Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 2
Ríkið selur rúmlega helmingshlut í Sjóvá Fagfjárfestasjóðurinn SF 1 hefur keypt 52,4% hlut í trygg- ingafélaginu Sjóvá af Eignasafni Seðlabanka Íslands. Kaupverðið fyrir hlutinn er rétt um 4,9 milljarðar króna, að því er fram kemur í tilkynningu Seðlabankans, en heildarvirði Sjóvár er samkvæmt þessu 9,35 milljarðar króna. Söluverðið er nokkru lægra en rætt var um í tengslum við tilboð fjárfestahóps sem dró sig út úr söluferli félagsins í nóvember. Heiðar Már Guðjónsson leiddi þann hóp. -jh Njósnatölva á Alþingi? Grunur leikur á að tölvu hafi verið komið fyrir í auðu herbergi í húsnæði Alþingis við Austurstræti í því skyni að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis, hlaða niður gögnum og senda í aðra tölvu, að því er Morgunblaðið greindi frá í gær. Tölvan fannst í febrúar í fyrra en öll auðkenni höfðu verið máð af henni. Öll gögn eyddust út af tölvunni þegar hún var tekin úr sambandi. Lögreglan rannsakaði málið án þess að komast að niðurstöðu en Morgunblaðið sagði að jafnvel hefði leikið grunur á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks hefðu komið tölvunni fyrir. Málið kom til umræðu á Alþingi í gær og forseti Alþingis fundaði með þingflokkum og gerði þinginu form- lega grein fyrir málinu. -jh Andstaða við veggjöld Mikill meirihluti sem afstöðu tók í könnun MMR er andvígur veggjöldum til að fjár- magna nýframkvæmdir í samgöngu- málum, eða 81,9%, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Lítill munur reyndist á afstöðu fólks eftir því hvort það býr á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi.-jh Kók og saltfiskur Mario Rotllant, aðaleigandi Coca-Cola á Spáni, er sagður hafa keypt Vífilfell, fram- leiðanda Coca-Cola hérlendis, af Þorsteini M. Jónssyni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 en í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í gær sagði að fyrirtækið Copesco- Sefrisa, sem er í eigu Rotllants, hefði keypt íslenskan saltfisk til langs tíma, eða á aðra öld. Sala Vífilfells er sögð vera hluti af skuldauppgjöri Þorsteins við Arion banka. Coca-Cola-veldi Rotllants teygir sig einnig yfir Miðjarðarhafið, til Marokkó, auk þess sem hann er vínframleiðandi. Þá kemur hann að hótelrekstri og er m.a. stofnandi fyrirtækis sem annast ljósmyndasýningar. -jh Landspítalinn var rekinn með 52 milljóna króna tekjuafgangi á árinu 2010 en það er rúmlega 0,1% af heildarveltu, að því er fram kemur í bráðabirgðauppgjöri. Heild- arvelta spítalans á árinu var 40,1 milljarð- ur króna. Rekstrarframlag ríkissjóðs var 33,1 milljarður. Starfsmönnum fækkaði um 200 í fyrra og dregið hefur úr launa- kostnaði um 1,2 milljarða króna. Launa- kostnaður var langstærsti útgjaldaliður- inn, 25,5 milljarðar króna. Lyfjakostnaður lækkaði um 12% á árinu og rannsóknir voru 17% færri en árið á undan. Meðal- legutími sjúklings styttist heldur. Björn Zoëga er forstjóri Landspítalans. -jh Tekjuafgangur hjá Landspítalanum 52 milljónir TEKJuAFGANGuR LANdSSpÍLA á árinu 2010 Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Stefán Héðinn Stefánsson sést hér yfirgefa embætti sérstaks saksókn- ara í fylgd lögreglumanna. Mynd/Hari  SérStakur SakSóknari rannSókn á LandSbankanum Skoðar milljarða millifærslur til MP og Straums á degi neyðarlaga Sérstakur saksóknari handtók í gær fjóra aðila tengda Landsbankanum og gerði húsleit á fimm stöðum í höfuð- borginni í tengslum við rannsókn á mál- efnum Landsbankans. Húsleit fór fram í Straumi, MP banka, Landsbankan- um, Seðlabankanum og höfuðstöðvum Landsvaka. Þeir sem voru handteknir eru Stefán Héðinn Stefánsson, aðstoð- arforstjóri Saga Capital og fyrrverandi framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Landsbankans og stjórnarformaður Landsvaka, Jón Þorsteinn Oddleifs- son, fyrrverandi forstöðumaður fjár- stýringar Landsbankans og Þórir Örn Ingólfsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri áhættustýringar bankans. Ekki var komið í ljós hver fjórði maðurinn var þegar Fréttatíminn fór í prentun í gær. Í tilkynningu sem sérstakur saksókn- ari sendi frá sér í gær kemur fram að til rannsóknar séu millifærslur til MP banka og Straums fjárfestingarbanka af reikningi Landsbankans í Seðlabanka Íslands og kaup Landsbankans á verð- bréfum af sjóðum Landsvaka eftir lok- un sjóðanna. Umrædd tilvik eru talin hafa átt sér stað 6. október 2008, dag- inn sem neyðarlögin voru sett á Alþingi og sama dag og Landsbankinn var tek- inn yfir af Fjármálaeftirlitinu. Að því er Fréttatíminn kemst næst er um að ræða endurhverf viðskipti þar sem Lands- bankinn takmarkaði tap MP banka og Straums með því að greiða milljarða til bankanna tveggja daginn sem hann féll. Í tilkynningu sérstaks saksóknara kemur fram að um sé að ræða meint brot, samkvæmt auðgunarbrotakafla hegningarlaga, í tengslum við ráðstaf- anir á fjármunum bankans, nánar til- tekið skilasvik. Um sé að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni og tengist rann- sóknin fjölda manns. oskar@frettatiminn.is a llsherjarnefnd Alþingis gerði „stór-kostleg mistök“ þegar hún keyrði í gegnum þingið að Jóel Færseth, litli drengurinn sem staðgöngumóðir fæddi á Indlandi, fengi ríkisborgararétt og það voru „herfileg mistök af Alþingi að samþykkja það,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Fram- sóknarflokksins í nefndinni. Hún var ekki meðal flutningsmanna frumvarps nefndar- innar um að veita Jóel og 42 öðrum íslenskan ríkisborgararétt hinn 17. desember og segir þetta í fyrsta sinn sem allsherjarnefnd sé ekki einhuga í afstöðu sinni til þess hverjir fái hér ríkisborgararétt. „Ég segi þetta með hag barnsins í huga,“ segir hún og bendir á að barnið hafi ind- verskan ríkisborgararétt staðgöngumóður- innar sem auk þess sé gift, sem þýði að indversku hjónin fari með forsjá drengsins. „Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komu [á fund nefndarinnar] og vöruðu við þessu og ég hélt uppi einarðri andstöðu og sagði þetta flækja málin, en stundum er ekki hlustað. [...] Það var því meðvituð ákvörðun formanns allsherjarnefndar og ákveðinna aðila að barnið fengi íslenskan ríkisborgara- rétt, sama hvaða afleiðingar það hefði fyrir foreldrana,“ segir hún og bætir við að Atli Gíslason, þingmaður VG, hafi verið henni sammála. „En hann var fjarverandi þegar málið var afgreitt.“ Þá hafi Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra gengið úr sal við af- greiðsluna. Í dóm á Indlandi Vigdís segir að færa leiðin hefði verið að ís- lensku hjónin, Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth, hefðu komið ásamt drengnum og indversku hjónunum hingað til lands og gengið frá ættleiðingunni hér. Þá hefði Jóel einnig fengið íslenskan ríkisborgararétt þegar staðfest væri að Einar væri líffræðileg- ur faðir hans. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans höfðu stjórnvöld í fyrstu aðeins undir höndum fæðingarvottorð útgefið á Indlandi um að íslensku hjónin væru foreldrar barns- ins, en síðar hafi komið í ljós að indverska konan fæddi Jóel. Samkvæmt upplýsingum úr innanríkis- ráðuneytinu er nú beðið svars indverskra yfirvalda við fyrirspurn frá því milli jóla og nýárs um það hvort Jóel hafi einnig indversk- an ríkisborgararétt. Einnig var spurt hvort indversk stjórnvöld mótmæli því að íslensku hjónin fari með forsjá barnsins; geri þau það ekki, geti Jóel komið heim. Ráðuneytið geti hins vegar ekki afhent vegabréf Jóels nema með vissu um að hjónin fari með forsjána. Vigdís segir að þar sem svo mikil tregða sé í málinu, þrátt fyrir alla hjálp innan- og utan- ríkisráðuneytisins, sjái hún nú enga aðra leið en að hinir íslensku foreldrar Jóels fari í forsjármál við þá indversku fyrir dómstólum ytra. Atli Gíslason sagðist ekki geta tjáð sig um mál Jóels þar sem hann væri að stíga um borð í flugvél á á leið heim frá Brussel. Ekki náðist í Róbert Marshall, formann allsherj- arnefndar, eða Dögg Pálsdóttur, lögmann hjónanna. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  aLþingi ForeLdrar JóeLS gætu þurFt að Fara í ForSJármáL á indLandi Mál Jóels „stórkostleg mistök“ allsherjarnefndar og Alþingis Vigdís Hauksdóttir, framsóknarmaðurinn í allsherjarnefnd, segir Alþingi hafa gert herfileg mistök þegar það veitti Jóel Færseth ríkisborgararétt fyrir jólin. Vegna réttarins sé hann nú fastur á Ind- landi. Fulltrúar allsherjarnefndar hafi hunsað ráðleggingar sérfræðinga innanríkisráðuneytisins. Vigdís Hauksdóttir, framsóknarmaður í allsherjarnefnd. Hér má sjá mynd af Jóel af Facebook-síðu hans. Íslenskir foreldrar hans bíða þess að geta komið með hann heim. hann hefur ríkisborgararéttinn en ekki staðfestingu indverskra yfirvalda á því að íslensku foreldrarnir fari með forsjá hans. Ég segi þetta með hag barnsins í huga 2 fréttir Helgin 21.-23. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.