Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 62

Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 62
É g leik Karen sem er svaka skvísa. Hún kemur inn sem nýr starfs-kraftur á vinnustað Lilju, sem er aðalpersónan í þáttunum,“ segir Alexía. „Karen er hipp og kúl, alltaf í flottum föt- um og fer alveg sérstaklega í taugarnar á Lilju sem þolir til dæmis illa hversu mjó Karen er.“ Alexía lauk BA-prófi í leiklist frá Art- sEd London School of Acting og hefur leik- ið á sviði, í stuttmyndum og sjónvarps- auglýsingum. „Ég hef mest verið í því að fá leikara í prufur til mín síðastliðin ár og fannst mjög ánægjulegt þegar ég var beðin að koma í prufu fyrir Makalaus. Fjöldi leik- ara var boðaður í þessar prufur þannig að það var voðalega gaman að hreppa hlutverkið.“ Makalaus er frumraun Alexíu í leik í sjónvarpsþáttum og hún skemmtir sér konunglega í vinnunni. „Það er voða gaman að fara að leika aftur. Fyrir mér er það líka alveg nýtt að leika í svona gamanþáttum og mér finnst þetta hrika- lega spennandi og skemmtilegt. Og það var alveg kominn tími til að dusta aðeins rykið af listagyðjunni. Handritið er líka rosalega flott, ferlega skemmtilegt með miklum húmor þannig að það er mjög skemmtilegt að takast á við þetta og svo er nú ekki verra að fá að leika á móti reyndum manni eins og Helga Björns- syni. Maður kvartar ekki yfir því.“ Tobba Marinós sló í gegn með bók sinni Makalaus í sumar þar sem hún skoðaði meðal annars stefnumótamenn- inguna á Íslandi og samskipti kynjanna með augum aðalpersónunnar Lilju. Tobba hefur fylgst náið með aðlögun bókar sinnar að sjónvarpsþáttaforminu en þótt hún sé þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum, andar hún ekki ofan í hálsmál leikaranna á tökustað. „Hreint ekki. Hún er eiginlega alltof lítið hérna og er voðalega stillt og róleg á kantinum.“ Upptökur af þessu tagi eru mjög tíma- frekar og standa oft yfir næturlangt þann- ig að ætla má að starfið reyni á fjölskyldu- lífið. „Það er nú mesta furðu hvernig þetta leysist alltaf einhvern veginn en þegar maður stendur í svona munar líka um að eiga góðan maka,“ segir Alexía glettin. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er sambýlismaður Alexíu og þrátt fyrir annir og læti í þinginu segir Alexía hann koma sterkan inn heima fyrir. „Hann er vænsta skinn og er til dæmis að ryksuga núna,“ segir Alexía sem átti langa töku- nótt fyrir höndum þegar Fréttatíminn náði tali af henni. toti@frettatiminn.is  alexía Björg Ógnar lilju í Makalaus  Bo nesBö Dýr seM ættu ekki að vera til Leikur á meðan þing- maðurinn ryksugar Leikkonan Alexía Björg Jóhannesdóttir hefur verið upptekin við annað en leiklist undanfarin ár en snýr nú aftur í hlutverki rosalegrar skutlu í gamanþáttunum Makalaus sem hefja göngu sína á Skjá einum í febrúar. Sambýlismaður hennar, Guðmundur Steingrímsson alþingismaður, heldur heimil- inu gangandi á meðan Alexía er föst í tímafrekum tökum þar sem hún skemmtir sér konunglega. v argfuglinn Vultura glitnirus er ein þeirra furðuskepna sem koma við sögu í barnabók norska rithöfundar- ins Jo Nesbö. Samkvæmt bókinni er Glitnisgammurinn skaðræðisskepna sem á sitt varnarþing á Íslandi en hefur borist víða um Evrópu og hefur ekki síst skotið fólki skelk í bringu á Bretlandseyjum. Skepnan er sögð vera með sérlega sterkar klær og að hún sé illa liðin í Evrópu þar sem fólk er skíthrætt við hana. Jo Nesbö er einna þekktastur hér á landi fyrir glæpa- sögur sínar um drykkfellda rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole sem starfar í Ósló. Nesbö er þó ekki maður einhamur og er einnig tónlistarmaður og höfundur barna- bókanna um Doktor Proktor sem njóta mikilla vinsælda í Noregi og víðar. Og það er einmitt í bókinni Doktor Proktor og dýr sem þú vildir að væru ekki til (Dyr du skulle önske ikke fantes) sem óværunni frá Íslandi eru gerð skil. Í bók- inni er þess getið að Vultura glitnirus hafi farið stöðugt fjölgandi í Noregi til ársins 2008 en þá hafi stofninn nánast þurrkast út á einni nóttu. Fuglinn er sagður gjarn á að læsa klóm sínum í sparifé fólks og takist honum það sé óhætt að afskrifa þann pening en illfyglið flýgur með öll verðmæti sem hann kemst yfir heim á sögueyjuna. Þá fylgir sögunni að örfá dýr hafi verið fönguð og sett í búr á Íslandi. Norsk börn eru yfir sig hrifin af furðudýrum Nesbös sem best væri að væru ekki til og nú hefur verið opnuð sýning með skúlptúrum af fyrirbærunum í Náttúrugripa- safni Óslóar. -þþ Glitnisgammurinn hrellir börn í Evrópu Hann er vænsta skinn og er til dæmis að ryksuga núna. 62 dægurmál Helgin 21.-23. janúar 2011 Alexía er mætt til leiks sem leikkona á ný og finnst ákaflega spennnandi að spreyta sig í sjónvarpsþáttunum Makalaus þar sem hún leikur klassapíu sem gerir aðalpersónunni lífið leitt. Handboltinn lyftir Rás 2 HM í handbolta hefur þó nokkur áhrif á fjölmiðla- notkun þjóðarinnar og samkvæmt áhorfs- og hlustunarmælingum í vikunni var Rásin með 36% heildar- hlustun og þá um leið með mesta hlustun allra stöðva. Beinar lýsingar frá leikjum ís- lenska handboltalandsliðsins hafa þarna sitt að segja en fyrsti leikurinn á föstudaginn var fékk 11% meðalhlustun og 25% uppsafnaða hlustun á Rás 2 sem þýðir að tæplega 60 þúsund Íslendingar stilltu á Rás 2 á meðan á leiknum stóð. Upphafsleikur Íslands á HM á móti Ungverjum fékk mesta uppsafnaða áhorfið í vikunni eða 52%. Leikurinn var í opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Þess má geta í þessu sambandi að fyrsti leikur Ís- lands á EM í handbolta í fyrra fékk 75% áhorf í Ríkissjón- varpinu. Útvarps- og veislustjóri Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, fagnaði 60 ára afmæli sínu á Hótel Borg í síðustu viku. Fjöldi góðra gesta heiðraði Bolla með nærveru sinni og fornvinur hans Páll Magnússon útvarpsstjóri stýrði veislunni með sínum alkunna glæsibrag. Bubbi Morthens var í hópi þeirra sem skemmtu veislugestum. Miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon var í hópi gesta og hafði vökul augu á samkomunni og átti orðastað við sjúkraflutningamenn, sem starfs- fólk veitingastaðarins kallaði til eftir að ung kona fékk flogakast, og sá til þess af sínu annálaða öryggi að sjúkraflutningurinn gengi snuðrulaust fyrir sig. Latur án Dorritar Ólafur Ragnar Gríms- son og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, rækta líkamann af talsverðri elju í Grand Spa í Sigtúni og vekja að vonum athygli annarra gesta sem puða á hlaupabrettunum enda glæsilegt par. Eftir því hefur verið tekið að Dor- rit leiðir líkamsæfingar þeirra hjóna og hún rekur sinn mann áfram af nokkurri harðfylgni. Forsetinn á það þó til að Fuglinn er sagður gjarn á að læsa klón- um í sparifé fólks. koma einn og þá slær hann heldur slöku við og fer sér mun hægar en þegar frúin bregður sér í hlutverk einkaþjálfara. Grænn kostur Skólavörðustíg 8 101 Reykjavík Sími: 552 2028 www.graennkostur.is Ómótstæðileg hráfæðiskaka og frítt kaffi Komdu við á Grænum kosti og prófaðu hina geysi vinsælu hráfæðisköku. Við bjóðum frítt kaffi með kökusneiðinni. Tilboðið gildir til 23. janúar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.