Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 59
A ðstandendalistinn fyrir upp-færslu Borgarleikhússins á Ofviðri Shakespeares gefur
fyrirheit um stórbrotna kvöldstund.
Þó ekki væri nema fyrir nafn leik-
stjórans Oskaras Korsunovas sem
er einn mest i
sviðsgaldrakarl
norðan Alpafjalla.
Fyrir tæpum tíu
árum fékk ég
fylgd á uppfærslu
hans á Meistaran-
um og Margarítu
í heimaborginni Vilnius og heillað-
ist upp úr skónum. Fylgdarmaður
minn var þá að sjá umrædda sýn-
ingu í þriðja sinn á mjög skömmum
tíma; hann ræddi um leikstjórann
líkt og rokkstjörnu. Nú í vor fengu
íslenskir leikhúsgestir líka tækifæri
til að berja list Korsunovas augum
þegar uppfærsla hans á Rómeó og
Júlíu kom til sýninga í Borgarleik-
húsinu sem gestaleikur á Listahá-
tíð. Það var líka hreint ævintýr, með
hveiti, glassúr og öllu saman.
Boginn var því býsna spenntur
þegar ég sá aðra sýningu Ofviðris-
ins. Kannski voru væntingarnar of
miklar því ég beið alla sýninguna
eftir töfrunum. Strax þegar tjöldin
voru dregin frá afhjúpaðist tilkomu-
mikill heimur, gríðarlega falleg um-
gjörð um verkið; drungaleg, fan-
tasísk og yfirgengileg. Það ætti að
skrifa lærðar ritgerðir um listfengi
Vytautasar Narbutas, hlutdeild hans
í sýningunni er svo miklu meira en
leikmynd. Við þá snilld bætist starf
Franks Hall (myndband) og bún-
ingar Filippíu I. Elísdóttur sem eru
hreint ævintýralega flottir. Þeirra
tilkomumikla sjónarspil gleður
skynfærin og ekki síður tónlistin
(Högni Egilsson) og hljóðmyndin
(Jakob Tryggvason). Lýsing Björns
Bergsteins var hagleg, nema hvað
spotlýsingin fremst á sviðinu virk-
aði stundum misjafnlega.
Já, og dansararnir! Það er kannski
synd að segja það, en þeir stálu á
köflum senunni frá leikurunum.
Því leikurinn lifnaði lítt. Áferðarfal-
legur textinn, í nýrri þýðingu Sölva
Björns Sigurðssonar, rataði varla
út í ólseigan salinn. Á sviðinu eru
margreyndir listamenn sem virtust
bara í vinnunni, orku- og ástríðulitl-
ir. Ég vona innilega að það sem ég
sá hafi aðeins verið bölvun annarrar
sýningarinnar, en það er ýmislegt
sem bendir til að svo sé ekki.
Það er klafi að vera rómaður snill-
ingur en Korsunovas færir nýjunga-
gjörnum leikhúsunnendum fátt að
heillast af. Þótt verkið sé sígilt þarf
sýningin ekki að vera fyrirsjáanleg.
Eitt kom mér þó á óvart; að hún var
næstum ekkert fyndin. Og áhersl-
an virtist ekki heldur á heimspeki
verksins, né hugleiðingar um eðli
mannsins, fantasíuna, breyskleik-
ann, ástina, réttlætið. Boðskapurinn
fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér
og óreyndari gestir skildu hreinlega
ekki framvindu sögunnar.
Lesendum ætti að vera nokkuð
ljóst að undirritaður áhorfandi varð
fyrir miklum vonbrigðum. Það er
hundfúlt að vera skúffaður stjörnu-
dreifari en þeim skal eigi að síður
úthlutað af skyldurækni. Ég vil næla
þær tvær og eigna þær Vytasi, Fil-
ippíu og Frank, þau sköpuðu það
sem þessarar sýningar verður fyrst
og fremst minnst fyrir.
Kristrún Heiða Hauksdóttir
dægurmál 59Helgin 7.-9. janúar 2011
leikdómur Ofviðrið
Gríðarlega
falleg um-
gjörð utan um
erindislitla
sýningu.
Umgjörðin trompar
innihaldið
Ofviðrið
e. William Shakespeare
Borgarleikhúsið
Leikstjóri: Oskaras Kors-
unovas
Gunnleifur Gunnleifsson er landsliðsmarkmaður okkar í fótbolta
og markmaður hjá FH-ingum. Hann er klettur í markinu!
Á morgun, laugardag, verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði sýning á verkum Stefáns Jónssonar sem
eru endurgerðir af málverkum Kjarvals. Ólíkt hinum
látna meistara sýslar Stefán ekki með olíu á striga í
þessum verkum heldur tekur meðal annars fram prjóna
og garn, mósaíkflísar, steinsteypu og við. Úr þessum fjöl-
breytta efniviði býr hann svo til þrívíðar eftirmyndir af
ýmsum af náttúrumyndum Kjarvals.
Stefán hefur áður verið á svipuðum slóðum í listsköpun
sinni. Hann hefur meðal annars fært sögufræg verk
Giotto og Goya í þrívítt form. Einhverjir muna örugg-
lega eftir Lego-körlum sem komu þar við sögu, eins og
reyndar í fleiri verkum Stefáns.
Sýningin Kjarvalar stendur til 6. febrúar.
myndlist stefÁn JónssOn
Prjónaður Kjarval
Frá Þingvöllum,
Botnssúlur. Spóna-
plötur, garn.