Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 22
F í t o n / S Í A Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn eftir einstaklingsframboðum í stjórn VR. Jafnframt auglýsir kjörstjórn eftir einstaklingsframboðum á lista uppstillinganefndar í trúnaðarráð félagsins. Um er að ræða formann félagsins, 7 aðalmenn í stjórn, 3 varamenn í stjórn og 82 í trúnaðarráði. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi til kjörstjórnar á skrifstofu VR. Skrifleg meðmæli 50 félagsmanna þarf vegna framboðs til formanns, 10 vegna framboðs til stjórnar og 5 vegna framboðs til trúnaðarráðs. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 3. febrúar 2011. Frambjóðendum er bent á að kynna sér nánari upplýsingar á heimasíðu VR, www.vr.is. Kjörstjórn Þeir mega eiga Twitter-upplýsingarn- ar en mér er annt um þær á Facebook Á hverjum einasta degi missum við spón úr aski upplýsinga- frelsis, og það án þess að fólk geri sér grein fyrir því. H ún hnippir í utanrík- isráðherra og vindur sér að umhverfisráð- herra og nær áheyrn þeirra með hraði. Þetta er konan sem með stuttum fyrirvara ákvað að bjóða sig fram til þings fyrir síðustu kosningar. Áður, sem umhverfisverndarsinni og tals- maður Saving Iceland í mótmæl- unum gegn Kárahnjúkavirkjun, tók það hana mánuði að ná áheyrn fólks í þessum áhrifastöðum. Nú þegar hún gegnir þingmennsku magnast áhrif hennar. Hún var í ástralska frétta- miðlinum ABC í gær, fimmtudag, eftir að hafa verið í kastljósi fjöl- miðla um allan heim síðustu vikur vegna kröfu bandarískra stjórnvalda um að fá afhentan allan póst og upp- lýsingar sem hún hefur sent um sam- skiptasíðuna Twitter. Birgitta Jóns- dóttir, þingmaðurinn með stingandi bláu augun – eins og kanadískir fjölmiðlar lýstu henni – hefur ekki áhyggjur af því yfir hvaða upplýs- ingar bandarísk stjórnvöld kunna að komast í gegnum Twitter. „Kannski er þetta fyrst og fremst gósentíð fyrir íslenska þýðendur,“ segir hún glettin en slær fljótt á al- varlegri strengi. „Ég hef þó ákveðn- ar áhyggjur af því að allar mínar upplýsingar af Facebook hafi verið afhentar. Mér finnst það sýnu alvar- legra því vinir mínir hafa sent mér persónulegar upplýsingar án þess að átta sig á því hve opinn vefurinn er. Ég vil ekki að þær séu í höndum bandarískra yfirvalda.“ Assange tengdur njósnum? Birgitta segir að Alþjóða þing- mannasambandið hafi tvívegis fjallað um málið í þessari viku, síð- ast í gær. „Ég sendi þeim bréf um þýðingu málsins í þessu stóra sam- hengi,“ segir hún og vísar til þess að þingmenn njóti friðhelgi til þess að þeir geti beitt sér á alþjóðavett- vangi. „Við lögfræðingar mínir feng- um frest til 26. janúar til að ganga frá okkar máli. Markmiðið er að fá bandarísk stjórnvöld til að falla frá Birgitta hefur vakið athygli víða um heim vegna baráttu sinnar með Wikileaks, kröfu bandarískra stjórnvalda um að fá Twitter-upplýsingar hennar og hugmynda um Ís- land sem friðland tjáningar- frelsis og upplýsinga. Ljós- mynd/Hari Birgitta Jónsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla víða um heim vegna hugmynda sinna um að Ísland verði friðland upplýsinga og tjáningar- frelsis. Hún lýsir því hvernig lögfræðingar stórfyrirtækja um allan heim sérhæfi sig í að koma öllum neikvæðum upplýsingum úr seilingar- fjarlægð frá almenningi og herji á veikburða fjölmiðla með hótunum um lögsóknir. Athyglina úti fékk hún þó fyrst með aðkomu sinni að Wikileaks. Hún segir bandarísk stjórnvöld ekki stöðva lekann á vefinn þótt þeim takist að ná Julian Assange. Framhald á næstu opnu 22 viðtal Helgin 21.-23. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.