Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 54
54 bíó Helgin 21.-23. janúar 2011 J ohn Wayne lék á ferli sínum svimandi fjölda kúrekamynda; mis - góðum vissulega en inn á milli eru myndir eins og The Searchers og Red River sem eru fyrir lifandis löngu orðnar sígildar. Kempan fékk hins vegar ekki hina eftirsóttu viðkurkenningu kvikmynda-akademíunnar fyrr en á efri árum þegar hann setti upp augnlepp og brá sér í hlutverk lögreglu- mannsins og fyllibyttunnar Rooster Cogburn árið 1969. Hann lifði í tíu ár eftir það og lék meðal annars í fram- haldsmynd True Grit, sem bar einfaldlega nafn persón- unnar Cogburns, og hafði þar sjálfa Katherine Hepburn sér við hlið. Þessi Óskarsverðlaun Wayne fyrir bestan leik í karlhlutverki voru umdeild á sínum tíma enda margir á því að í þessu tilfelli hefði akademían stjórnast af til- finningum og kosið að nota þetta tækifæri til að heiðra rómaða Hollywood-hetju á útleið í hlutverki þar sem hann var nokkuð fjarri sínu besta. Leikarinn og eineygð persónan áttu það sameigin- legt að vera komin af léttasta skeiði en Cogburn er gamall jaxl með glæsta fortíð sem laganna vörður en hefur drabbast niður og hallað sér hraustlega að f löskunni á seinni árum. Hann fær svo tækifæri til að rífa sig upp á rassgatinu og sýna eina ferðina enn hvað í honum býr þegar skítalabbi nokkur myrðir föður unglingsstúlku og gerir hana þar með mun- aðarlausa. Stúlkan er heldur betur með bein í nefinu og ákveð- ur að elta morðingjann uppi og ná fram hefndum og fær gamla f lakið Rooster Cog- burn í lið með sér. Robert Duvall og Dennis Hop- per fylltu síðan þann flokk fúlmenna sem John Wayne þurfti að takast á við. Coen- bræður tefla fram engu síðri mannskap í sinni mynd. Þar fer Jeff Bridges fremstur í flokki sem Cogburn og Hai- lee Steinfeld þreytir frum- raun sína í bíómynd í fullri lengd í hlutverki hinnar f jórtán ára gömlu Mattie Ross sem virkjar Cogburn til vígaferla. Josh Brolin, sem bræðurnir notuðu síðast með góðum árangri í No Country For Old Men, leikur ófétið sem hið ólíklega tvíeyki elt- ist við, auk þess sem Matt Damon og Barry Pepper blanda sér í slaginn. Ethan og Joel byggðu handrit sitt á skáldsögunni True Grit, eftir Charles Portis, frá árinu 1968. Þeir höfðu myndina með John Wayne hins vegar ekki til hliðsjónar og hafa greint frá því í viðtölum að þeir minnist þess að hafa séð myndina frá 1969 þegar þeir voru ungir. Þeir hafi hins vegar ekki horft á hana aftur í tengslum við gerð sinnar útgáfu. „Við unnum ekki heimavinnuna okkar,“ segir Ethan. Joel segist hafa laðast að bókinni fyrir nokkrum árum eftir að hafa lesið hana fyrir son sinn. True Grit er væntanleg í kvikmyndahús á Íslandi í febrúar. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó  Jeff bridges setur upp hatt John wayne Jeff Bridges er ábúðarmikill sem Rooster Cogburn í True Grit.  bíódómur saw 3d  Grjóthörð fyllibytta Afrekaskrá bræðranna Joels og Ethans Coen er orðin býsna löng og tilkomumikil og með sinni nýjustu mynd, vestranum True Grit, hafa þeir hitt í mark eina ferðina enn. Gagnrýnendur ytra halda vart vatni yfir myndinni sem var frumsýnd í Bandaríkjunum í lok desember og komst þannig í kapphlaupið um Óskarsverðlaunin á síðustu stundu. Vestra-hetjan John Wayne lék í eldri útgáfu True Grit árið 1969 og hlaut fyrir vikið sín einu Óskarsverðlaun. Jeff Bridges er nú kominn í sömu kúrekastígvélin 42 árum seinna og ekki útilokað að hann endurtaki leik Waynes á Óskars- verðlaunahátíðinni í febrúarlok. f yrir sjö árum eða svo kom fyrsta Saw -myndin í bíó. Vel heppnaður, spennandi og óhugnanlegur hrollur sem naut verðskuldaðra vinsælda. Síðan þá hefur óheyrilegum fjölda fólks ver- ið slátrað á subbulegan hátt und- ir merkjum Saw og með nýjustu myndinni, Saw 3D, eru myndirnar orðnar sjö. Og nú er mál að linni þar sem þær hafa farið stigversnandi og botninum hlýtur að vera náð þegar menn finna sig knúna til að poppa viðbjóðinn upp með því að hafa hann í þrívídd. Saw 3D er vonandi einhvers kon- ar lokauppgjör arfleiðar morðingj- ans Jigsaw, sem er löngu dauður úr krabba, þar sem hér koma við sögu ekkja hans, vond lögga sem hefur fyllt skarð Jigsaw í síðustu myndum og síðast en ekki síst læknirinn Lawrence Gordon (Ca- rey Elwes), fórnarlamb úr fyrstu myndinni. Annars snýst myndin aðallega um grimmilega refsingu sjálfshjálparloddara sem hefur öðl- ast frægð og fé með því að þykjast hafa sloppið lifandi úr klóm Jigsaw. Arftaki morðingjans sættir sig ekki við svona lagað og kemur öllu sam- starfsfólki og eiginkonu hrappsins fyrir í flóknu völundarhúsi morðtóla og gefur svindlaranum möguleika á að bjarga vinum sínum með því að leggja á sig ýmsar píslir. Saw 3D er í raun ruglingsleg runa af ógeðslegum splatterum sem vissulega koma stundum við kaunin á áhorfendum og skila þannig hlut- verki sínu. Hins vegar er söguþráð- urinn óþarfur og álíka áhugaverður og söguþráður í klámmynd þar sem hann þjónar í raun þeim tilgangi ein- um að réttlæta viðbjóðinn og tengja dauðasenurnar saman. Auðvitað er ekki hægt að segja að Saw 3D valdi vonbrigðum þar sem búið er að kreista síðasta blóðdrop- ann úr myndabálkinum fyrir löngu og þessi mynd er nákvæmlega það sem fólk mátti búast við: grunn og óspennandi blóðsúpa með tilheyr- andi öskrum og angist. Þórarinn Þórarinsson Er þetta ekki örugglega búið núna? Glaumgosi gegn glæpamönnum Fyrsta ofurhetjumynd ársins, The Green Hornet, kemur í bíó um helgina en þar leikur Seth Rogen glaumgosann Brit Reid sem gerir stefnubreytingu eftir sviplegt og dularfullt dauðsfall föður síns. Það er ekki nóg með að hann erfi fjöl- miðlaveldi föður síns heldur tekur hann upp á því að fela sig á bak við grímu og berja á glæpahyski. Honum til halds og trausts er Kato, einhver ötulasti starfsmaður föður hans, en sá er býsna fimur þegar kemur að handalögmálum. Sjálfur Bruce Lee lék Kato í sjónvarpsþáttum um The Green Hornet laust fyrir 1970 en nú er persónan í höndum Jay Chou sem er stór poppstjarna í Taívan og Kína. Cameron Diaz er einnig í hópnum og Christoph Waltz, sem fór eftirminnilega á kostum sem gyðingaveiðari í Inglorious Basterds, leikur höfuðóvin tvíeykisins. Michel Gondry, sem á að baki myndir eins og Eternal Sunshine of the Spotless Mind og Human Nature, leik- stýrir hasarnum sem allur er í léttum dúr og þrívídd eins og tíðkast svo mjög þessi misserin. John Wayne barðist eins og ljón í True Grit árið 1969. Green Hornet og Kato láta hart mæta hörðu. Feigum er í hel komið af mikilli hug- myndaauðgi í Saw 3D. Svanasöngur Hustons Bíó Paradís heldur sígildum og sjaldséðum kvikmyndum að fólki í bland við nýrra efni. Svanasöngur Johns Huston, The Dead, er á meðal þeirra mynda sem sýndar eru í Bíó Paradís núna. Þessi síðasta mynd Houstons er jafnan talin vera meðal hans bestu en hún byggist á þekktri smásögu eftir James Joyce. Myndin fjallar um jólaboð í Dublin þar sem ýmsir furðufuglar koma saman á heimili tveggja piparkerlinga. Murnau kemur til Bandaríkjanna Leikstjórinn F.W. Murnau var einn af höfuðpáfum þýska expressjónismans og er ekki síst þekktur fyrir gráu sinfóníuna sína, Nosferatu, sem gerð var eftir skáldsögunni Dracula árið 1922. Hann haslaði sér síðar völl í Hollywood en fyrsta myndin hans þar var Sunrise – A Song of Two Humans frá árinu 1927. Þessi þögla mynd hlaut á sínum tíma þrenn Óskarsverðlaun og er talin eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Myndin segir frá tálkonu sem reynir að fá kvæntan bónda til að koma eiginkonu sinni fyrir kattarnef. Pælt í framhaldi Red Bruce Willis var í fararbroddi hóps rosk- inna njósnara á eftirlaunum sem tóku upp fyrri iðju þegar skúrkar tóku að herja á þá í spennumyndinni Red. Myndin skilaði fram- leiðendum sínum vænum fúlgum þannig að ákveðið hefur verið að kanna möguleika á framhaldi. Handritshöf- undar Red eru þegar byrjaðir að kasta á milli sín hugmyndum en enn er þó langt í land og alls óvíst hvort af nýrri mynd verður. Enda gæti það eitt orðið þrautin þyngri að smala saman á ný þeim Willis, John Malko- vich, Helen Mirren og Brian Cox.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.