Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 10
islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4900 Það borgar sig að byrja strax að spara Það getur munað miklu að eiga við bótar líf eyris sparnað við starfs lok. Því fyrr sem þú byrjar að spara og safna, því betra – og inn eign þín verður mun meiri við starfslok. Gakktu strax frá sparnaðinum hjá eigna- og lífeyrisþjónustu Íslandsbanka á Kirkjusandi eða í næsta útibúi. Lífeyrissparnaður N orsk innf lytjendayf irvöld hnepptu í liðinni viku „Norð-mann ársins 2010“ í gæslu- varðhald og hyggjast senda úr landi á næstunni. Nafnbótina fékk Maria Amelie fyrir að skrifa bók um reynslu sína sem ólöglegur innflytjandi í Nor- egi. Hún hefur aðlagast norsku sam- félagi betur en margir en nýtur engra réttinda í landinu. Málið hefur vakið heitar umræður í þjóðfélaginu og deil- ur milli ríkisstjórnarflokkanna. Ólöglega norsk Síðan fjölskyldan kom til Noregs 2002 hefur Maria Amelie gert allt sem í hennar valdi hefur staðið til að aðlagast norsku samfélagi. Hún hefur gengið í norska skóla, talar og skrifar reiprennandi norsku og býr nú með norskum kærasta sínum. Umsókn foreldra Mariu um póli- tískt hæli var endanlega hafnað 2004 og síðan þá hefur Maria Amelie og fjölskyldan búið í leyfisleysi í Noregi. Hún hefur ekki kennitölu og er hvergi á skrá hjá ríkinu, hefur ekki rétt á heil- brigðisþjónustu og fær ekki vegabréf. Hún fær heldur enga vinnu þótt hún hafi gengið í framhaldsskóla í Noregi og lokið grunnnámi og meistaraprófi frá háskólanum í Þrándheimi. Að auki hefur hún lifað í stöðugri hræðslu við að verða handtekin og send úr landi. Þessu öllu lýsir hún í bókinni sem hún gaf út á síðasta ári, Ólöglega norsk, í nokkurs konar uppreisn gegn norskri innflytjendalöggjöf. Handsömuð Innflytjendayfirvöld gátu vart setið auðum höndum eftir að mál Mariu hlaut svo mikla athygli. Hún var tekin höndum á fimmtudaginn í liðinni viku og fyrir liggur að hún verði send úr landi. Um leið og fréttist af handtökunni voru skipulögð fjöldamótmæli í öllum stærstu borgum Noregs. Norskir fjöl- miðlar hafa gert sér mikinn mat úr málinu og breiðfylking þrjátíu norskra mannréttinda- og hjálparsamtaka hafa gert Mariu að andliti herferðar sem kallast „Enginn er ólöglegur“. „Maria Amelie hefur ljáð ólögleg- um innflytjendum nafn sitt og andlit,“ segir sérfræðingur Noregsdeildar Amnesty International í málefnum innflytjenda og hælisleitenda, Beate Slydal. „Þess vegna lítum við á mál hennar sem lykilinn að baráttu fyrir bættum réttindum þeirra.“ Umdeilt mál, klofin stjórn Mál Mariu Amelie hefur vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu en sitt sýnist hverjum. Viðhorf Norðmanna endur- speglast í klofningnum sem upp er kominn í ríkisstjórninni. Menntamálaráðherrann Kristín Halvorsen, leiðtogi sósíalista, berst fyrir því að Maria fái að vera áfram í Noregi vegna þeirra sterku tengsla sem hún hefur bundist landinu. Hún vonast einnig til að þrýstingurinn verði til þess að ríkisstjórnin endur- skoði innflytjendalöggjöfina. Forsæt- isráðherrann Jens Stoltenberg segir hins vegar að Maria Amelie hafi ekki rétt til að dveljast í landinu, hún hafi í sex ár brotið innflytjendalög og að lög- in verði jafnt yfir alla að ganga. Á vef norska blaðsins Aftenposten, þar sem lesendur gátu tjáð sig um málið, tók einn svo til orða að maður fengi ekki ökuréttindi þótt maður hefði keyrt um réttindalaus í mörg ár. Lögmaður Mariu svarar því hins vegar sem svo að sú aðstaða sem Amelie er nú í, helgist af ákvörðunum sem foreldrar hennar tóku því hún hafi komið til Noregs sem ólögráða – og ósakhæfur – unglingur. Tvískinnungur Öðrum hefur gramist öll samúðin sem Maria hefur fengið. Lögfræðingurinn Jan Rino Austdal, sem hefur varið marga innflytjendur fyrir norskum dómstólum, bendir á að enginn hafi mótmælt á götum Óslóar þegar 17 ára strákur og móðir hans voru send aftur til Tsjetsjeníu, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að strákurinn hafi sætt pyntingum þar. Peter Eide, sem vann að fyrrnefndri herferð fyr- ir réttindum ólöglegra innflytjenda fyrir hönd hjálparsamtakanna Norsk folkehjelp, sagði að þótt hann fagnaði þeirri athygli sem nú beindist að þess- um ósanngjörnu lögum þá næði það engri átt að veita sætum stjörnuinn- flytjanda undanþágu á meðan skeggj- uðum mönnum frá Miðausturlöndum og Afríku væri hafnað. Herdís Sigurgrímsdóttir ritstjórn@frettatiminn.is  Maria aMelie UMdeildUr iNNflytjaNdi Vilja vísa Norðmanni ársins frá Noregi Mál Mariu Amelie hefur vakið hörð viðbrögð í Noregi. Hún kom barnung til landsins sem flóttamaður með foreldrum sínum, varð hluti af norsku samfélagi án þess að fá kennitölu eða viðurkenningu kerfisins og nú á að senda hana úr landi. Hver er Maria Amelie? Maria Amelie fæddist í Norður-Ossetíu, í hinum rússneska hluta Kákasusfjalla, árið 1985. Fjölskyldan flúði til Finnlands þegar Maria Amelie var 12 ára og áfram til Noregs 2002. Hælisumsókn í Noregi var endanlega hafnað 2004. Maria Amelie er rithöfundarnafn. Hún kýs að leyna sínu upprunalega nafni en hefur gengið undir nafninu Maria Bidzikoeva í Noregi. Hún gekk í fram- halds- og háskóla í Noregi, talar og skrifar reiprennandi norsku og býr með norskum kærasta sínum. Fréttaskýringa- tímaritið Ny tid valdi hana Norðmann árs- ins 2010 fyrir að lýsa aðstæðum sínum sem ólöglegur innflytjandi í bókinni „Ólöglega norsk“. Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp á rúmri viku. Lj ós m yn d/ Pa x fo la g 10 fréttir Helgin 21.-23. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.