á Geisladiska viðgerðir GRENSÁSVIDEÓ hika við að taka því. Það stóð allt heima, ég fylgdi ráðum Skúla og líf mitt gjörbreyttist. Skúli varar fólk þó við því að fara of mikið til miðla – við höfum nóg að gera í þeim heimi sem við lifum í og eigum ekki að sökkva okkur alveg í hinn heiminn – en þar sem ráð hans reyndust mér svo vel hef ég ekki getað stillt mig um að fara nokkrum sinnum þegar ég hef staðið á tímamótum ...“ Skúli Lórenzson Skúli Lórenzson er miðill sem bú- settur er á Akureyri en kemur oft til Reykjavíkur og heldur fundi hjá Sálarrannsóknarfélaginu. „Ég var búin að vera eitthvað pirr- uð út í mömmu í langan tíma og leið hreinlega ekki vel þegar mér bauðst að fara í tíma til Skúla Lórenzsonar í stað vinkonu minnar sem komst ekki,“ segir ung stúlka. „Afi kom strax til mín og sagði að ég ætti að hætta að vera svona pirruð og taka létt á því hvernig mamma væri. Skúli las mig alveg sem manneskju og það passaði allt sem hann sagði varðandi fortíð og nútíð og margt af því sem hann sagði við mig hefur komið fram núna. Hann var mjög nákvæmur með allt og hikaði aldrei; var ekki með ágiskanir á nöfn eins og ég hef upplifað hjá öðrum miðl- um og spurði aldrei „kannast þú við þetta“. Hann vissi nákvæm- lega hvað hann var að gera. Pabbi minn hafði til dæmis átt við mjög sérstök veikindi að glíma og Skúli lýsti þeim veikindum vel; hvernig honum hefði liðið og hvernig hon- um liði núna. Mamma veiktist al- varlega skömmu síðar og Skúli vissi líka allt um hennar veikindi og hvað hefði verið gert til að hjálpa henni.“ Ferskjulituðu rósirnar Ein frásögn af því hversu sannur miðill Skúli Lórenzson er, rat- aði í bók árið 2009. Sagan er svo skemmtileg að hún verður að fá að fljóta hérna með: „Ég hafði aldrei farið til mið- ils þegar mér var bent á að fara til Skúla Lórenzsonar fyrir nokkrum árum. Ég hafði þá verið fráskilin í nokkur ár. Skúli byrjaði fljótlega á að segja mér að mín biði maður „handan við hornið“ eins og hann orðaði það. Ég hélt nú aldeilis ekki, ég hefði einfaldlega ekki áhuga á að kynnast öðrum manni. Skúli sagði að það yrði nú samt þannig, það væru bara nokkur skref milli mín og þessa manns. Hann væri menntaður á tæknisviði og ég yrði mikið fyrir austan. Til sönnunar sagði hann að amma mín sem ég væri skírð eftir væri hjá mér og hún segði að það fyrsta sem þessi maður myndi gefa mér væri rósa- búnt úr ferskjulituðum rósum. Ég sá fyrir mér tæknifræðing á Aust- fjörðum og fannst þetta algjörlega fjarstæðukennt. Klukkutíma eftir að ég kom heim hringdu vinkonur mínar og buðu mér út að borða. Á veitingastaðnum sat afar hugguleg- ur maður og við tókum tal saman. Daginn eftir kom hann og bauð mér í ökuferð. Austur! En ekki austur á Firði, heldur austur fyrir fjall þar sem hann á sumarbústað. Og það fyrsta sem hann gaf mér? Búnt af ferskjulituðum rósum. Nú höfum við verið hamingjusamlega gift í nokkur ár og ég fæ rósir með reglu- legu millibili. Þannig að ég veit að Skúli Lórenzson er sannur miðill.“ Að kynna sér miðlana áður en pantað er Enginn þeirra sem ég ræddi við fyr- ir þessa grein sögðust hafa lent hjá svikamiðli. „Ég kynni mér fólkið áður en ég panta tíma,“ segir ein, „leita mér upplýsinga hjá einhverjum sem ég veit að hefur farið til viðkomandi miðils. Allir þeir sem ég hef farið til hafa sagt satt og rétt til um bæði for- tíð, nútíð og framtíð. Þegar ég segi rétt þá meina ég 80% rétt. Ég held að lykillinn að því að líða vel eftir að hafa verið hjá miðli sé að taka það ekki alltof bókstaflega sem þeir segja, geyma það hjá sér og skoða síðar og þá sér maður oft hversu margt hefur komið fram. Ég held að það hvernig til tekst hjá miðlum felist í því hvernig dagstemningin er hjá þeim og okkur sem til þeirra leita.“ Önnur segist aldrei lifa bókstaf- lega eftir því sem miðlar segi henni. „Ég hef aldrei trúað alveg blint á þetta, en það er eins og maður fái einhvern kraft eftir heimsókn til miðils. Ég fer þegar ég stend á krossgötum og eins ef ég hef misst ástvin. Þá þrái ég að fá kveðju frá viðkomandi og langar að vita hvort manneskjunni líður vel á þeim stað sem hún er nú á. Stundum hef ég líka farið ef eitthvað sérstakt sækir mikið á huga minn og það er svo merkilegt að þá hef ég fengið stað- festingu á því hjá miðlinum.“ Hálsmen eins og fjögurra laufa smári Fleiri góðir miðlar voru nefndir, en engir eins oft og þau fjögur sem hér er fjallað um og teljast því, sam- kvæmt þessari óformlegu skoðana- könnun Fréttatímans, bestu miðlar landsins. Ólafur Hraundal talna- spekingur er sagður ansi glúrinn, sem og Hermundur Rósinkranz og Valgarður Einarsson, en Þórunn Maggý Magnúsdóttir miðill fær að eiga lokaorðin í þessari grein með skemmtilegri frásögn af því sem hún sagði við unga stúlku sem leit- aði til hennar: „Þú átt hálsmen sem er í laginu eins og fjögurra laufa smári. Í því miðju hvílir steinn og þetta hálsmen teiknaði afi þinn handa þér og gaf þér í skírnargjöf.“ – Stúlkan kom heim og sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins þvælu, hún ætti ekkert men sem væri í laginu eins og fjög- urra laufa smári. „Víst!“ svaraði móðir hennar. „Það er einn af þeim skartgripum sem þú baðst mig að geyma, fannst hann of fullorðins- legur til að bera. Afi þinn teiknaði menið og lét smíða það handa þér.“ „Síðan hef ég borið þennan fjög- urra laufa smára um hálsinn,“ segir konan, sem er sú sama og enn bíður eftir tvíburunum og heiðrinum sem fylgir því að verða metsöluhöfundur barnabóka.“ Þannig að ég veit að Skúli Lórenz- son er sannur miðill. Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is úttekt 25 Helgin 7.-9. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.