Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 30
Nissan Qashqai hefur farið sigurför um Evrópu og verið mest seldi bíllinn í sínum flokki undan- farin misseri. Nú er komin glæný og mikið endurnýjuð útgáfa af þessum frábæra sportjeppa, sem líka má fá í 7 manna útfærslu, Qashqai+2. Komdu við hjá okkur í dag, kynntu þér magnaðan fjölskyldubíl og mátaðu hvor útgáfan af Nissan Qashqai hentar þér betur. Nánari upplýsingar á www.nissan.is NISSAN JUKE Framhjóladrifinn, sjálfskiptur, 1.6 bensín, eyðsla 6,3 l/100km, CO2 losun 145 g/km. 3.850.000 kr. / 44.221 kr. pr.mán.* NISSAN QASHQAI 5 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 bensín, eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 189 g/km 4.990.000 kr. / 57.227 kr. pr. mán.* NISSAN QASHQAI+2 7 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 bensín, eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 194 g/km 5.390.000 kr. / 61.790 kr. pr. mán.* *Mán.greiðsla m.v. 30% útb. og bílasamning í 84 .mán. B&L OG INGVAR HELGASON Sævarhöfða 2, sími 525 8000 Verð frá: 4.990.000 Eyðsla: 8.2 l/100 km CO2 losun: 189 g/100 kmÓBREY TT VERÐ! E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 7 2 6 Arnór, Óli og Snorri verða að ná sér á strik G eir Sveinsson, handboltaþjálfari og fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur trú á íslenska lands­liðinu á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð. Hann bendir þó á, að fenginni reynslu, að allt þurfi að ganga upp í öllum stöðum til að góður árangur náist. Íslenska liðið hefur náð frábærum árangri á síðustu tveimur stórmótum sem það hefur tekið þátt í. Á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 fékk liðið silfur og brons varð niðurstaðan á Evrópumótinu í Austur­ ríki fyrir um ári. „Ég hef trú á því að liðið endi í einu af sjö efstu sætunum – ég treysti mér ekki til að spá nákvæmar,“ segir Geir. Aðspurður um helsta styrk íslenska liðs­ ins segir Geir að reynsla þess vegi þungt. „Þetta eru drengir sem hafa verið lengi og mikið saman, þekkja veikleika og styrk­ leika hver annars mjög vel og hafa gott lag á að ná því besta hver út úr öðrum. Og þetta á ekki eingöngu við leikmennina sjálfa heldur einnig alla í kringum liðið, svo sem þjálfara, aðstoðarmenn og fleiri,“ segir Geir. Og þótt íslenska liðið sé afbragðsgott og með þeim bestu í heiminum er það ekki full­ komið. „Helsti veikleiki liðsins í dag er í raun sú óvissa sem er í kringum ákveðna leikmenn og stöður og hvernig þeir koma til með að standa sig. Kannski verður allri þessari óvissu eytt í þeim tveimur æfingaleikjum gegn Þjóðverjum sem fram fara nú um helgina en veikleikinn er kannski fyrst og fremst sá að ákveðnir leikmenn nái sér ekki á strik – ekki að geta þeirra sé ekki fyrir hendi. Það vita allir hversu góðir þeir eru,“ segir Geir. Líkt og í öllum liðum eru sumir leikmenn mikilvæg­ ari en aðrir. Þegar kemur að íslenska liðinu eru þó ansi margir tilkallaðir sem lykilmenn að mati Geirs. „Lykil­ menn liðsins eru auðvitað fjölmargir og það þarf í raun flestallt að ganga upp í öllum stöðum til að góður ár­ angur náist. En vörn og markvarsla verður klárlega að vera í lagi og og það má segja að lykilmenn í vörninni séu svokallaðir „þristar“, það er Sverre og Ingimundur. Hvað sóknina varðar mun auðvitað mikið mæða á Ólafi Stefánssyni og það er ekki síður mikilvægt að Snorri nái sér á strik. Að auki mun mæða mikið á Arnóri Atla­ syni því ef við fáum ekki þann vænginn í gang getur þetta orðið erfitt. Þessir þrír hafa því mjög mikið um það að segja hvernig okkur kemur til með að vegna sóknarlega,“ segir Geir að lokum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, telur að íslenska landsliðið verði í einu af sjö efstu sætunum á HM í handbolta sem hefst í Svíþjóð næstkomandi fimmtudag. Íslenska landsliðið sést hér fagna bronsverðlaununum á EM í Austurríki í fyrra. Nordic Photos/Getty Images Spáð í Spilin Sigurður Sveinsson, fyrrverandi stórskytta Styrkur íslenska liðsins: Sóknarleikurinn og hraðaupphlaupin eiga að vera okkar styrkur í mótinu og vonandi gengur það eftir þrátt fyrir smá örðugleika í undanförnum leikjum. Veikleikar íslenska liðsins: Vörnin og markvarslan hafa stundum komið okkur í koll. Einnig hefur maður örlitlar áhyggjur af skyttustöð- unni vinstra megin. Lykilmenn íslenska liðsins: Ólafur Stefánsson og Björgvin Páll Gústavs son í markinu. Hvar endar Ísland? Það endar í 5. sæti. Leikir Íslands í undanriðli 14. janúar Ísland-Ungverjaland 15. janúar Ísland-Brasilía 17. janúar Ísland-Japan 18. janúar Ísland-Austurríki 20. janúar Ísland-Noregur Stöð 2 Sport tryggði sér sýningarréttinn á leikjum mótsins. 30 handbolti Helgin 7.-9. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.