Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 46
46 tíska Helgin 21.-23. janúar 2011 Hippinn fær að njóta sín Dagbjört Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Topshop í Smáralind Vorlínan verður mjög fjölbreytileg hjá okkur. Þetta er mjög kvenleg lína og blómamynstur eru áberandi. Einn- ig sést mikið af köflóttum skyrtum og röndóttar flíkur virðast ætla að halda vinsældum. Pilsin fara hátt upp í mittið og síddin fer jafnvel niður fyrir hné, sem við höfum ekki séð lengi. Pastellitir ein- kenna mikið flíkurnar okkar, jafvel fölgulur, og grái liturinn verður sýnilegur. Ég hef mikla tilfinningu fyrir því að hippinn fái að njóta sín í vor í bland við kvenlegan fatnað. Mikil litagleði mun ríkja, bæði sterkir og mildir. Litlar töskur virðast vera að koma mikið inn núna og háu hæl- arnir munu með öllum líkindum halda vinsældum sínum. Það lítur út fyrir að stóru sólgleraugun komi aftur sterkt inn og hárbönd og sumarlegir sandalar verða mikið notaðir.“ Djarfari fatnaður Villhjálmur S. Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarð- inum, Kringlunni V ið erum að byrja að taka upp nýjar vörur. Vorlínan okkar verður örlítið djarfari og litaglað- ari en venjulega. Smáatriðin eru áberandi á nýju vörunum, skraut- legir hnappar eða litaðir saumar. Við leggjum mikið upp úr skyrtum sem eru hver annarri ólíkari. Hvíta skyrtan, sem hefur verið mest selda varan gegnum árin, fær von- andi aðeins að hvíla sig og litsterk- ari flíkurnar að njóta sín betur. Það er skemmtilegt að eiga öðruvísi skyrtu en næsti maður. Svo eru að koma sterkt inn stakir jakkar sem eru flottir við gallabuxur; jafn- vel öðruvísi jakkar með bótum á olnbogum eða þvíumlíku. Pólóbolirnir frá Ralph Lauren verða ómissandi í sumar. Við erum að fá mun fleiri liti en áður í nýju sendingunni. Enginn er maður með mönnum nema eiga einn slíkan.“ Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 rúm rúmgaflar kojur púðar sófaborð borðstofuhúsgögn skrifstofuhúsgögn heilsukoddar Patti Húsgögn 10-50 %afsláttur sófar tungusófar sófasett hornsófar relax stólar stakir sófar Útsala Útsala Útsala Landsins mesta úrval af sófasettum STÓLAR FRÁ 7.950 LEÐUR SÓFASETT 3+1+1 - 199.950 BORÐ FRÁ 19.950 Hver flík einstök Krista Sigríður Hall, verslunar- stjóri Spúútnik á Laugavegi: S púútnik er „vintage“-verslun svo að við höldum okkur ekkert endilega við einhverja eina ákveðna línu. Í þeim bransa eru allar flíkur einstakar og við reynum að sinna kúnnahópnum sem best með því að fylgjast með nýjustu tískustraumunum. Ég geri ráð fyrir að litadýrðin verði allsráðandi í sumar. Allir regnbogans litir verða áberandi og helst þeir sterku eins og appel- sínugulur og túrkísblár. Vonandi kemur svo hvíti liturinn sterkt inn á móti þeim svarta. Röndótt verður líklega mikið sýnilegt og þá sér- staklega áberandi hjá strákum. Hippadýrkunin heldur áfram að vera vinsæl og við reynum að sinna þeirri tísku vel með síðum pilsum eða kjólum. Við munum halda áfram að vera mikið með blúndu og vel heklaðar flíkur. Skó- tískan verður áberandi, helst skór með þykkum hæl, bæði reimaðir og opnir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.