Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Page 20

Fréttatíminn - 11.02.2011, Page 20
Ég vildi að ég gæti lifað á Weird Girls Project en það er auðvitað ekki þannig. U N Women leitaði til Kittyar og fékk hana til að vinna verk sem ætlað er að vekja athygli á því að þrjár stofnanir innan Sameinuðu þjóðanna sem vinna að jafnréttis- málum munu sameinast í eina stóra stofnun sem hlotið hefur nafnið UN Women í stað þess sem áður var UNIFEM. „Ég var strax til í þetta enda er ég í verkum mín- um í raun að fást við mörg þemu í starfi UN Women; ýmislegt sem ég vil hvort eð er standa fyrir, eins og baráttan gegn ofbeldi, fjölgun kvenna í áhrifastöð- um og fleira slíkt. Ég vil ekki stíga upp á sápukassa og predika en vil samt geta tekið afstöðu. Ég reyni að gera eitthvað skemmtilegt en senda samt skila- boð um leið.“ Kemur alltaf á óvart Kitty fór af stað með Weird Girls Project, sem segja má að sé einhvers konar tilraunaverk í stöðugri þróun, árið 2007. Hún segir grunninn að verkefninu í heild vera viðbragð við hinu óþekkta og óvænta þannig að þær konur sem hún vinnur með vita aldrei hverju þær mega eiga von á þegar Kitty boðar þær í tökur. „Það sem ég er að gera með þessum óvæntu uppákomum og öllu sem þeim fylgir er að láta stelp- urnar gera eitthvað utan síns öryggissvæðis en samt með þeim áhrifum að þær upplifa sig sjálfsöruggar eftir á. Fjöldi stelpna í hvert skipti ræðst af því hversu miklum peningum ég hef úr að spila. Yfirleitt koma í það minnsta tvær nýjar í hvern „þátt“ til þess að halda ferskleikanum og svo eru alltaf einhverjar sem hafa verið með áður. Ef ég hefði efni á því að vera með hundrað manns í einu þá færi ég létt með það. Það eru svo margar sem bíða eftir því að fá að vera með.“ Kitty ólst upp í breskum bæ en eyddi fullorðinsár- unum í London þar til hún settist að í Reykjavík fyrir um fimm árum. „Ég kom hingað fyrst fyrir sjö eða átta árum til þess að fylgjast með Airwaves-tónlist- arhátíðinni. Ég datt auðvitað hressilega í það eins og vera ber, kynntist mörgum og eignaðist helling af vinum.“ Kitty þvældist síðan á milli Englands og Íslands næstu árin og kom hingað allt að tíu sinnum á ári. „Ég áttaði mig svo á því að það væri ódýrara að búa bara hérna.“ Þrátt fyrir kreppuna og þrengingarnar í efnahags- málum á Íslandi efast Kitty um að það sé betra að búa í Englandi og hún vill vera á Íslandi. „Ég sakna auðvitað fjölskyldu minnar úti en ég vil frekar ala börnin mín upp hérna. Ég ætla samt að fara út um mánaðamótin og eyða mars í Englandi og drekka mikinn bjór og borða helling af pylsum.“ Mamma og stjúpamma Kitty býr með tónlistarmanninum Daníel Ágústi Haraldssyni. Þau eignuðust dóttur árið 2009 en dótturdóttir Daníels býr einnig á heimilinu þannig að segja má að Kitty sé einnig stjúpamma. „Stelp- urnar eru á svipuðum aldri og eru eins og systur. Fólkinu mínu úti finnst voðalega skrýtið að ég hafi orðið mamma og amma nánast á sama tíma en hérna þykir þetta auðvitað ekkert tiltökumál.“ Listamannslífið gerir það óhjákvæmilega að verk- um að hversdagurinn er ekki mjög fastur í viðjum vanans hjá Kitty en hún segir þó að þeim Daníel hafi tekist ágætlega að halda heimili með tveimur litlum börnum. Verkaskipting sé þar auðvitað mikilvæg en einnig muni talsvert um króníska skipulagsáráttu hennar. „Daníel er ekki síður upptekinn en ég og vinnur ekki hefðbundna níu til fimm vinnu. Hann er oft mikið í stúdíói fram eftir á kvöldin og þá sé ég um heimilið. Hann kláraði nýlega vinnu við tvær plötur og um leið og hann var búinn henti ég mér út í mín verkefni. Hann vissi þá líka alveg að þetta var yfir- vofandi og að þegar hann væri búinn myndi ég loka mig af og byrja að pæla og vinna.“ Kitty er einnig í fullri vinnu hjá CCP og hefur líka verið plötusnúður. „Ég vildi að ég gæti lifað á Weird Girls Project en það er auðvitað ekki þannig og ég stend oftast nær straum af kostnaðinum við tökurnar sjálf. Ég hef ekki verið mikið að þeyta skífum frá því að stelpan fæddist en er að fara að koma mér í gang aftur. Peningana fyrir plötusnúðastarfið hef ég alltaf tekið frá og notað í Weird Girls-verkefnin. Maður verður að skipuleggja tíma sinn vel til þess að þetta geti gengið og ég er mikill planari. Þetta fer samt að verða verulega erfitt vegna þess að mér bjóðast svo mörg tækifæri og mig langar að taka þeim öllum. Ég er sennilega komin að þeim tímapunkti að ég verði að þekkja takmörk mín.“ Nettur kleyfhugi Skipulagsáráttan hefur blundað í Kitty lengi en óneitanlega er það viss þversögn í persónugerð listakonunnar sem lifir og hrærist í því óvænta og frumlega að vera svona formföst þegar kemur að skipulagningu. „Ég get verið mjög rökrétt í hugsun og þegar ég var unglingur róaði ég mig með því að leysa stærðfræðidæmi. Það er svo notalegt að komast að svörunum og vita að þau eru rétt. Og eftir að ég lagði að baki þessi ár sem eru eyrnamerkt ung- lingaveseni og sukki notaði ég lista til þess að koma mér á beinu brautina. Ég er alltaf að gera lista yfir ólíklegustu hluti. Fæstir vinir mínir í listageiranum eru svona og ég er nettur kleyfhugi þegar kemur að þessari áráttu að setja saman lista og skipuleggja allt út í hörgul. Ég vil hafa allt brjálað og mjög „artí“ en samt líka skipulagt. Ég gæti heldur ekki gert allt sem ég er að gera; unnið hjá CCP, sinnt Weird Girls Project, verið plötusnúður og haldið heimili án þess að skipuleggja allt vel.“ Lifir ofurskipulögð í óreiðunni Listakonan Kitty Von-Sometime flutti frá London til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Hún unir hag sínum vel á Íslandi og hefur í nógu að snú- ast, ekki síst í tengslum við Weird Girls Project. Þar hefur hún safnað konum til liðs við sig og gerir út á hið óvænta, ekki síst með því að koma Skrítnu stelpunum sjálfum að óvörum. Þórarinn Þórarinsson kíkti í kaffi til Kittyar og varð margs vísari um hana sjálfa og Weird Girls Project. Kitty kann vel við sig í Reykjavík sem er eins og einhver sérstök blanda af stórborginni London og litla bænum sem hún ólst upp í. Ljósmynd/Hari. 20 viðtal Helgin 11.-13. febrúar 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.