Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 36
Má ekki milda dóminn? „Jón Gnarr telur niður í kosningar“ Jón Gnarr borgarstjóri er byrj- aður að telja niður í kosningar. Á fésbókarsíðu sinni vísar hann í orð Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra sem sagði „Það er ekki fyrir mennskan mann að standa í þessu starfi“ um borgar- stjórastarfið. Sjálfur segist Jón Gnarr reyna að taka einn dag í einu. „Það eru nú ekki nema rétt rúmlega 1.000 dagar eftir,“ segir hann. Því færri, því betra „Úrsögnin ekki áfall“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, segir það ekki áfall fyrir flokkinn að formaður félags Vinstri grænna í Kópavogi hafi sagt sig úr honum. Er ekki miðað við kílóverð? „Verðmerkingum ábótavant á líkamsræktarstöðvum“ Á fimm af 21 líkamsræktarstöð, sem starfsmaður Neytendastofu kannaði verð hjá í byrjun janúar, var verðskrá ekki sýnileg og hjá einni stöð var aðeins lítill hluti af verðskrá sýnilegur. Engar biðraðir framar „Mælir með skordýrum í matinn“ Hollenski vísindamaðurinn Arnold van Huis, prófessor við háskólann í Wageningen, mælir með ræktun skordýra og annarra smádýra til manneldis. Sendu þeir gíróseðil? „Reynt að innheimta skuld Sigurðar Einarssonar“ Arion banki reynir nú að innheimta skuld Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarfor- manns Kaup- þings, við bankann. Aðrir láta sér duga sófasett „Sigurjón Árnason með pappírs- tætara í stofunni“ „Maður sá hann oft ganga um gangana með fangið fullt af skjölum sem hann var að fara að lesa,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi [Landsbankans] en sagan segir að eitt af því sem stungið hafi í stúf í stofunni hjá Sigurjóni á heimili hans í Granaskjóli hafi verið pappírs- tætari sem hann notaði til að eyða skjölum ... Nærmynd DV af bankastjóranum fyrrverandi. Allt er leyfilegt í ástum og stríði „Flaug inn á vængjum ástarinnar“ „Ég flaug inn á vængjum ástarinnar,“ sagði Jón Benedikt Hólm, einn níumenninganna sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi og fleiri sakir hinn 8. desember 2008. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá „Skrökva, Röskva og Vaka í framboði“ Kosningar til stúdentaráðs og há- skólaráðs Háskóla Íslands verða 3. og 4. febrúar næstkomandi. Þrír listar eru í framboði til stúdentaráðs; Röskva, samtök sem berjast fyrir hagsmunum stúdenta, Vaka, listi lýðræðis- sinnaðra stúdenta, og Skrökva sem er félag flokksbundinna framapotara. Eru íslenskir frægðar- gómar geymdir? „Selja gulltennur Churchills“ Gervitennur Winstons Churchills, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, úr gulli seldust í dag á uppboði fyrir sextán þúsund pund, andvirði rétt rúmlega þriggja milljóna króna. Á hann að hafa flutt margar af sínum frægustu ræðum með tennurnar í munn- inum. Jón æviráðinn „Vilji Alþingis skýr“ Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, segir vilja Alþingis skýran hvað breytingu á fyrirkomulagi ráðuneytis hans varði. Ekki sé vilji til þess að leggja það niður og fella inn í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. 36 viðhorf Helgin 21.-23. janúar 2011 Hagsmunir rauðra sparibaukaeigenda Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL  VIkAn SEm VAR S Aðdáunarvert þykir mér hversu karlkynið hefur tekið miklum framförum milli þeirra kynslóða sem ég þekki, þ.e. frá því að við hjónin vorum að ala upp börn og til þeirra sem í því standa nú. Þó eru aðeins rúm tuttugu ár síðan við eignuðumst okkar yngsta barn – og teljum okkur enn á besta aldri. Þegar ég segi að við höfum staðið í því að ala upp börn á ég í raun við konu mína. Ábyrgðin var á hennar herðum. Ég var í aukahlutverki, yfirleitt alltaf í vinnunni, farinn áður en börnin vöknuðu og kominn um það leyti sem þau fóru að sofa, að minnsta kosti á yngri árum þeirra. Eiginkona mín og móðir barnanna sinnti sinni vinnu og heimili og börnum um leið. Það var jafnvel ekki á helg- arnar að treysta til samvista því bróðurpart upp- eldisára barna okkar vann ég aðra hverja helgi. At- vikin höguðu því svo. Við bættum okkur þetta þó stundum upp með sæmilega löngum sumarfríum. Nú sé ég ekki betur en jafnræði sé miklu meira hjá unga fólkinu, að minnsta kosti hjá þeim sem að okkur snúa. Trauðla get ég þakkað mér þá framþróun, var tæpast fyrirmynd, en það breyt- ir því ekki að strákarnir, sem ég kýs að kalla svo, synir og tengdasynir, eru áberandi góðir og ábyrgðarfullir í barnauppeldi sem og matseld. Að eldamennsku kom ég lítt eða ekki en allt öðru máli gegnir um þá. Það er ekki aðeins að þeir eldi; matargerðin er þeim ástríða. Þeir lesa og læra, gera tilraunir og gefa sér tíma til undirbúnings og gerðar matarins. Útkoman er oftar en ekki frábær og þess nýtur stundum sá er fátt kann fyrir sér í þeim efnum. Þótt ég sé seinþroska hef ég samt fyrir löngu áttað mig á því að fjarvistir frá börnunum á sínum tíma voru óheppilegar þótt ekki hafi komið að sök vegna ábyrgðartilfinningar móður þeirra. Því reyni ég að standa mig bærilega í hlutverki afans. Barnabörnin eru sem betur fer elsk að okkur þótt þau elski ömmuna enn heitar en afann, sem hún á fyllilega skilið. Börn eru afar merkilegar verur og þarf ekki að hafa mörg orð um það enda er ég varla sá fyrsti sem uppgötvar þau sannindi. Þau eru í senn skemmtileg, einlæg, hreinskilin og stundum talsverðir heimspekingar. Ungir foreldrar vinna ekki minna en við gerðum á uppvaxtarárum barna okkar og líka um helgar, ef því er að skipta. Það sem betra er í dag en var í okkar ungdæmi er þjónusta leikskóla. Þótt tals- vert sé kvartað og biðlistar e.t.v. langir er þó betur hægt að treysta þjónustu leikskólanna en var á okkar sokkabandsárum. Reglan er að báðir for- eldrar vinna utan heimilis, enda komast menn tæpast af án þess. Því eru hartnær nítján þúsund börn á leikskólum landsins og eru sex ára börn þá ekki með talin, ef miðað er við tölur Hagstofunnar. Tengdadóttir okkar hafði einmitt starfsskyld- um að gegna síðastliðinn sunnudag. Sonur okk- ar kíkti á meðan í heimsókn með börnin til afa og ömmu, stúlku á fimmta ári og dreng á öðru ári. Á meðan amma sinnti drengnum settist stúlkan hjá afa og ræddi málin. „Mér finnst að mamma ætti ekki að vera í vinnunni,“ sagði hún í einlægni við afa sinn og saknaði móður- innar í fríi sunnudagsins. „Ég vil að hún sé heima,“ bætti hún við. „Það verða allir að vinna,“ sagði ég við barnið. „Af hverju?“ spurði stúlkan sem vildi hafa sína hjá sér. „Það þurfa allir peninga,“ sagði ég. „Pabbi og mamma þurfa íbúð fyrir ykkur öll og það kostar peninga. Svo þurfa allir að borða og það kostar líka peninga,“ bætti ég við í þess- ari einföldu fjármálafræði fyrir byrjendur. Síðan benti ég barninu á ljósið fyrir ofan okkur og sagði henni að það kostaði líka peninga að kveikja það. Í flóknari peningafræði fór ég ekki, taldi nóg að nefna þá fjármuni sem þarf til að reka heimili og fæða fjölskylduna. „En ég á peninga, afi,“ sagði stúlkan af hjartans einlægni, „ég á þá í rauða bangsasparibauknum mínum.“ Afanum varð svarafátt enda þýddi varla að rökræða það við fjögurra ára stúlku, jafnvel þótt hún verði fimm ára í vor, að innihald bangsa- bauksins dygði kannski skammt. Það sem skipti máli var að hún var tilbúin að leggja aleigu sína fram til þess að mamma væri heima fremur en í vinnunni. Og af því að afinn hefur þroskast frá því hann stóð í stopulu barnauppeldi fór hann að hugsa um gildi lífsins og þá sókn eftir vindi sem er svo ráð- andi. Vitaskuld þarf fólk að vinna fyrir sér og sín- um og vinnan hefur gildi í sjálfu sér, að gera eitt- hvað sem skiptir máli, og staðsetur hvern og einn. Við sem þjóð fórum hins vegar fram úr sjálfum okkur í „óðærinu“. Jón og Gunna voru varla menn með mönnum nema jeppi eða önnur lúxuskerra væri í hlaðinu, felli- eða hjólhýsi í skúrnum og gott ef ekki sumarbústaður í sveitinni. Allt meira og minna keypt á lánum og treyst á að báðir að- ilar héldu vinnunni til þess að borga öll ósköpin. Ónefndar eru utanlandsferðirnar, oft margar á hverju ári. Kreppan, djöfulleg kannski, er því ekki alslæm. Hún vakti okkur og kom okkur til meðvitundar á ný. Það er ekki endilega þörf á 50-70 fermetrum undir rassinn á hverjum heimilismanni og engin ástæða til að spenna bogann um of. Range Rover- jeppar eru eflaust þægilegir til síns brúks en tæp- ast til alþýðueignar eins og nánast var orðið hér á landi. Það er fullkomlega fjarstæðukennt að fleiri slíkir hafi verið fluttir til Íslands á sínum tíma en til Danmerkur og Svíþjóðar samanlagt. Dugar þá ekki að segja að Ísland sé fjalllent og torfært yfir- ferðar því þessir drekar fara sjaldan eða aldrei út af malbikinu. Niðurstaða afans, eftir þankaganginn, var að barnið hefði rétt fyrir sér. Vinnudagur okkar flestra er of langur. Við gefum okkur of lítinn tíma til að sinna okkar nánustu, ekki síst börn- unum. Með þessu er þó ekki verið að koma inn samviskubiti hjá ungum foreldrum sem þeytast á milli vinnu og leikskóla, fremur að benda á þá skyldu okkar að huga að hagsmunum barnafjöl- skyldnanna, þeirra sem mestu skipta í samfé- laginu hverju sinni. Börnin eiga nefnilega rétt á aðgengi að foreldr- um sínum og aðbúnaður barnafjölskyldna þarf að vera með þeim hætti að foreldrarnir hafi tíma til að sinna sínu mikilvægasta hlutverki. Á því græða allir – en þeir þó mest sem eiga rauða bangsasparibauka. Te ik ni ng /H ar i FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . Þúsundir fermetra af flísum með 20 -70% afslætti Teppi og dúkar 25% afsláttur Baðherbergisvörur 20 -70% afsláttur ÚTS L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.