Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 54
46 bíó Helgin 11.-13. febrúar 2011 Þ essi eftirsóttustu verðlaun kvikmyndabransans í Banda-ríkjunum hafa alltaf verið umdeild og þeir sem hljóta ekki náð fyrir augum Akademíunnar geta alltaf huggað sig með því að Peter O’Toole, Alfred Hitchcock, Fe- derico Fellini, Richard Burton, Akira Kurosawa og Albert Fin- ney hafa aldrei fengið verðlaun og bið Martins Scorsese og Stevens Spielberg eftir verðlaunum virtist á tímabili ætla að verða endalaus á meðan alls konar minni spámenn fóru heim með styttur. Óskarsverðlaunin snúast einfald- lega um miklu meira en hæfileika leikara og leikstjóra og gæði kvik- mynda. Inn í þetta blandast alls kon- ar pólitík og hefðir þannig að það er síður en svo á vísan að róa fyrir þá bestu. Breska kvikmyndatíma- ritið Empire hefur tínt til ýmis atriði sem ættu að gefa vísbendingu um af hverju tilnefndar myndir ættu að vinna, og svo aftur á móti af hverju þær munu ekki vinna. Af þeim tíu tilnefndu myndum sem sýndar hafa verið á Íslandi þykja þessar sigur- stranglegastar: Black Swan vinnur vegna þess að hér er á ferðinni sterk, dramatísk saga frá virtum leikstjóra. Frammi- staða leikara er frábær, með Natal- ie Portman fremsta í flokki. Black Swan vinnur ekki vegna þess að þrátt fyrir mjög góða dóma eru þeir sem eru á móti henni virkilega á móti henni og þeir hafa látið vel í sér heyra. Þótt myndin sé tilnefnd fyrir klippingu og leikstjórn vantar hana tilnefningu fyrir besta handritið en besta myndin tekur yfirleitt allan pakkann í þessum meginflokkum. The Fighter vinnur vegna þess að viðfangsefni hennar er nógu hefð- bundið og útfært þannig að það ætti að hugnast eldri kjósendum en með nægan brodd til þess að höfða til þeirra sem yngri eru. Hún er með þrjár tilnefningar fyrir besta leik í aukahlutverkum og einnig með hinar mikilvægu tilnefningar fyrir handrit, klippingu og leikstjórn. Og Óskarinn elskar hnefaleikamyndir, samanber Million Dollar Baby og Rocky. Það boðar hins vegar ekki gott að Mark Wahlberg er ekki tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki og boxið er ekki alltaf trygging eins og sést best á því að Raging Bull vann ekki. Inception vinnur vegna þess að Óskarinn er veikur fyrir myndum sem mala gull í miðasölunni. Leik- stjórinn er einn sá hæfileikaríkasti í bransanum og myndin öll er unn- inn af þeirri fagmennsku sem á að einkenna „bestu myndina“. Myndin vinnur samt varla þar sem hún er hvorki með tilnefningu fyrir bestu leikstjórn né klippingu. Það veit ekki á gott. The King´s Speech er sannkölluð „óskarsverðlaunamynd“. Hún er gáfuleg, sannkölluð búningamynd frá liðnum tíma, viðfangsefnið er konunglegt, leikararnir frábærir og allt er þetta vel pússað og áferðarfal- legt. Hún er með flestar tilnefningar og Akademían er gjörn á að hrúga öll- um helstu verðlaunum á sömu mynd- ina. Hún vinnur ekki vegna þess að hún er ekki heppilegur kostur ef Akademían vill ná til ungs fólks, og mikið hefur verið ritað og rætt um að Georg VI hafi verið hallur undir nas- isma. Svo er Óskar mátulega hrifinn af því þegar Bretar gera sig gildandi á hátíðinni. Social Network vinnur vegna þess að hún kallast á við samtímann og fjallar um fyrirbæri sem bókstaflega allir þekkja. Myndin er vel leikin, leikstjórinn er einn sá virtasti í fag- inu og hún græddi yfir 100 milljón- ir dollara í Bandaríkjunum, en það er eiginlega lágmarksupphæð fyrir „bestu myndina“. Hún tapar hins vegar vegna þess að hún er ekki nógu hefðbundin og Akademían er kannski ekki alveg með þetta inter- net á hreinu. Hún er aðeins með eina leikaratilnefningu á móti þremur hjá King´s Speech og þar sem leikarar eru í meirihluta í Akademíunni má ætla að þeir séu ekkert of hrifnir af myndinni. True Grit vinnur vegna þess að all- ir elska The Dude (Jeff Bridges í Big Lebowski) og allir elska Coen-bræð- ur og Akadamían elskar vestra ennþá (Dances with Wolves, Unforgiven og No Country for Old Men sem Coen- bræður gerðu. Þarf frekari vitnanna við?) Hún fór yfir 100 milljón dollara markið í Bandaríkjunum. Hún vinnur ekki vegna þess að hana vantar til- nefningu fyrir klippingu þannig að til þess að vinna verður hún að rjúfa þriggja áratuga hefð. Það er stutt síðan bræðurnir sópuðu að sér verð- launum fyrir No Country for Old Men þannig að Akademían vill örugglega dreifa gleðinni. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó  óskarsverðlaunin er besta myndin best?  bíódómur true grit  frumsýndar  Og Óskarinn fer til ... Óskarsverðlaunin verða afhent í lok þessa mánaðar við skrautlega athöfn eins og lög í Hollywood gera ráð fyrir. Flokkur þeirra mynda sem etja kappi um verðlaun fyrir bestu myndina er sérstaklega sterkur þetta árið, sem sést ágætlega á vandræðalegu stjörnuregninu sem dunið hefur á tilnefndum myndum í gagnrýni á þessari síðu undanfarið. Þegar svo margar magnaðar myndir keppa er næsta víst að lítil sátt mun ríkja um vinningshafann en það er svo sem ekkert nýtt þegar Óskarinn er annars vegar. e kki þarf að hafa mörg orð um snilld þeirra bræðra Ethans og Joels Coen enda slíkir meistarar að á löngum ferli hafa þeir varla stigið feilspor fyrir utan The Ladykillers og Intolerable Cruelty. Þeir bræður voru í miklum ham árið 2007 þegar þeir sendu frá sér hinn frábæra sam- tímavestra No Country for Old Men og með True Grit hafa þeir loksins gert alvöruvestra sem er svo skotheldur að líklega verður maður bara að taka sénsinn og fullyrða að True Grit sé besta mynd þeirra til þessa þótt af nógu sé að taka þegar sá stimpill er kominn á loft. Vestrajaxlinn John Wayne landaði Óskars- verðlaunum fyrir túlkun sína á hinum rudda- lega laganna verði, Rooster Cogburn, í True Grit árið 1969. Mynd þeirra Coen-bræðra er fráleitt endurgerð þeirrar myndar. Bræðurnir litu fram hjá gömlu myndinni, fóru beint í frumtextann og skrifuðu handrit sitt upp úr skáldsögu Charles Portis. Þar segir frá hinni 14 ára gömlu Mattie Ross sem er heldur betur með bein í nefinu og kjaft- inn fyrir neðan það. Þegar skíthællinn Tom Cha- ney drepur föður hennar og stingur síðan af, lætur sú stutta ekki hugfallast heldur undirbýr hefndarleiðangur. Sér til halds og trausts ræður hún fyllibyttuna og rustann Rooster Cogburn sem er annálaður fyrir að taka ribbalda föstum tökum, skjóta fyrst og spyrja svo. Hailee Steinfeld, 15 ára gömul leikkona, sýn- ir ótrúleg tilþrif í hlutverki stúlkunnar og Matt Damon er óvenju skemmtilegur sem lögreglu- maður frá Texas sem slæst í för með hinu sér- kennilega tvíeyki. Josh Brolin, sem vann síðast með Coen-bræðrum í No Country for Old Men, er óárennilegur og ógnandi í hlutverki morð- ingjans og hinn alltof sjaldséði Barry Pepper er ógeðslegur, ógnandi og firnasterkur í litlu hlutverki útlaga sem tekur Chaney undir sinn verndarvæng. En yfir öllu þessu ágæta fólki og myndinni eins og hún leggur sig gnæfir Jeff Bridges í hlutverki hins eineyga Cogburns. Mað- urinn er bara hreint út sagt stórkostlegur í hlut- verkinu og kemur þessari grjóthörðu fyllibyttu og bardagamanni, sem þó á til mannlega taug undir hrjúfu yfirborðinu, til skila með bravúr. Joel og Ethan segja þessa sögu á sinn sér- staka hátt og af slíkri tilfinningu að myndin ristir djúpt, auk þess sem hún er löðrandi í höf- undareinkennum þeirra sem gera hana að veislu fyrir augu og eyru. Þórarinn Þórarinsson Töff mynd um alvöru harðjaxl Akademían er gjörn á að hrúga öllum helstu verðlaunum á sömu myndina. Kraftur látleysisins Breski leikstjórinn Mike Leigh hefur einstakt lag á að gera mannlegar og lát- lausar bíómyndir sem rista djúpt og snerta við fólki þótt þær líði stundum áfram eins og ekkert sé að gerast. Þetta er einmitt tilfellið í hans nýjustu mynd, Another Year, sem Græna ljósið frumsýnir í Bíó Paradís á föstudaginn, en þar koma öndvegis leikarar súrsætri sögu til skila með mikilli hægð. Leigh hóf feril sinn sem leikskáld og sviðsleikstjóri en fyrsta kvikmynd hans byggðist á eigin verki, Bleak Moments, árið 1971 sem vakti mikla athygli. Hann tók sér síðan langt hlé frá bíómyndum og lét ekki til skarar skríða fyrr en árið 1988 með High Hopes. Síðustu myndir hans eru Vera Drake, Topsy-Turvy, Naked og hin áhrifaríka Secrets&Lies sem var sýnd á Íslandi fyrir nokkrum árum við góðar undirtektir. Í Another Year segir Leigh frá rosknum hjónum sem eru sátt við líf sitt en fólk í kringum þau leitar endalaust til þeirra með vandamál sín. Kvikmyndatímaritið Empire gefur myndinni fimm stjörnur og lofar hana í hástert. Ruth Sheen og Jim Broadbent leika gömlu hjónin en Broadbent er leikari þeirrar náttúru að ekkert virðist honum ofviða og hann er jafnvígur á grín, hádramatík og allt þar á milli. Steinfeld, Damon og Brolin eru stórgóð í hlut- verkum sínum en standa öll í stórum skugga Jeffs Bridges. Gömlu hjónin eru sátt við sitt en sömu sögu er ekki að segja af fólkinu í kringum þau. Allar myndirnar sem berjast um Óskarsverðlaunin sem besta myndin hafa ýmislegt með sér og á móti en að öllu samanlögðu er staða konungsins stamandi býsna góð. Lýtalæknir og tískupíur í vanda og Jógi í góðum gír From Prada to Nada er gamanmynd sem byggð er lauslega á Sense and Sensibility, margrómaðri skáldsögu Jane Austen. Sögusviðið er fært til Bandaríkja samtímans og segir frá tveimur systr- um, tískudrósum miklum, sem þurfa að endur- skoða líf sitt eftir að faðir þeirra fellur frá og skilur ekkert eftir sig. Yogi Bear er þrívíddarmynd um hinn glaðlynda og góðkunna björn sem flestir sem komnir eru til vits og ára muna eftir. Jógi og félagi hans Bóbó eru við sama heygarðshornið og gera skógarverðinum í Jellystone-þjóðgarðinum lífið leitt. Í gamanmyndinni Just go with it leikur Adam Sandler lýtalækni sem fellur fyrir sér yngri og glæsilegri konu en til þess að breiða yfir klaufalega lygi flækist hann enn frekar í eigin blekkingavef þegar hann fær aðstoðarkonu sína (Jennifer Aniston) til að þykjast vera fyrrverandi eiginkona hans. SKRÁÐU ÞIG NÚNA á worldclass.is og í síma 55 30000 Opið allan sólarhringinn í World Class Kringlunni B es tu n B irt in g ah ús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.