Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 8

Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 8
A T A R N A Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél og þurrkari frá Siemens. Einstök gæði. Góð þjónusta. Þetta eru tækin handa þér! Líf í árvekni Mindful Living Sálfræðistofa Björgvins Ingimarssonar www.salfraedingur.is Kennt þriðjudagskvöld í sex skipti 1. febrúar - 8. mars Skráning í síma 571 2681 eða bjorgvin@salfraedingur.is Námskeið í einfaldari og streituminni lífsstíl Lausnir við: - streitu - krónískum verkjum - vefjagigt - síþreytu - þyngdaraukningu - kvíða  Bílar Chevrolet volt-rafBíll Bíll ársins í Norður-Ameríku Chevrolet Volt hefur verið valinn bíll ársins 2011 á stærsta mark- aði heims, Norður Ameríku. Valið markar tímamót því Chevrolet Volt er fyrsti rafbíllinn sem hampar þessum virta titli. Þetta er niður- staða dómnefndar sem skipuð er 49 bílablaðamönnum sem starfa á hinum ýmsu sérhæfðu miðlum í Bandaríkjunum og Kanada; fag- blöðum, vefmiðlum, sjónvarpi og útvarpi, að því er fram kemur í til- kynningu Bílabúðar Benna, um- boðsaðila Chevrolet. „Það er sérstaklega ánægjulegt á þessum tímapunkti og segir sína sögu að rafmagnsbíll skuli landa titlinum „Bíll ársins í Norður-Amer- íku.“ Nú eru að rætast allar vænting- ar okkar um að hér sé á ferðinni bíll sem gæti bylt bílaiðnaðinum. Til- koma þeirrar einstöku tækni sem Voltinn byggist á breytir því ekki aðeins hvers konar bílum við mun- um aka í framtíðinni heldur einn- ig hvernig við komum til með að umgangast náttúruna,“ segir Dan Akerson, stjórnarformaður GM, framleiðanda Chevrolet. Í tilkynningu Bílabúðar Benna kemur fram að Chevrolet Volt hafi hlotnast fleiri viðurkenningar að undanförnu. Bíllinn er væntanlegur til Íslands síðar á árinu. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is í marga mánuði hefur Helgi Sig-urðsson barist fyrir því að fá flóttaleið úr íbúð sinni ef eldur skyldi koma upp í blokkinni. Bær- inn hefur ítrekað gefið arkitekt- inum og byggingarverktakanum frest til að leysa málið. Formaður húsfélagsins segir hönnunargallann dæmi um að eftirlitsaðilar hafi ekki komist yfir þær teikningar sem þeir áttu að samþykkja í uppsveiflunni. Með andarteppu alla nóttina og léttklæddur á daginn, oft í um þrjá- tíu stiga hita þegar sólin skín, situr Helgi Sigurðsson í íbúðinni sem hann keypti á fyrstu hæð á Norður- bakkanum í Hafnarfirði fyrir um þremur árum. Íbúðin er með alla glugga í sömu átt og eina flóttaleið út á gang blokkarinnar. „Ég áttaði mig ekki á því þegar ég keypti að það vantaði flóttaleið úr íbúðinni,“ segir Helgi sem ásamt formanni húsfélagsins, Sigurði Björgvinssyni, berst nú fyrir um- bótum. Í þrígang hefur skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar ítrekað við arkitektinn Björn Ólafs, sem býr í Frakklandi, og bygging- arverktakann ÞG verktaka að skila inn gögnum um hvar setja eigi upp flóttaleið og í tvígang hótað dag- sektum, en ekki framfylgt þeim. Bjarki Jóhannesson, skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar, segir að svarið frá arkitektinum sé að hluta komið en hann eigi enn eft- ir að skila inn teikningum sem þurfi að samþykkja. „Það var ekki nógu skýrt á teikningum að opnanlega fagið væri svona lítið,“ segir hann og bætir við að þegar dagsektunum hafi verið hótað hafi upplýsingarnar skilað sér. Spurður hvort bæjarfélög gefi ítrekað frest, svarar hann: „Við erum bundin af meðalhófsreglu stjórnsýslulaga um það að taka ekki til harðari aðgerða en þörf krefur svo að leysa megi málin.“ En spurð- ur hvort það eigi við þegar manns- líf geti verið í húfi segir hann að í dæmi Helga sé ekki hægt að segja að íbúðin sé alveg flóttaleiðarlaus þar sem hún sé á jarðhæð. „Málið er í raun einungis það að hægt sé að komast út um gluggann án þess að brjóta hann.“ Helgi er ánægður á Norður- bakkanum og með flotta íbúðina, að öðru leyti en því að hann þarf að opna fram á gang til að ná ein- hverjum trekk um hana. Þá gengur lofthreinsitæki allan daginn vegna loftleysis og honum finnst hann ekki geta selt hana í þessu ástandi, kæmi til þess. Hann vonar því að bærinn leysi málið „áður en ég dey“ en hann er 73 ára. Sigurður formaður segir íbúð Helga augljóst dæmi um fram- kvæmdahraðann á þenslutímanum fram að hruni; menn hafi ekki náð að komast yfir allar teikningar og gera hlutina rétt. Bjarki tekur und- ir það: „Jújú, það hefur sjálfsagt verið það, sko. En arkitektinn er vandvirkur og þarna hefur eitthvað klikkað.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  hafnarfjörður Brunavarnir Engin flóttaleið ef blokk á Norðurbakka brennur Helgi Sigurðsson, íbúi í blokk á Norðurbakkanum í Hafnarfirði, vill fá brunaútgang á íbúðina sína. Hann segist ekki komast neitt ef blokkin brennur. Helgi Sigurðsson á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. Flóttaleið, kvikni í, vantar á íbúðina hans og hann bíður úrbóta. Ljósmynd/Hari Fólk án flóttaleiða „Við sjáum þess dæmi að fólk hugsi ekki út í að það geti kviknað í heim- ilum þess. Bæði að ekki hafi verið byggt þannig í upphafi og að fólk taki sig til og breyti íbúðum sínum þannig að það skerði flóttaleiðir þess,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Þótt slökkviliðið sinni ekki eftirliti með heimilum hefur það látið búa til fræðsluefni um mikilvægi brunavarna. „Við fylgjumst hins vegar með atvinnu- húsnæði og höfum séð ótrúlegar úrlausnir þar þegar settar hafa verið upp íbúðir í óleyfi. Það er mjög mikilvægt að brunavarnir séu í lagi og ég tel að enginn reyni meðvitað að hafa þetta ekki í lagi heldur sé um vanþekkingu og hugsunarleysi að ræða.“ -gag 8 fréttir Helgin 21.-23. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.