Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 57
dægurmál 57Helgin 21.-23. janúar 2011
-er svarið
Tvö jákvæð
störf í boði
Já er einstakt fyrirtæki á Íslandi. Já þjónustar bæði einstaklinga og fyrirtæki. Já veitir upplýsingar í
þjónustunúmerunum 118, 1818 og 1811, félagið gefur út Símaskrána og rekur vefinn Já.is.
Að undanförnu hefur Já lagt mikla áherslu á tækniþróunarverkefni og leitar nú að tveimur nýjum
starfsmönnum sem búa yfir: frumkvæði og framsýni, krafti, samskiptalipurð og hæfni til að vinna í
hópi, heilindum, vinnusemi, skipulagshæfileikum og öguðum vinnubrögðum.
Umsóknir og nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Hlöðver Þór Árnason í netfanginu hlodver@ja.is
eða í síma 820 0004.
Umsóknir berist fyrir 5. febrúar nk. í netfangið umsokn@ja.is
118 ja.is Símaskráin
StArfSlýSing og Ábyrgð
Að viðhalda og þróa helstu kerfi Já:
• Já.is og tengdir vefir
• Já í símann
• Innri kerfi Já
forritari hjá Já þarf að vera sjálfstæður og fljótur
að tileinka sér nýja tækni. Að auki er nauðsynlegt
að hafa góða þjónustulund.
Forritari
MenntUn og Þekking
Við leitum að starfsmanni með háskólamenntun,
t.d. tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði.
góð þekking á forritun er mikilvæg og
tungumálakunnátta er kostur. Þekking á python,
django, java, javascript, css og html er æskileg.
Þekking á grafískri vinnslu mikill kostur.
StArfSlýSing og Ábyrgð
Að viðhalda innri kerfum og þjónusta
starfsmenn Já:
• Active directory
• Exchange
• Viðhald og uppfærslur á vélbúnaði og
umsjón tækjaskrár
Hingað til hefur Já úthýst þessari þjónustu þannig
að viðkomandi þarf að vera mjög sjálfstæður og
skipulagður. einnig er mikilvægt að hafa góða
þjónustulund og vera tilbúinn að ferðast á milli
þjónustuvera ef verkefni krefjast þess.
Tæknimaður
MenntUn og Þekking
Við leitum að starfsmanni með háskólamenntun,
t.d. kerfisfræði.
góð þekking á Microsoft umhverfi er nauðsynleg.
Vilji til að takast á við krefjandi verkefni, þekking
á vélbúnaði og reynsla af uppsetningu og rekstri
þeirra.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
5
0
4
2
og Hrefna vildu auka hlut stráka í
sýningunni og þáttunum. Í hlutverki
Zúmma er Einar Karl Jónsson, hæfi-
leikaríkur 12 ára gutti.
„Hann er algjör prakkari og
eldklár breikari og söngvari og
mun örugglega hrífa krakka
sem koma að sjá sýninguna.“
Leikritið um Skoppu og Skrítlu
gekk fyrir fullu húsi í Borgarleik-
húsinu í yfir 50 sýningar í fyrravetur
og komust færri að en vildu áður en
þær tóku sér hlé. Endurkoma þeirra
mun því örugglega gleðja marga.
Prakkarinn Einar
Karl Jónsson á
eftir að hrífa
krakka í hlut-
verki Zúmma
álfastráks.
Berfætt með hei magerðan bolta
Páll Stefánsson ljósmyndari gaf í fyrra út
bókina Áfram Afríka um grasrótarfótbolta í
álfunni. Á Afríkudögunum verða til sýnis 25
myndir í yfirstærð, sem eru afrakstur heim-
sókna Páls til Afríku. Myndirnar voru sýndar
í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New
York í fyrra en verða nú seldar til styrktar
verkefnum Afríku. Þögult uppboð verður
á myndunum 28. janúar nk. í húsakynnum
Barnaheilla við Suðurlandsbraut 24.
Tvær af myndum Páls verða til sýnis í Há-
skólanum í Reykjavík, þar á meðal þessi hér
að ofan.
„Þeir voru að spila bolta á
aðalgötu Ouida, í Benin, stukku
undan bílnum, og þegar þeir
sáu mig stíga út stilltu þeir
sér upp í liðsmynd. Hvað þeir
hétu, það er erfiðara, en allir
vildu þeir vera Fílabeinsstrend-
ingurinn Drogba. Hann er
hetja þessara drengja. Landslið
Benin er kallað Les Écureuils
(Íkornarnir) og eru á svipuðum
stað á heimslista FIFA og við
Íslendingar,“ segir Páll.
Ljósmyndagjörningur Páls
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
viðburðir SöluhæStu StarfSmenn enjo um allan heim á ÍSlandi
Ísland kemur erlendum sölumönnum á óvart
Um 130 söluhæstu starfsmenn Enjo um allan heim
fagna góðum árangri þessa dagana. Það gera þeir
hér á landi og fóru Gullna hringinn í fyrradag. Ferðin
var farin á trukkum og hittu ferðalangarnir íslenska
kraftajötna á Geysi, leystu þar þrautir og enduðu í
hlöðu á Suðurlandi í klakaútskurðarkeppni, þar sem
þrjátíu manna karlakór Selfoss tók fyrir þá lagið.
„Það hefur komið mér skemmtilega á óvart að sjá
hvað hægt er að gera á Íslandi yfir vetrartímann. Hvað
við erum framarlega og flott. Margir gestanna, sem
koma alls staðar að, eru á leiðinni aftur til Íslands,“
segir Ósk Knútsdóttir, eigandi Enjo á Íslandi sem
framleiðir umhverfisvænar hreingerningarvörur. Ósk
segir íslenska sölufólkið ekkert hafa verið skúffað
yfir því að fá ekki að fara út í heim í þetta sinn. „Nei, í
svona árferði er svo mikilvægt að allir hjálpist að við
að fá fólk hingað til landsins,“ segir hún og bætir við að
Ísland hafi orðið fyrir valinu vegna þess að austur-
rískur eigandi höfuðstöðvanna hafi í kjölfar hrunsins
fest evruna í 110 krónum og opnað bankareikning hér
sem hún hafi svo lagt inn á. „Það gerði það að verkum
að hér átti hann peninga sem hann vildi nota fyrir
besta sölufólkið á heimsvísu.“
Aníta Ólafsdóttir hjá viðburðafyrirtækinu Practical,
sem heldur utan um hópinn, segir að honum hafi verið
skipt upp í gær og gátu gestirnir valið um hestaferð,
reisu á fjórhjólum eða sund í Bláa lóninu. „Í kvöld,
föstudagskvöld, verður svo uppskeruhátíðin sjálf í
Hafnarhúsinu og tilkynnt hvert haldið verður að ári, en
í fyrra voru þau í Sjanghaí í Kína.“
Sölumenn í klaka-
útskurðarkeppni á
Suðurlandi.
Lj
ós
m
yn
d/
Ó
la
fu
r
Þ
ór
is
so
n