Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 14

Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 14
MESTI HAGNAÐURINN (í milljörðum króna) Félag Helstu eigendur Hagnaður Stoðir hf. Kröfuhafar (íslensku bankarnir) 211,8 Thomson Reuters á Íslandi sf. Skel fyrir erlent félag 67,5 Íslandsbanki hf. Erlendir kröfuhafar 23,9 Landsvirkjun Íslenska ríkið 23,7 Kaupþing fjármögnun ehf. Kirna ehf. (Kaupþing banki) 15,8 NBI hf. Íslenska ríkið 14,3 Norbord Investments Skel fyrir erlent félag 14,2 Ingersoll-Rand Finance Skel fyrir erlent félag 13,4 Arion banki hf. Erlendir kröfuhafar 12,9 Actavis Group PTC ehf. Actavis Group hf. 12,3 Nexfor fjármögnun ehf. Skel fyrir erlent félag 9,9 Medis ehf. Actavis Group PTC ehf. 9,3 CN Liquidity Management Íslandi Skel fyrir erlent félag 8,9 HS Orka hf. Magma, kröfuhafar 8,2 OneSource Finance Íslandi Skel fyrir erlent félag 7,4 Lindir Resources hf. Straumborg 6,8 SP Fjármögnun Eignarhaldsfélag NBI ehf. 5,5 Horn Fjárfestingarfélag ehf. NBI hf. 4,5 Samherji hf. Þorsteinn Már, Kristinn V 4,0 Polaris Seafood ehf. Samherji hf. 3,9 DMG Investments á Íslandi ehf. Skel fyrir erlent félag 3,9 Skinney-Þinganes hf. Fjölskylda HÁ og fleiri 3,6 Alcan á Íslandi hf. Alcan Holding Switzerland 3,0 Tryggingamiðstöðin hf. Stoðir hf. 2,9 Össur hf. Fleiri félög 2,8 Marel Iceland ehf. Eyrir Invest 2,7 Frontier Energy Íslandi sf. Skel fyrir erlent félag 2,7 Árvakur hf. Þórsmörk ehf. (GM) 2,5 HB Grandi hf. Nokkrir hluthafar (KL, ÓÓ) 2,3 Dunedin á Íslandi sf. Skel fyrir erlent félag 2,3 Landsbankinn eignarhaldsfélag ehf. NBI hf. 2,2 Síldarvinnslan hf. Samherji, Gjögur 2,1 Nóna ehf. Skinney-Þinganes ehf. 2,1 HG Ísland ehf. Dalsnes ehf. 2,1 Kaupfélag Skagfirðinga 1.400 einstaklingar 2,0 Icelandair ehf. Icelandair Group hf. 1,9 Bergey eignarhaldsfélag Vetrarmýri ehf. (MK 50%) 1,9 Actavis hf. Actavis Group PTC ehf. 1,9 Creditinfo Group hf. Info Capital, Scoresoft Holdings 1,9 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. Íslenska ríkið 1,7 Norvik hf. Decca Holdings, JHG, Straumborg 1,4 Atorka-Aqua Atorka (kröfuhafar, íslenskir bankar) 1,3 Ísfélag Vestmannaeyja ÍV fjárfestingafélag (GM) 1,3 Gjögur hf. Guðmundur Þorbjörnsson og fleiri 1,2 Dalsnes ehf. Ólafur Björnsson 1,2 Norðurorka ehf. Akureyrarkaupstaður 1,2 Vátryggingafélag Íslands Exista (kröfuhafar) 1,2 Rammi hf. Marteinn Haraldsson ehf. og fleiri 1,1 Noranda Íslandi ehf. Skel fyrir erlent félag 1,1 Icelandic Group ehf. Framtakssjóður Íslands og fleiri 1,1 Stoðir högnuðust mest í skjóli 224 milljarða króna afskrifta Þ að hefur verið létt- ara yfir stjórnendum Stoða, áður FL Group, þegar þeir skiluðu inn ársreikningi fyrir árið 2009 heldur en árin tvö á undan þegar tapið var 67 milljarðar 2007 og 350 milljarðar 2008. Árið 2009 skiluðu Stoðir nefnilega 211,8 milljarða hagnaði. Því miður fyrir eigendur og stjórnendur var það ekki að þakka einstökum rekstrar- árangri heldur afskriftum skulda upp á 224 milljarða, að því er fram kemur í ársreikningnum fyrir árið. Stoðir gengu í gegnum nauðasamn- inga á árinu eftir að hafa verið í sex mánaða greiðslustöðvun og tóku þá kröfuhafar, sem voru að stærstum hluta íslensku bankarnir Lands- bankinn, Íslandsbanki og Kaup- þing, yfir félagið. Að sama skapi minnkuðu umsvifin gríðarlega. Fé- lagið fór úr því að eiga hluti í bönk- um á Íslandi og í Þýskalandi, flug- félögum í tveimur heimsálfum og fjöldann allan af öðrum fyrirtækj- um yfir í það að eiga íslenskt trygg- ingafélag og stóran hlut í arðbærum evrópskum drykkjarvöruframleið- anda. Hagnaðartalan kemur fram í tölum sem Creditinfo tók saman að beiðni Frétta- t ímans um þau fimmtíu félög sem skiluðu mestum hagnaði á Íslandi árið 2009. Hafa skal í huga að þetta þarf ekki að vera endanlegur listi því enn hafa fjölmörg fyrirtæki ekki skilað inn ársreikningi fyrir það ár jafnvel þótt frestur til að skila inn slíkum reikningi hafi runnið út í september á síðasta ári. Mikill hagnaður hjá bönkunum Hinir endurreistu bankar, NBI, Ís- landsbanki og Arion banki skiluðu allir góðum hagnaði; Íslandsbanki þó sýnu mestum en allir bankarnir þrír skiluðu meira en tíu milljarða hagnaði. Þá eru áberandi á listan- um svokallaðar skeljar fyrir erlend félög en það eru erlend fyrirtæki sem skrá sig hér, án þess að vera með starfsemi, vegna skattalegs hagræðis. Þar má til dæmis sjá að fréttarisinn Reuters skilaði 67,5 milljarða hagnaði á árinu 2009. Af afskriftunum skaltu þekkja þá Þess hefur áður verið getið að Stoðir fengu 224 milljarða afskrif- aða í nauðasamningum við kröfu- hafa sem þýddi að eigendur félags- ins misstu sinn hlut og kröfuhafar tóku fyrirtækið yfir. Annað þekkt dæmi í afskriftum er síðan Árvak- ur sem skilaði 2,5 milljarða króna hagnaði jafnvel þótt tap væri upp á rúmlega 1,3 milljarða. Ástæðan var 4,3 milljarða króna afskrift Íslandsbanka og annarra þegar Þórsmörk, í eigu útgerðardrottningar- innar Guðbjargar Matthías- dóttur, Óskars Magnússon- ar og fleiri, keypti Árvakur í mars 2009 eftir að Björgólfur Guðmundsson hafði keyrt út- gáfuna í kaf. Önnur umdeild afskrift er 2,6 milljarða afskrift Landsbankans á skuld Nónu ehf., dótturfélags úgerðarfélagsins Skinneyjar-Þinganess, sem er að hluta til í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi ráð- herra og formanns Framsóknar- flokksins. Afskriftin hafði þau áhrif að móðurfélagið Skinney-Þinganes skilaði 3,6 milljarða hagnaði. Undantekningin sem sannar regluna Athyglisvert er að sjá að félagið Actavis Group PTC, sem er í eigu Actavis Group hf., skilaði 12,3 milljarða króna hagnaði árið 2009. Helsta ástæðan er gott gengi dóttur- félags þess, Medis ehf., sem skilaði 9,3 milljarða króna hagnaði. Það sér um sölu á lyfjum og lyfjahugviti til þriðja aðila. Öll önnur félög í langri og flókinni Actavis-keðju Björgólfs Thors Björgólfssonar skiluðu gífur- legu tapi. Sjávarútvegurinn sterkur Eins og sjá má á listanum er staða sjávarútvegsfyrirtækjanna nokkuð sterk. Tvö stærstu útgerðarfélög landsins, Samherji og HB Grandi, skila fínum hagnaði auk Síldar- vinnslunnar. Nokkur fyrirtæki inn- an sjávarútvegsins eiga þó í vanda þrátt fyrir góðan hagnað á árinu 2009. Þannig er Gjögur með nei- kvætt eiginfé og Skinney-Þinga- nes þurfti á milljarða afskriftum að halda. Það þarf síðan ekki að koma á óvart að nýsköpunarfyrirtækin Marel og Össur skila góðri afkomu. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Framhald á næstu opna Endurreistu bank­ arnir þrír sýndu fínar hagnaðartölur á árinu 2009. Félög með afskrifaðar skuldir, bankar, sjávarútvegsfyrirtæki og félög í eigu erlendra stórfyrirtækja með enga starfsemi á Íslandi högnuðust mest á árinu 2009. Fyrrverandi stjórn­ endur Stoða, sem hét þá FL Group, þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason, sjást hér ásamt Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Stoða, sem lét af störfum um mitt ár 2010. Samherji, undir stjórn Þorsteins Más Baldvinssonar, var eitt af mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum sem skiluðu góðum hagnaði á árinu 2009. Ólíkt félagi eins og Skinney­Þinganesi, sem fékk afskrifaða hátt í þrjá milljarða af sínum skuldum, stendur Sam­ herji gríðarlega vel. 14 úttekt Helgin 21.­23. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.