Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 62
S töð 2 mun að öllum líkindum bjóða upp á nýjan þátt tengdan mat á vor-mánuðum. Grænmetissérfræðing- urinn Sólveig Eiríksdóttir, einatt kennd við Grænan kost, mun stjórna þættinum en henni til halds og trausts verður for- setafrúin sjálf, Dorrit Moussaieff. Mikil leynd hvílir yfir efni þáttanna sem áætl- að er að verði þrír talsins. Þó er vitað að fjallað verður um íslenskar landbúnaðar- afurðir, nýjungar í þeim geira, og munu þær stöllur heimsækja staði úti á landi þar sem unnið er með íslenskt hráefni. Til stendur að hefja tökur á þættinum í næstu dögum. Dorrit og Sólveig eru góðar vinkonur og unnu meðal annars saman í athafna- vikunni svokölluðu í nóvember. Þar héldu þær fyrirlestur um heilsu sem var vel sóttur af áhugamanneskjum um heil- brigt mataræði. Dorrit hefur mikið álit á Sollu og hefur meðal annars látið hafa það eftir sér að Solla sé sú besta í því að búa til hollan mat sem sé jafnframt bragðgóður. Dorrit er mikil áhugamanneskja um íslenskt hráefni og íslenskan mat og er þátttaka hennar í þáttunum tengd þeim áhuga. Hún hefur ástríðu fyrir hollum mat og berst fyrir betri matarvenjum hjá börnum, unglingum og eldra fólki. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem Dorrit tekur þátt í verkefni eins og þessu en hún hef- ur margoft unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í viðtölum. Enginn vildi tjá sig um gerð þáttanna. Frá forsetaembættinu fengust þau skila- boð að ekki væri tímabært fyrir Dorrit að tjá sig. Sólveig Eiríksdóttir vildi ekki tjá sig né heldur Magnús Viðar Sigurðsson hjá Saga Film. oskar@frettatiminn.is  Sjónvarp nýr SjónvarpSþáttur um íSlenSkan mat í bígerð  björk eiðSdóttir og nadia banine koma Sér fyrir í dyngjunni Dorrit í sjónvarp með Sollu grænmetisgúrú Til stendur að hefja upptökur á nýjum þætti um mat með forsetafrúnni Dorrit Moussaieff og matgæðingnum Sólveigu Eiríksdóttur b jörk Eiðsdóttir, blaðakona á Vikunni, og Nadia K. Banine, dansari og sjónvarpskona, byrja með nýjan spjallþátt á Skjá einum í febrúar. Þátturinn hefur fengið nafnið Dyngjan og þar munu konur koma saman og tala opinskátt um allt milli himins og jarðar. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Það var haft samband við mig fyrir áramót og ég hitti Nadiu í fyrsta skipti á mánudaginn,“ segir Björk sem hefur verið blaðamaður á Vikunni undanfarin þrjú ár og heldur því áfram þótt hún bæti nú við sig vikulegum sjónvarpsþætti. Hún segir að hugmyndin sé að þær stöllur fái til sín tvær konur í spjall í Dyngjuna í hverjum þætti og þar verði talað um allt milli himins og jarðar sem konur láta sig varða. „Við höfum auðvitað um nóg að ræða og munum velja gesti okkar vel og liggjum nú í því að finna flottar konur sem þora að tala. Það er ekkert gaman að sitja og tala bara undir rós og það verður fjör ef við getum snert á við- kvæmum málum sem lítið er fjallað um opinberlega,“ segir Björk sem er ekki ókunnug viðkvæmum málum eftir störf sín á Vikunni. Þátturinn hefur göngu sína 15. febrúar og verður í beinni útsendingu á þriðjudagskvöldum. „Þannig að þetta verður sprelllifandi og allt getur gerst,“ segir Björk. Hún telur víst að karlmenn og samskipti kynjanna verði á meðal þess sem verður rætt og gerir ráð fyrir að þær Nadia fái karlmenn til þess að leggja orð í belg í innslögum. Þeim verði þó tæpast hleypt alla leið í Dyngj- una. -þþ Leita að konum sem þora að tala Mikil leynd hvílir yfir efni þátt- anna sem áætlað er að verði þrír talsins. 62 dægurmál Helgin 7.-9. janúar 2011 Dorrit með eiturgrænan hollustudjús sem þær Solla blönduðu saman í nóvember. Ljósmynd/365 Helgi Björns í Makalaus Látúnsbarkinn Helgi Björns- son mun fara með hlutverk í þáttunum Makalaus á Skjá einum sem gerðir eru eftir metsölubók Tobbu Marinós. Þættirnir verða sýndir á næstu mánuðum. Helgi mun fara með hlutverk markaðs- stjóra ja.is sem ku vera sóðakarakter. Helgi hefur þótt lunkinn við að túlka slíka einstaklinga í gegnum tíðina. Auk Helga mun leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með stórt hlutverk í þáttunum sem beðið er með eftirvæntingu. Trúðadjamm í Reykjavík Dönsku trúðarnir Frank Hvam og Casper Chris- tensen voru væntanlegir til Íslands síðdegis í gær en þeir ætla að kynna nýju bíómynd- ina sína, Klovn-The Movie, í Sambíóunum um helgina. Þeir hugðust taka því rólega í gær en ætluðu að mæta á átta-sýningu myndarinnar í Egilshöll og fá sér svo fisk í miðbænum. Í dag, föstudag, ætla þeir að láta sjá sig í Sambíóunum, heilsa upp á bíógesti, og þá ekki síst til þess að þakka fyrir þær góðu viðtökur sem Klovn hefur fengið á Íslandi. Kvöldið hjá þeim endar síðan á Austur þar sem þeir ætla að borða kvöldverð og skemmta sér svo fram eftir með útvöldum Íslendingum í partíi á sama stað. Lögmaður rumskar við skaupið Áramótaskaupið lagðist misvel í fólk eins og gengur en eigendur Útvarps Sögu virðast í hópi þeirra sem var lítt skemmt. Þannig herma fregnir úr Efstaleitinu að Pétur Gunnlaugsson, lögmaður útvarpsstöðvarinnar og dagskrárgerðarmaður þar á bæ, hafi í vikunni haft samband við dr. Sigrúnu Stefánsdóttur, dagskrárstjóra Sjón- varpsins, og tjáð henni að Útvarp Saga hygðist leita réttar síns vegna óleyfilegrar notkunar á hljóðbút úr símaþætti stöðvarinnar. Á upptökunni sem notuð var í skaupinu heyrðist Arnþrúður Karlsdóttir útvarps- stjóri þagga niður í konu sem hringdi í spjallþátt stöðvarinnar þar sem innhringjandinn vildi tjá sig á ensku. Skýring RÚV á notkun hljóðbútsins er sögð vera sú að hann hafi heyrst á dv.is og fleiri vefmiðlum en Pétur mun víst ekki hafa sagt sitt síðasta orð í málinu. Samkvæmt því sem hann hefur sagt á Sögu sá hann samt ekki skaupið því hann sofnaði út frá því á fyrstu mínútunum þar sem það var svo leiðinlegt. Setið fyrir forsetanum Venju samkvæmt risu flestir leikhúsgestir úr sætum sínum þegar Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, gekk í salinn í Borgarleik- húsinu við frumsýningu Ofviðrisins eftir William Shakespeare á milli jóla og nýárs. Einhverjir í salnum sáu þó enga ástæðu til að hreyfa sig við innkomu forsetans og þannig var eftir því tekið að Bryndís Schram, leik- húsgagnrýnandi Press- Björk Eiðsdóttir er blaðakona á Vikunni en ætlar að reyna fyrir sér í sjónvarpi ásamt Nadiu K. Banine á Skjá einum í vetur. unnar og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, sat sem fastast. Kemur kannski ekki á óvart enda hafa litlir kærleikar verið með sendiherrahjónunum fyrrverandi og forsetanum. Bryndís var þó ekki sú eina sem sat kyrr en ástæður kyrrsetu fólks eru þó óljósar. Þannig sat leikkonan Sólveig Arnars- dóttir Jónssonar og Þórhildar Þorleifsdóttur róleg í sínu sæti en hún er langt gengin með barn sem gæti skýrt það að hún sleppti því að brölta fyrir forsetann. Það er ekkert gaman að sitja og tala bara undir rós og það verður fjör ef við getum snert á viðkvæm- um málum. Tónsalir er ryþmískur tónlistarskóli þar sem leitast er við að viðhalda gleðinni í hljóðfæranáminu. Upplýsingar og innritun á www.tonsalir.is ...BARA GAMAN... Bæjarlind 12. Sími 534-3700. www.tonsalir.is Nú er tekið á móti umsóknum á eftirfarandi byrjandanámskeið: * Gítarnámskeið * Trommunámskeið * Partýgítarnámskeið * Gítarnámskeið fyrir leikskólastarfsfólk Námskeið fyrir fullorðna: Munið frístundakort ÍTR og endurgreiðslu stéttarfélaga! SKEMMTILEG TÓNLISTARNÁMSKEIÐ Næstu námskeið heast í janúar !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.