Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 60
60 dægurmál Helgin 21.-23. janúar 2011 V ið fengum að sjá karlinn. Mick Jagger tók sig mjög vel út, sagði nokkur orð og var voða fínn. Mér fannst hann bara líta vel út, að minnsta kosti miðað við aldur,“ segir Kristrún Zakarí- asdóttir, fjármálastjóri Dressmann á Íslandi, en hún fór fyrr í þessum mánuði, ásamt fjórum verslunar- stjórum fyrirtækisins, til Buenos Aires í Argentínu þar sem samið var um samstarf hinnar fornfrægu rokk- sveitar Rolling Stones og Dressmann- fatakeðjunnar. Íslensku fimmmenningarnir voru í hópi um 600 verslunarstjóra Dress- mann í Argentínuferðinni. Dress- mann-karlmannsfatakeðjan er norsk að uppruna, í eigu þriggja bræðra – Varner -bræðranna – en verslanir keðjunnar skipta nú hundruðum víða um lönd og hún er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Markmiðið er, að því er segir í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv, að Dressmann verði stærsta karlmannsfatakeðja í heimi og það staðfestir Kristrún. Hún segir að kominn sé á samn- ingur milli Dressmann og hinnar frægu hljómsveitar um sérstaka Rolling Stones -fatalínu sem kynnt verður í verslununum í komandi febrúarmánuði. Meiningin sé að Rolling Stones kynni í Dressmann- auglýsingum sína línu, þ.e. boli með Rolling Stones og ekki síst tungunni frægu sem er eins konar vörumerki hljómsveitarinnar, nærföt og fleira. Menn geta því hér eftir gengið með Mick Jagger, söngvara Rolling Sto- nes, næst sér. „Við höldum eftir sem áður öll- um okkar hefðbundna fatnaði og jakkafötin sem verið hafa gegnum árin breytast ekkert. Gömlu kúnn- arnir fá því sitt eins og verið hefur. Rolling Stones-línan er bara viðbót,“ segir Kristrún og bætir því við að hæghoppandi grásprengdu jakka- fatakarlarnir sem hingað til hafa auglýst Dressmann-fötin valhoppi áfram í auglýsingum samhliða Mick Jagger, Keith Richards og hinum gömlu brýnunum í Rolling Stones. Dressmann-verslanir hér eru fjórar; í Kringlunni, Smáralind, á Laugavegi og Akureyri. Kristrún segir að Argentínufar- arnir hafi ekkert fengið að vita fyrir- fram um aðkomu Rolling Stones en Mick Jagger mætti einn fyrir hönd hljómsveitarinnar. „Það er ekki rétt sem einhvers staðar hefur sést að Rolling Stones hafi haldið fyrir okk- ur hljómleika. Við vissum ekkert af þessu, héldum bara að við værum að fara í partí einhvers staðar þegar við fórum upp í rútuna,“ segir Kristrún en tekur þó fram að bannað hafi ver- ið að taka myndavélar og síma með í rútuferðina. „Ég á því ekki mynd af Mick Jagger,“ segir hún, „og fékk ekki að koma við hann, enda var hann vel varinn – en ég sá hann.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  karlmannsföt rolling stones í samstarf Við Dressmann Hann tók sig vel út, karlinn Fjórir verslunarstjórar Dressmann á Íslandi, auk Kristrúnar Zakaríasdóttur fjármálastjóra, sáu goðið Mick Jagger í hópi 600 starfssystkina í Buenos Aires í Argentínu. Kristrún Zakaríasdóttir, fjármálastjóri Dressmann á Íslandi: „Mér fannst Mick Jagger líta vel út, að minnsta kosti miðað við aldur. Hann var voða fínn, karlinn.“ Með Kristrúnu er Ellert Baldursson verslunarstjóri á Laugavegi. Ljósmynd/Hari Mick Jagger, söngvari Rolling Stones. Hjómsveitin fornfræga hefur gert samning um fatalínu Dress- mann-fatakeðj- unnar. f réttatíminn greindi frá því í síðustu viku að mikil ásókn væri í miða sem ferðaskrifstofan Vita hefði í boði á Old Trafford, heimavöll Manchester United. Manc- hester United-klúbburinn á Íslandi á miðana sem eru alls 58 ársmiðar. Steinn Ólason, formaður klúbbsins, segir í samtali við Fréttatímann að klúbburinn hafi fyrst fengið ársmiða árið 2006 og þeim hafi fjölgað upp í 58 í ár. „Við gerðum þetta til að tryggja að allir stuðningsmenn Manchester United gætu komist á völlinn í það minnsta einu sinni á hverju tímabili og það hefur sýnt sig að þetta má ekki minna vera,“ segir Steinn og bætir við að líklega fari hátt á annað þúsund stuðn- ingsmanna Manchester United á Old Trafford á yfirstandandi tímabili. Um 2.400 manns hafa greitt árgjald í klúbb- inn á þessu tímabili og segir Steinn að þeim eigi eftir að fjölga áður en yfir ljúki. Spurður um árgjaldið segir Steinn að það sé þrjú þúsund krónur. „Við pössum okkur á að gefa meðlimum klúbbsins gjafir sem fara langleið- ina með að dekka árgjaldið. Þannig að þetta er ekki svo mikið,“ segir Steinn sem er í óða- önn að undirbúa árlegt happdrætti klúbbsins til styrktar ferð sem klúbburinn fer með fatl- aða stuðningsmenn á Old Trafford. -óhþ  uniteD-klúbburinn 58 ársmiðar á olD trafforD Full mæting á hvern leik Steinn Ólason, formaður United-klúbbsins, segir gríðarlegan áhuga á miðum á Old Trafford. Steinn í sparifötunum. M yn d úr e in ka sa fn i. HOLLUSTA Sölustaðir 10-11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V-Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja. N Æ R I N G O G H O L L U S T A Gæðafiskur bitafiskur og harðfiskur kemur þar ferskur inn. Gæ ða fis ku r e r f ra m le id du r m eð k æ ld ri fra m le ið slu að fe rð se m tr yg gi r f er sk le ik a og n æ rin ga rg ild i vö ru nn ar . G æ ða fis ku r i nn ih el du r r ífl eg a fim m fa lt m ei ri næ rin gu e n sa m a þy ng d af fe rs ku m ý su flö ku m . Rétt næring eykur andlegan og líkamlegan styrk og stuðlar að betri heilsu. Verk tileinkað Vigdísi Á fjórðu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins verður meðal annars flutt nýtt verk eftir Jónas Tómasson sem hann tileinkar Vigdísi Finnbogadóttir. Tónskáldið segir svo frá verki sínu La belle jardinière: „Þegar Tríó Sírajón bað mig að semja fyrir sig, var ég að horfa á myndina La belle jardinière eftir Paul Klee og fannst myndin vera af Vigdísi Finn- bogadóttur. Með það í huga varð verkið til – einþátt- ungur en fyrri hluti hans heitir sáning og sá síðari garðurinn syngur. Tileinkað hinni skemmtilegu garðyrkjukonu fertvítugri.“ Á tónleikunum verða einnig leikin verk eftir Jan Krtitel Vanhal, Alban Berg, Darius Milhaud og Igor Stravinsky, en þeir verða haldnir sunnudaginn 23. janúar í Bústaða- kirkju. Málverkið La Belle Jardiniere eftir Paul Klee.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.