Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 58
58 dægurmál Helgin 21.-23. janúar 2011  Plötuhorn Dr. Gunna  leikDómur elsku barn Dúet ii  Björgvin Halldórsson Þegar herra Björgvin kemur með nýja plötu getur hlustand- inn gengið að gæðunum vísum, allt er tipptopp og gullbarkinn vel smurður. Hér syngur Björgvin tólf dúetta, jafnt með ungliðum sem reynsluboltum. Útkoman er seðjandi ball- öðuplata, sárasjaldan of sæt heldur yfirleitt látlaus og akkúrat. Í kántrískotnu poppi er Bó á heimavelli eins og í lögunum sem hann syngur með KK, Siggu Toll og Kalla sanna, svo ekki sé minnst á besta lag plötunnar, hina tregafullu Minningu sem Mugison tekur með honum. Til að innsigla skotheldan díl fylgir fyrri dúetta-plata Björgvins frá 2003 með þessari úrvals plötu. it’s Getting Colder  We Made God We Made God blandar saman dreymandi stór- fljótarokki í anda Sigur Rósar og kraftmiklu nútíma- þungarokki. Söngvarinn Magnús öskrar mikið og virðist reiður, sem kemur undarlega út þegar bandið er allt á viðkvæmum nótum á bak við hann, ekki kveikt á fösspedalanum eða neitt. Þegar hann heldur reiðu öskrunum í lágmarki finnst mér bandið best, enda er hann fínn söngvari. Platan er ágæt, það eru mjög sannfærandi sprettir innan um staðalhjakk og þetta eru klárir spilarar. Ef úthaldið bregst ekki má búast við frábæru stöffi í framtíðinni. látum verkinn tala  Sverrir Stormsker Hér syngja Ingó Veðurguð, Kalli Bjarni, Snorri Idol og Alda Björk með Storm- skerinu í sextán lögum. Sam- kvæmt ítarlegu textablaði samdi Sverrir flest lögin á unglingsárum, svo það má segja að hann sé að taka til á þessari plötu. Músíkin er „ekta Stormsker“, hrekklaus, melódísk og blátt áfram. Textarnir eru trompið. Sumir eru kreppuvæddir á kjaftforan meinfyndinn hátt, aðrir eru tímalausari, bæði spakir og brundfyllisgremju- legir. Stormsker er kæst skata íslenska poppbransans og þessi plata breytir engu þar um: Þeir sem fúlsa við honum gera það áfram, hinir komast í angandi veislukost. s ýningin Elsku barn í Borgarleikhúsinu er afar vel heppnuð stúdía um sekt og sakleysi, áhrifamikil, frumleg og af- skaplega vel leikin. Leikrit Dennis Kelly er byggt á heim- ildum um afar dramatíska atburði í bresku samfé- lagi en verkið hverfist um móður sem misst hefur tvö börn sín – sumir álíta að hún hafi myrt þau, aðr- ir trúa á sakleysi hennar. Verkið er byggt upp í kringum eintöl, yfirheyrslur nokkurs konar, þar sem persóna leikskáldsins, ósýnileg á sviðinu þó, er miðlæg og áhorfendur dragast inn í völundarhús túlkana og blekkinga sem erfitt er að rekja. Leikhópurinn og aðstandendurnir færa áhorfendum þetta viðkvæma efni og vand- meðfarna leikhúsform og gera úr því hreint frábæra sýningu. Það er vogað að velja svona verk; leikstjórinn Jón Páll Eyjólfs- son á hrós skilið fyrir styrka stjórn sína og það að sýningin verður aldrei boðandi – þvert á móti er hún afar opin allt til enda. Og um hana er hægt að ræða út í hið óend- anlega. Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur er í einfaldleik sínum hreint mögnuð og marg- laga eins og verkið. Tónlist og hljóðmynd Halls Ingólfssonar kallaði fram gæsahúð og spilaði á alla réttu sálarstrengina. Lýsing Þórðar Orra Péturssonar dró fram bæði drunga og fegurð. Unnur Ösp Stefánsdóttir er óum- deilanlega stjarna kvöldsins. Hún nær með sínum fínustu blæbrigðum að skapa heillandi, hættulega og brjóstumkennan- lega unga konu sem hristir rækilega upp í hugmyndum áhorfenda um „sannleikann” og „sannleikann í leikhúsinu”. Móðurina Lynn leikur Halldóra Geirharðsdóttir en það er ekki síður bitastætt hlutverk. Lynn er hentistefnu-kameljón, kona sem fær sínu framgengt og svífst einskis. Hall- dóru tekst að skapa úr henni manneskju sem samt á samúð og maður hlær með en ekki að. Benedikt Erlingsson leikur sál- fræðinginn sem stokkið hefur á fjölmiðla- vagninn og upphefur sjálfan sig og fræði sín um myrðandi mæður. Umbreyting hans úr ráðstefnu fræði manni yfir í örvæntingar- fullan hræsnara var hreint mögnuð. Eigin- manninn syrgjandi leikur Hallgrímur Ólafsson og hef ég aldrei séð þann mæta leikara í jafn eftirminnilegu hlutverki. Valur Freyr Einarsson leikur vin móðurinnar og er fantafínn sem meðvirknis-kolleginn sem afhjúpar tvöfeldni hennar. Nína Dögg Fil- ippusdóttir leikur blaðakonu og eiginkonu sálfræðingsins og landar hvoru tveggja með stæl; hún á afskaplega auðvelt með að skapa persónur úr örfáum dráttum. Hér er á ferðinni glæsilegur hópur frá- bærra listamanna með magnað verk í hönd- unum, verk sem á brýnt erindi við fólk á öll- um tímum. Drífið ykkur í leikhús. Kristrún Heiða Hauksdóttir Hér er á ferð- inni glæsi- legur hópur frábærra listamanna með magnað verk í hönd- unum ...  elsku barn Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson Borgarleikhúsið Unnur Ösp Stefánsdóttir er óumdeilanlega stjarna kvöldsins. Glæsileg stúdía um sekt og sakleysi  tónlist JaPanskur meistari á íslenska vísu Kolbeinn og Caput hjá Naxos s kömmu fyrir áramót kom út hljómplata með Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og Caput-hópnum hjá Naxos-útgáf- unni. Á plötunni flytja Kolbeinn og félagar lög eftir japanska meistarann Toshio Hosokawa undir stjórn Snorra S. Birgis- sonar. Naxos er stærsta og virtasta hljóm- plötuútgáfa heims á sviði klassískrar tónlistar og dreifingin því umtalsverð. Útgáfan er mikill heiður fyrir íslensku listamennina. Einu forverar Kolbeins og Caput í útgáfustokki Naxos eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, með verk Sibeliusar, og Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari sem hefur fengið tvær plötur gefnar út hjá þessum klassíska risa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.