Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 21.01.2011, Qupperneq 28
R æs. Yngri börnin tvö rifin upp og nærri fjórtán ára unglingurinn vakinn í skól- ann. Svala Sigurðardóttir, Seltirningur langt aftur í ættir og læknir, mætir í vinnuna hjá Heilsugæslunni klukkan átta á morgnana. Hún er að klára kandídatsárið sitt og stefnir á að flytja til Þýskalands með yngri börnin þegar haustar. Unglingurinn þrýstir á að fá að vera hér heima, það er svo gaman í gaggó. Málið er í skoðun. Í Þýskalandi stefnir Svala á að stunda lækn- ingar á nýju ári, eftir að hafa komið börnunum fyrir í þýskum leikskólum. Hún flytur á eftir manninum sínum, Róbert Gunnarssyni handboltakappa, sem spilar fyrir Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeild- inni. Hingað til hefur hann flutt á eftir henni. „Ég tilkynnti honum, eftir tveggja ára samband, að ég væri farin í læknanám til Danmerkur. Ég hafði þá verið í klásus hér í Háskólanum og var hársbreidd frá því að komast áfram. Þegar ég fékk inni ytra sagði ég við Róbert: Bless, ég vona að þú komir,“ segir Svala á meðan hún setur hvert eplið af öðru í ávaxtapressu sem stendur á eldhúsbekknum í íbúðinni í Mávahlíð sem þau keyptu í sumar. Kom samningslaus á eftir henni „Hann kom, greyið, á eftir mér um haustið en ég fór út í janúar 2002. Róbert var þá orðinn nokkuð góður handboltamaður í Fram. Hann mætti með skóna á æfingu hjá Aarhus GF og bað um að fá að vera með. Þeir höfðu þá þegar ráðið alla fyrir veturinn en hann fékk að vera með og þeir sáu fljótt hvað hann var góður. Þeir buðu honum skítalaun fyrsta árið en gerðu svo samning við hann og hann var þar í þrjú ár. Þá var hann orðinn bestur og markahæstur og var seldur til Gummersbach en ég átti fimm annir eftir í læknanáminu,“ segir hún. Svala segir að þær mæðgurnar, hún og Hulda, hafi því verið einar eftir í Árósum á meðan Róbert varði tíma í „ógeðsbænum“ Gummersbach. „Ég heimsótti hann mánaðarlega og sagði honum að ég skyldi koma eftir árið, en þar byggi ég ekki. Hann keypti því handa mér hús í Köln og fór sjálfur á milli, fjörutíu kílómetra hvora leið á dag.“ Sjálf ferðaðist hún svo til Bochum, 70 kílómetra á dag, og hélt læknanáminu áfram þar. „Ég var þá orðin ólétt að dóttur okkar Birtu og keyrði á milli, afskaplega þreytt; hreinlega heppin að sofna ekki undir stýri.“ Þau Svala og Róbert hafa verið saman í tíu ár, allt frá því þau sáust á Hverfisbarnum. „Ég hafði týnt vinum mínum, sá Róbert og kannaðist við hann – ég vissi ekki hvaðan, en labbaði að honum og sagði hæ, uhh flottur leðurjakki. Fattaði þá seinna að jú, ég hafði séð hann í sjónvarpinu í bikarúrslitaleik, með einhverja rosalega bartaklippingu. Hann fékk síðan fín meðmæli hjá bróður mínum Indriða [Sigurðssyni landsliðsmanni í fótbolta] því þeir þekktust og höfðu spilað saman fótbolta á unglingsárunum,“ segir hún. „Þarna var Róbert bara nítján, tveimur árum yngri, og ég tilkynnti honum strax að ég ætti barn og hann gæti forðað sér, hefði hann ekki áhuga. Hann fór ekki. Ég veit samt ekki hvort þetta var ást við fyrstu sýn, eða jú, örugglega hjá honum – og þó kannski ekki því ég var með hrikalega klippingu,“ segir Svala hressilega og lýsir því hvernig þau náðu saman þetta sumar. Dóttir Svölu var þá á þriðja ári því hún varð mamma aðeins nítján ára. Var tilbúin í móðurhlutverkið „Þegar Hulda fæddist átti ég sjö ára systur og þriggja ára bróður. Ég hafði staðið mig vel í barnapíustörf- unum og það eina sem ég þurfti að læra var að gefa brjóst. Þá hafði mamma alltaf ætlað að eignast eitt barn í viðbót, en gat það ekki því hún er hjartveik,“ segir hún. „Þetta gekk allt vel upp. Mér fannst ég hafa lifað lífinu – ég hafði jú djammað svo mikið í menntó, búin með tvö ár! Missa af hverju? spurði ég mig þegar fólk var að hafa áhyggjur af aldri mínum og að ég væri svo ung og óreynd. Ég er búin að vera í útstáelsi í marga mánuði, hugsaði ég og sá ekkert athugavert við aldur minn.“ Svala átti aðeins eina önn eftir í MH, Menntaskólan- um við Hamrahlíð, þegar hún varð móðir en hún hafði verið aðeins á undan í námi. „Ég deildi því síðustu önninni niður á tvær og útskrifaðist á réttum tíma. Svo ákvað ég að fara í líffræði í stað þess að demba mér beint í læknisfræði á meðan hún var svona lítil. Ég get ekki séð að það hafi háð mér að verða ung móðir,“ segir Hulda. „Þvert á móti var yndislegt að koma heim úr skólanum og hitta prinsessuna sína.“ Svala segir að þau Hulda og Róbert nái óskaplega vel saman. „Róbert er fæddur til að ala upp börn. Hann er ekkert eðlilega góður pabbi; strangur og með reglur á hreinu en skemmtilegur. Hann ól hana upp. Ég var meira svona einstæð móðir sem gaf alltaf eftir. Huldu var hrósað í Danmörku fyrir gott uppeldi. Ég benti bara á Róbert. Það er honum að þakka,“ segir Svala og hlær. Gott að fá að sakna Róberts Gull um hálsinn, takk Á meðan Róbert Gunnarsson handboltamaður raðar inn mörkum á HM í Svíþjóð heldur Svala Sigurðardóttir kona hans utan um heimilið. Heim- ilislífið er ekkert venjulegt: Jólin haldin í gegnum Skype-netsímkerfið og margir mánuðir hafa liðið á milli þess sem hann hittir börnin. Þau eru í fjarbúð, þar sem hann býr í Heidelberg en hún hér heima. Hún hlakkar til að flytja út til hans – en hingað til hefur hann elt hana á röndum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir settist niður með Svölu. Svala Sigurðardóttir missir ekki af leik íslenska handboltaliðsins á heimsmeistaramótinu en viður- kennir að hún sé ekki alltaf með leikreglurnar á hreinu. Hún er alin upp á KR-vellinum, þar sem faðir hennar stundaði fótbolta, og vel hefur hún fylgst með fótboltaferli bróður síns, Indriða Sigurðssonar. „Ég sá á svip bróður míns þegar mamma spurði hann spjörunum úr eftir æfingar hans hér áður – hvort hann hefði fengið margar send- ingar og annað – að slík „hnýsni“ fór bara í skapið á honum,“ segir Svala. „Ég spurði því aldrei og þótt ég fylgdi fjölskyldunni oft á völlinn lærði ég leikreglurnar seint; ég var jú í fimleikum og þurfti lítið á þekkingunni að halda. Þetta hentaði vel fyrst í sambandi okkar Róberts, en nú þegar við erum búin að vera saman í áratug get ég ekki lengur látið sem ég viti sem minnst um íþróttina. Ég horfi alltaf, en ekki með einhverjum sem kann leikreglurnar því ég er meira hlaupandi á eftir krökkunum og hef því ekki 100% athygli á leikn- um.“ Hún fagnar því þess vegna núna að geta fengið skýringar Þor- steins J. og annarra sérfræðinga beint í æð fyrir og eftir leiki. „Það er gott að vita hverjir standa sig vel; gefa geðveikar sendingar og hafa unnið góðan undirbúning að mörkum, þótt þeir skori þau ekki, því þeir sem skora fá oftast mesta athyglina.“ Svölu undrar hve stemningin er mikil og góð hér heima fyrir HM því hún hefur ekki verið hér á landi áður þegar svona mót hafa verið í gangi. „Ég get ekki séð að það hafi áhrif að leikirnir eru margir í læstri dagskrá. Fólk horfir. Snorri Steinn [Guðjónsson landsliðsmað- ur] var einmitt að velta því fyrir sér að stemningin yrði örugglega bara meiri, fólk færi að hóa sig saman, hrúgaðist á bari og horfði.“ Svala er bjartsýn á gengi liðsins á mótinu. „Þetta er góður hópur núna. Hann er jákvæður og sam- stilltur. Mér finnst stemningin vera sú sama í liðinu og var fyrir Ólympíuleikana. Það sumar gerðist eitthvað. Bæði Óli og Gummi smita út frá sér jákvæðni og festu.“ Hún stefnir á að sjá þá spila síðustu leik- ina úti í Svíþjóð og sér gullið í hill- ingum. „Ég má ekki segja þetta,“ segir hún og hlær. „Róbert þolir ekki svona mikilmennsku.“ Ég tilkynnti honum, eftir tveggja ára samband, að ég væri farin í læknanám til Danmerkur. Þegar ég fékk inni, sagði ég við Róbert: Bless, ég vona að þú komir. Róbert er fæddur til að ala upp börn. Hann er ekkert eðlilega góður pabbi; strangur og með reglur á hreinu en skemmtilegur. Hann ól hana upp. Ég var meira svona ein- stæð móðir sem gaf alltaf eftir. Huldu var hrósað í Danmörku fyrir gott uppeldi. Ég benti bara á Róbert. Það er honum að þakka. Róbert í kunnuglegum stellingum Gunnar, Svala og Birta í stofunni í Máva- hlíðinni. Hulda, elsta dóttirin, var að heiman þegar myndin var tekin. 28 viðtal Helgin 21.-23. janúar 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.