Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 29
í fjórar klukkustundir. „Dauði dætra minna tveggja voru ekki kveikjan að því að ég dreif í að skrifa Söru dóttur minni bréf. Sú þrá hafði lengi blundað innra með mér og ég vildi alla vega láta hana vita hvernig mér liði gagnvart henni, hversu vænt mér þætti um hana og hvaða vonir ég hefði henni til handa. Í ágúst 1998 skrifaði ég henni bréf og beið í heilt ár eftir svari. Það var erfitt ár, en gleðin sem svarbréfið vakti var ólýsanleg. Við skrifuðumst á í nokkra mánuði og þá spurði ég hana hvort hún vildi hitta mig. Við hittumst á fjölförnum stað og hún þekkti mig strax. Við áttum saman ágætis stund.“ Af hverju ekki ég? Eftir allan þann mikla sársauka sem Ólöf hefur gengið í gegnum í lífinu ákvað hún að leggja stund á guðfræði. Guð hafði ekki yfirgefið hana. „Rétt áður en ég steyptist niður í blásvart djúpið greip mig hendi og reif mig upp úr djúpinu, kraft- ur mér æðri sem hélt mér þétt upp að sér á þeirri stundu sem ég var að bugast. Mér var gefinn styrkur til að ganga út úr hjónabandi sem var eins og ormagryfja og tókst að loka dyrunum að baki mér og horfa ekki til baka. Ég sá að Guð var ekki að refsa mér. Það sem hafði átt sér stað í lífi mínu var röð tilviljana og sumt mátti líka rekja til orsaka og afleiðinga minnar eigin hegðunar. Ég leit yfir líf mitt og sá kærleikann sem hafði umvafið mig þegar ég var lengst niðri í svörtu djúpinu. Ég tók þá ákvörðun að muna frekar bros og hlátur Selmu Rúnar dóttur minnar heldur en grát hennar og þjáningu. Þannig átti ég mér minninguna um að vera móðir sem hlúði að veiku barni sínu sem borgaði til baka með stóru brosi og ljóma í augum og ég hugsaði: „Af hverju ekki ég?“ Ég var bara ein af hundruðum þúsunda sem þurfa að horfa í þjáninguna og að lokum að leyfa barninu sínu að deyja. Ég mundi gleðina af því að bera yngstu dóttur mína undir belti og kaus að eiga þá minningu frek- ar en sársaukann og vanmáttinn sem fylgdi dauða hennar. Ég leyfði Guði að finna mig aftur og opnaði dyrnar upp á gátt fyrir honum. Ég fór að brosa og áður en ég vissi af var elsta dóttir mín komin til baka. Síðan komu barnabörn, heilbrigð og kát. Ástæða þess að ég valdi að fara í guðfræði er einkum sú að ég hef áhuga á sálgæslu og með því að nema guðfræði og allar kenningarn- ar innan hennar vil ég að loknu BA- námi mennta mig áfram í sálgæslu- fræðum í þeirri von að kannski geti ég verið einhverjum innan handar í úrvinnslu sorgar og missis.“ Sátt er val Er hægt að sættast við Guð eftir að hafa misst tvær dætur, í raun þrjár? „Já, það er hægt að sættast við Guð þegar maður er búinn að við- urkenna reiði sína og vonbrigði og átta sig á því að ekki er verið að deila út refsingum heldur geta hlut- ir stundum verið háðir tilviljunum. Guð refsar ekki, en hann er alltaf við hliðina á manni þegar í harð- bakkann slær. Sátt er val, alla vega í mínu lífi. Auðvitað bað ég oft til Guðs að ég fengi að hitta Söru; ég beið, ég hafði von og hún rættist. Ég er að mestu leyti sátt, glöð og þakk- lát fyrir líf mitt, ég sætti mig líka við að eldast og þroskast því þannig hef ég öðlast kjark til að standa með sjálfri mér og fundið sátt og frið eins langt og það nær. Lífið verður aldrei fullkomið en það er gott.“ Tvær dætur fæðast – og kveðja Enn og aftur tóku Ólöf og fyrri mað- urinn hennar saman. Og þau eign- uðust dóttur, Selmu Rún. „Fæðing Selmu Rúnar var í raun undirbúningur að dauða. Hún átti sér aldrei lífsvon, fékk heilablæð- ingu í fæðingunni og lést þriggja og hálfs árs. Mestum hluta þeirrar stuttu ævi varði hún á spítala. Þrátt fyrir að ég hefði verið edrú í 12 ár var fortíð mín enn til trafala. Gömlu sjúkraskýrslurnar mínar voru eign spítalans og það komst upp um óargadýrið Ólöfu sem var „ambivalent“. Samskiptin voru oft erfið og það kom fyrir að barninu var ekki sinnt sem skyldi því móð- irin var þreytt og ekki í jafnvægi. Það má deila um hvort barnið mitt hafi þurft að líða fyrir fortíð mína, en vísi að afsökunarbeiðni hef ég í fórum mínum frá Barnaspítala Hringsins um að kannski hafi þreyta mín og skapferli skyggt á meðferð Selmu Rúnar.“ Um líf Selmu Rúnar hefur Ólöf skrifað bók, Þú ert mín, Selma Rún, og þegar hún varð ófrísk í þriðja sinn, skömmu eftir andlát Selmu Rúnar, gerði hún ráðstafanir með læknum um að ef það barn fæddist eins og Selma Rún yrði ekki haldið í henni lífi í vélum. Laufey Ósk lifði Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Ég átti mér svona leyndar- mál þar sem ég bjó í kassa sjálfsvand- lætingar og skammar. „Uss uss, ekki segja frá, það trúir þér enginn, litla geðveika hóran þín.“ viðtal 29 Helgin 7.-9. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.