Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 34

Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 34
K ostnaður ís-lensks sam-félags vegna hrunsins er mikill. Hann er þó að vissu leyti lítill sé litið til umfangs þess og hins mikla vaxtar banka- kerfisins í undanfara þess. Vöxtur bank- anna var til að mynda tvö- til þrefalt meiri en vöxtur bankakerf- is Norðurlandanna á 9. áratugnum. Í rannsóknarniður- stöðu Reinharts og Rogof fs, sem var gerð rétt áður en nú- verandi kreppa skall á, er fullyrt að fjármálakreppurnar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fyrir um það bil tuttugu árum séu á með- al þeirra fimm stærstu frá eftir- stríðsárunum til 2007. Vöxtur þeirra takmarkaðist þó að mestu við bólu í fasteignalánum en vöxtur íslenska bankakerfisins var margfalt meiri vegna lána til eignarhaldsfélaga. Afskriftir kröfuhafa Það er þó ekki aðeins vöxturinn og hrunið sem er sögulegt. Afskriftir kröfuhafa eru jafnvel enn sögulegri en þær bera erlendir lánardrottnar að mestu leyti. Nýlega kom fram í Viðskiptablaðinu að afskriftir kröfu- hafanna væru komnar í 5.850 millj- arða króna. Í nýlegri grein sem birt- ist í Vísbendingu gerir Gylfi Zoëga ráð fyrir að endanleg tala verði í kringum 7.500 milljarðar króna. Önnur leið til að rita þá upphæð er svona: 7.500.000.000.000. Þetta lík- ist meira tölu sem stjarnfræðingar nota til að reikna út stærð alheims- ins. Til að fá gleggri mynd af því hvað slíkar tölur þýða er áhugavert að skoða hvað hægt væri að gera við slíka upphæð. Fasteignamat Nýlegt fasteignamat Fasteigna- skrár Íslands sýnir að fasteignamat íbúðareigna á Íslandi er samtals tæpir 2.600 milljarðar. Fasteigna- mat á að endurspegla markaðs- virði fasteigna. Hægt er að deila um nákvæmni útreikninga fast- eignamats en til einföldunar má skjóta á að raunverulegt markaðs- virði sé um 3.000 milljarðar. Fast- eignamat alls hús- næðis, jarða og lóða er rúmlega 4.000 milljarðar. Þetta þýðir að nú þegar sé búið að afskrifa sem nem- ur markaðsvirði alls íbúðarhús- næðis á Íslandi – tvisvar sinnum. Samkvæmt fast- eignamati verða afskriftir erlendra kröfuhafa hátt í tvöfalt verðmæti allra lóða og húsa í öllum stærðum og gerðum. Landsframleiðsla Verg landsframleiðsla mælir þau verðmæti sem þjóðfélagið skapar (eða, til lengri tíma, neytir). Nýleg- ar tölur frá Hagstofu Íslands sýna að sú tala er nú í kringum 1.500 millj- arðar. Það þýðir að íslenskt þjóð- félag væri fimm ár að skapa það verðmæti sem nemur afskriftartöl- um kröfuhafa. Með öðrum orðum: Fyrir hvern fisk sem veiðist úr sjón- um, hverja hárgreiðslu sem greitt er fyrir, o.s.frv., værum við fimm ár að vinna upp tapið, það er ef hver einasta króna (eða evra og dollar) færi í að greiða upp í skuldir í stað neyslu okkar. Facebook, helmingaskipti og Icesave Sú alþjóðlega vefsíða sem flestir Ís- lendingar kannast við er Facebook. Hún komst nýlega í heimsfréttirnar vegna þess að markaðsvirði fyrir- tækisins er komið upp í um það bil 5.000 milljarða. Hefðu erlendir kröfuhafar komist hjá afskriftum á Íslandi og tekið sig saman þá hefðu þeir getað keypt Facebook með húð og hári og jafnvel átt afgang til að kaupa Yahoo! í leiðinni. Það sem kröfuhafar velta þó líklega mest fyrir sér er að efnahagsreikningur bankanna var „aðeins“ um 15.000 milljarðar. Hvernig tókst íslenskum bönkum að tapa um helmingi þeirr- ar upphæðar? Núverandi Icesave- upphæð í umræðunni, 50 milljarðar, er sakleysisleg í samanburðinum. 34 viðhorf Helgin 21.-23. janúar 2011 Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Athafnalífið er augsýnilega ófært um að lagfæra þetta af sjálfsdáðum. Það þarf hjálp frá hinu opinbera. Fært til bókar Vörn í íslenskum nafngiftum Það vafðist fyrir fólki víða um heim að bera fram nafn Eyjafjallajökuls þegar gos hófst undir jökli á liðnu ári. Íslensk nöfn virðast því vera tungubrjótar en í þeim er líka fólgin ákveðin vörn. Bandarískur dómari og lögmenn áttu í erfiðleikum með að henda reiður á íslenskum nöfnum fyrirtækja og einstaklinga, að því er fram kemur í frásögn mbl.is af dómþingi í New York þegar dómari þar ákvað að vísa frá máli slitastjórnar Glitnis gegn sjö Íslendingum og PriceWaterhouseCoo- pers. Dómarinn, Charles E. Ramos, varð m.a. að stöðva lögmann slita­ stjórnarinnar þegar hann ruglaðist alveg á eftir- nöfnum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Þorsteins Jónssonar. Ekki batnaði ástandið þegar bera þurfti fram nöfn fyrirtækja sem við sögu komu; Tryggingamið- stöðvarinnar, Oddaflugs og Kjarrhólma. Þegar augun höfðu snúist í höfði dómarans sá hann sér þann kost vænstan að senda málið heim til Íslands. En það rugluðust fleiri en Bandaríkjamenn þegar kom að nafngiftum og sveiflum fyrirtækja útrásar- manna á sínum tíma þótt framburður gengi bærilega. Hinn almenni Mörlandi vissi varla hvað sneri upp eða niður þegar FL Group breyttist í Stoðir og spurt var hvort það væru styrkar stoðir þegar Stoðir Invest og Styrkur Invest keyptu hlut FL Group í Baugi Group og fleiri félögum, að ekki sé minnst á það er Fons keypti ráðandi hlut í Spons, svo fátt eitt sé talið. Hætt er við að háæruverð- ugan Charles E. Ramos hefði sundlað hefði hann mætt þeirri nafnasúpu allri. Muna enn hvar þeir voru Hálf öld var í gær liðin frá því að John F. Kennedy tók við embætti Bandaríkjaforseta en hann var settur í embætti 20. janúar 1961. Kennedy, sem bar naumlega sigur- orð af Richard M. Nixon, varaforseta Bandaríkj- anna, í forsetakosning- unum í nóvember 1960, var í senn ungur og glæsilegur. Við hann voru bundnar miklar vonir á viðsjárverðum tímum kalda stríðsins en á stuttum valdatíma hans var hættan af kjarnorkustyrjöld við Sovétríkin mest, þ.e. í Kúbudeilunni þegar Sovétmenn stefndu að því að koma upp kjarnorkuflaugum á Kúbu, nánast í kálgarði Bandaríkjamanna. Þeirri vá var afstýrt á síðustu stundu. For- setafrúin, Jacqueline, var enginn eftirbátur bónda síns þegar kom að glæsileika og stíl. Morðið á Kennedy forseta í Dallas, 22. nóvember 1963, var reiðarslag fyrir banda- rísku þjóðina og raunar heimsbyggðina alla. Íslendingar sem muna þá tíð geta enn í dag sagt hvar þeir voru staddir þegar þeir fengu fréttina um forsetamorðið. Handboltabíó fyrir togarajaxla Handboltinn tryllir landsmenn þessa dagana eins og svo oft áður þegar stórmót standa yfir, enda sýna strákarnir okkar listir sínar í hverjum leiknum af öðrum. Flestir horfa á heimsmeistarakeppnina í Svíþjóð fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér og lofa og prísa forráðamenn Stöðvar 2 Sport fyrir þá leiki sem sýndir eru í opinni dagskrá, þ.e. þeir sem voru ekki nægi- lega íþóttasinnaðir til að kaupa áskrift. Sjómenn búa ekki við sömu þægindi hvað þetta varðar og aðrir. Því brugðu skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni á það ráð, þegar skipið lagðist að bryggju á Patreksfirði til að taka vatn og vistir rétt fyrir leik Íslend- inga og Ungverja, að seinka brottför skipsins til þess að ná í skottið á stuðinu, að því er fram kemur á vefsíðu skipsins, Júllanum. Togarajaxlarnir vildu hafa rúmt um sig og að lokinni eftirgrennslan kom í ljós að Lionsklúbburinn á Patró réð málum í bíóinu á staðnum. Lionsmenn brugðu við skjótt, opnuðu bíóið og gerðu enn betur því þeir seldu popp og kók fyrir þá sem það vildu, auk þess sem einstaka kaldur var á kantinum líka, samkvæmt frásögn Júllans. Mikil stemning var í bíóinu enda lagði ís- lenska liðið það ungverska. Áhöfnin var því kát og þakklát bæði landsliðs­ og lions- mönnunum þegar Júlíus Geirmundsson sigldi úr Patreksfjarðarhöfn og lét brælu og ótíð ekki á sig fá. Tíð vanskil á ársreikningum íslenskra hlutafélaga og einkahlutafélaga er dapur vitnisburður um landlægan slæpingjahátt og agaleysi sem líðst hér á landi. Á forsíðu Fréttatímans þessa vikuna kemur fram að samkvæmt bókhaldi Ársreikningaskrár hafa fjögur langstærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins ekki skilað inn ársreikningum á réttum tíma undanfarin fimm reikningsár. Ættu heimatökin þó að vera þar hægust. Því miður eru endurskoðendarisarnir í stórum hópi félaga sem eru með allt niðrum sig í þessum efnum. Í fréttum Stöðvar 2 í vik- unni kom fram að tæplega 8.000 hlutafélög og einka- hlutafélög eru í vanskilum með ársreikninga. Einhver þeirra hafa ekki skilað inn reikningum árum saman. Sum aldrei. Stjórnmálaflokkarnir eru flestir í þessari sömu súpu. Þeir eiga að skila Ríkisend- urskoðun ársreikningum fyrir 1. október ár hvert, en hafa fæstir ráðið við það verkefni. Í samtali við Fréttatímann bendir Skúli Jónsson, forstöðumaður Ársreikningaskrár, á að ekki sé sama virðing borin fyrir lögum og reglum hér og í nágrannalöndum okkar. „Skil á ársreikningum eru mun lakari hér,“ segir Skúli. Tölurnar tala sínu máli. Aðeins lítill hluti félaga landsins sá sér til dæmis fært að skila ársreikningum 2008 fyrir eindaga árið 2009. Svipað sleifarlag var á skilum í fyrra á árs- reikningum fyrir árið 2009. Mánuði eftir eindaga Ársreikningaskrár síðasta haust hafði aðeins ríflega þriðjungur félaga lands- ins sinnt þeirri lagaskyldu að skila ársreikn- ingum. Í nágrannalöndum okkar eru skilin yfir 90 prósent fyrir eindaga. Skil á ársreikningum hlutafélaga eru hreint ekkert tilgangslaust formsatriði. Í ársreikningum fást upplýsingar um stöðu félaga og á þeim ætti að vera hægt að byggja ákveðna mynd af stöðu íslensks viðskiptalífs í heild, sem ekki veitir af. Greiningarfyrir- tæki landsins hafa hins vegar ekki getað lagt fram slíka samantekt, nema í besta falli byggða á ansi öldruðum og gloppóttum upp- lýsingum. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hefur kallað eftir því að heimildir verði nýttar til þess að taka af skrá eða leysa upp félög sem brjóta gegn lögum um skil á ársreikningum. Það hefði þær afleiðingar að eigendur félaganna bæru á þeim fulla ábyrgð, ólíkt því sem gildir um hlutafélaga- formið, þar sem persónulegum ábyrgðum hluthafa er ekki fyrir að fara. Í fréttum Stöðvar 2 tók Árni Páll Árna- son, efnahags- og viðskiptaráðherra, undir með Skúla um að tímabært væri að herða á þessum skilum og beita tiltækum viðurlög- um. Það er ekkert nýtt að ráðamenn lýsi yfir vanþóknun á þessum trassaskap. Það væri hins vegar nýjung ef þeir létu gerðir fylgja orðum. Athafnalífið er augsýnilega ófært um að lagfæra þetta af sjálfsdáðum. Það þarf hjálp frá hinu opinbera. Föðurleg tilmæli og hvatning duga ekki lengur. Vanskil ársreikninga Landlægur slæpingjaháttur Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is T Már Wolfgang Mixa stundar doktorsnám og kennir við Háskólann í Reykjavík. Tap kröfuhafa bankanna Hrun, íbúðarhús­ næði og Facebook SKRÁÐU ÞIG NÚNA á worldclass.is og í síma 55 30000 Opið allan sólarhringinn í World Class Kringlunni

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.