Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 21.01.2011, Qupperneq 4
Árangur þinn er okkar takmark Hvort sem þú vilt leggja fyrir til skemmri eða lengri tíma þá finnur þú varla betri sparnað en þann sem felst í að lækka yfirdráttinn. Vildarviðskiptavinir sem lækka nýttan yfirdrátt á launa­ reikningum um 30% á árinu 2011 fá 10% endurgreiðslu greiddra vaxta í lok ársins. Prófaðu reiknivél­ ina á arionbanki.is og sjáðu hversu há endurgreiðslan þín verður. Skráðu þig á arionbanki.is fyrir 5. apríl. Hafðu samband við ráðgjafa okkar og kynntu þér það sem við höfum upp á að bjóða. Við tökum vel á móti þér. Vilt þú lækka yfirdráttinn? Þá endur greiðum við þér hluta vaxtanna. Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Endurgreiðsla vaxta vegna yfirdráttar ÍS LE N S K A S IA .IS A R I 5 2 9 0 6 0 1 /1 1 Örlítið fleiri erlendir ferðamenn Erlendir ferðamenn voru 7,4% fleiri nú í desember en í desember 2009. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem þeim fjölgar, miðað við sama tíma árið áður. Um 18.800 erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð nú í desember samanborið við 17.500 árið á undan, samkvæmt tölum Ferða- málastofu. Þrátt fyrir þessa fjölgun voru brottfarir erlendra ferða- manna um Leifsstöð færri árið 2010 en 2009, eða 459.300 miðað við 464.500 sem er 1,1% fækkun. Þessa fækkun, segir Greining Íslandsbanka, má helst rekja til eldgossins í Eyjafjallajökli. Þorri erlendra gesta fer um Leifsstöð en um 7% fara um Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll, auk Norrænu. Þeim sem fóru frá þessum stöðum fjölgaði. Heildar- fjöldi erlendra gesta í fyrra var því um 494.800 og hafði þeim fjölgað lítið eitt frá 2009, segir Greiningin, eða sem nemur um 0,2%. -jh Utanlandsferðum Íslendinga fjölgar Mun fleiri Íslendingar héldu utan í desember síðastliðnum en á sama tíma árið 2009, eða um 20.300 á móti 16.100. Þetta jafngildir aukningu upp á ríflega fjórðung. Þessi aukning er í takt við þá þróun sem varð á síðasta ári. Stöðugt fjölgaði þeim Íslendingum sem ferðuðust til útlanda miðað við sama tíma árið 2009 í hverjum mánuði, þó að aprílmánuði undanskildum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Á nýliðnu ári fóru 293.800 Íslendingar frá Leifsstöð, sem er 15,4% aukning frá árinu 2009. Greining Íslandsbanka segir helstu skýringuna vera aukinn kaupmátt ytra með hækkun á nafngengi krónunnar. Enn er þó langt í land þar til neysluárið 2007 verður slegið út en þá fóru 452 þúsund Íslendingar frá Leifsstöð, eða ríflega helmingi fleiri en á árinu 2010. -jh Upplýsinga aflað um rusl á ströndum Umhverfisráðuneytið, í samráði við Umhverfisstofnun, aflar nú upplýsinga um rusl og úrgang á ströndum hér við land og um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við hreinsun stranda á undan- förnum árum. Í þeim tilgangi hefur ráðuneytið, að því er fram kemur í tilkynningu þess, sent öllum sveitarfélögum sem eiga land að hafi, bréf þar sem þau eru beðin um að leggja mat á það hvort rusl á ströndum sé útbreitt vandamál innan sveitarfélagsins og hvort það ógni lífríki hafs og stranda, heilsu manna eða hafi önnur neikvæð áhrif á notkun strandarinnar. Í kjölfar upplýsingasöfnunarinnar verður ákveðið hvort grípa þurfi til sérstakra aðgerða. -jh veður Föstudagur laugardagur sunnudagur StrekkingSvindur af SuðveStri á landinu og rigning veStanttil. HöfuðborgarSvæðið: RiGNiNG EðA SUddi MEiRA oG MiNN ALLAN dAGiNN. ÞokuSuddi SuðveStan- og veStanlandS, en léttSkýjað norðauStan- og auStan- landS og Þar froSt á Stöku Stað. HöfuðborgarSvæðið: ÞokA oG Hiti UM 5 tiL 6 StiG. áfram vetrarHlýindi á landinu. HöfuðborgarSvæðið: ENN MiLt oG ÞokUSUddi. Þorrinn heilsar með hlýindum Víðáttumikil og nærri kyrrstæð hæð kemur til með að beina til okkar mildu lofti af suðlægum uppruna meira og minna alla helgina. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir unnendur vetraríþrótta á meðan öðrum þykir bara ágætt að vera laus við snjóinn og hálkuna. Ekki er spáð mikilli rigningu, en hitinn verður þeim mun vænni nú þegar þorr- inn gengur í garð. Þessi milda tíð gæti þessa vegna haldist fram í miðja næstu viku. 5 3 5 0 4 6 6 8 2 6 6 5 7 0 5 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Klæddu þig vel www.66north.is Mímir pollagalli 4 fréttir Helgin 21.-23. janúar 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.