Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 40
F lest ir munu sammála um að hrunið hér- lendis 2008 var að stórum hluta sök nokkurra „íslenskra“ banka og stjórnenda þeirra, þót t hlut i þjóðarinnar dansaði með í hrunadansin- um. Það breytir ekki því að þjóðfélagið þarf nú sem aldrei fyrr á traustri banka- starfsemi að halda við endurreisn efna- hagslífsins. Við smærri, og ekki síður stærri, mistök og ófarir er ætíð reynt að finna syndahafur og gjalda þá jafnan fleiri en sök eiga. Mannkynssagan er full af slíkum frásögnum. Svo virðist sem íslenskt f jár- málakerfi sé sá syndahafur sem að minnsta kosti stjórnvöld horfa til, sé litið til þeirra starfsskilyrða sem bankastarfsemi virðast nú ætluð: Á undanförnum mánuðum hef- ur verið skrifað undir ýmis plögg sem eiga það sammerkt að í þeim felast fyrirheit um eftirgjöf skulda einstaklinga og fyrirtækja hjá fjár- málafyrirtækjum. Vafalaust oftast nauðsyn fyrir skuldara, en fjár- mögnun eftirgjafar byggð á yfir- færslu frá föllnum bönkum eða ríkisábyrgð og þá lítt hirt um þau fáu fjármálafyrirtæki sem enn telj- ast sjálfstæð. Nýleg lög um umboðsmann skuldara velta ógnvekjandi kostn- aði þeirrar starfsemi yfir á fjár- málafyrirtæki og aukinn kostnaður Fjármálaeftirlits fer sömu leið. Samtímis er lagður á sérstakur bankaskattur og allt eru þetta þó smámunir hjá þeim árlegu tug- milljarða álögum sem fylgja munu samþykkt fyrirliggjandi lagafrum- varps um tryggingar innistæðna ef af verður. Við þetta má svo bæta hugmyndum um að bankakerfið í heild ber i kostnaðinn af Icesave -klúðri Landsbankans. Ofantaldan kostn- að virðist öllum fjár- málafyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra ætlað að bera án tillits til meiri eða minni, jafnvel engra, tengsla við þenslu og hrun. Hefðbundin bankastarfsemi byggist að mestu á vaxtamun, þ.e. mun á vöxtum greiddum á innistæður og aðra fjármögnun og þeim vöxt- um sem lántakendur greiða. Þessi munur er gjarna á bilinu 2,5 til 4%, mismunandi eftir eðli starfsem- innar. Nýjar álögur, sem verða ekki teknar nema af þessum vaxtamun, gætu numið allt að helmingi nú- verandi tekna fjármálafyrirtækja. Ef af verður neyðast því fyrirtækin annaðhvort til að hækka útláns- vexti verulega, sem virðist ófært miðað við stöðu heimila og fyrir- tækja, eða lækka innlánsvexti sem eru þó lágir fyrir og auk þess skatt- lagðir beint og óbeint. Það mun væntanlega leiða til að sparifé landsmanna hverfur úr bönkum og flyst í skuldabréfasjóði og önn- ur form sem ekki verða skattlögð með sama hætti; þeir sem mögu- leika hafa á munu flytja fé úr landi og einhverjir munu telja fé sitt best geymt undir koddanum. Áður en lengra er haldið þarf Alþingi að meta hve miklar nýjar álögur er unnt að leggja á heilbrigð fjármálafyrirtæki án þess að raska um of grundvelli eðlilegrar banka- starfsemi í landinu. Væntanlega er hámark þess 0,2 til 0,3% af fjár- mögnun þeirra. 32 viðhorf Helgin 11.-13. febrúar 2011 Ari Teitsson stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga Álögur á fjármálafyrirtæki Bankaþankar world class.is Súperform Peak Pilates Hot Rope Yoga Mömmutímar Fitnessbox TRX Combó Zumba Fitness CrossFit SpinningFit Ketilbjöllur Herþjálfun Lífstíll 20+ SKRÁÐU ÞIG NÚNAá worldclass.is og í síma 55 30000 B es tu n B irt in g ah ús Áður en lengra er haldið þarf Alþingi að meta hve miklar nýjar álögur er unnt að leggja á heilbrigð fjármálafyrirtæki án þess að raska um of grundvelli eðlilegrar bankastarfsemi í landinu. Í síðustu viku hlustaði ég á glæsilega túlkun Ara Þórs Vilhjálmssonar á fiðlu- konserti nr. 1 eftir Sjostakovitsj með Sinfóníuhljómsveit Íslands – og rifjaði um leið upp flutning Þórunnar Óskar Marinósdóttur á víólukonserti Bartóks og Helgu Þóru Björgvinsdóttur á fiðlu- konserti Mendelsohns fyrr í vetur. Svo að ekki sé minnst á einleik Víkings Heiðars Ólafssonar á upphafstónleikum hljómsveitarinnar í september. Þegar ég gekk út úr Háskólabíói að tónleikum loknum sóttu að mér tvær áleitnar hugsanir, að nokkru leyti skyldar, en þó ólíkar. Önn- ur var sú að þessi þjóð okkar á ótrúlega góða listamenn í mörgum greinum, vel mennt- aða fagmenn sem eru landi og þjóð til sóma hvar sem þeir koma fram. Þeim mun fremur er ástæða til að skammast sín fyrir vanhæfa, og ég leyfi mér að segja spillta, stjórnmála- menn og stjórnsýslu – og nú síðast Hæstarétt. Hin snýr að tónlistinni sér- staklega, þeirri ungu listgrein okkar sem hefur tekið ótrú- legum framförum á skömmum tíma. Það var ekki fyrr en í júní 1926 að hér heyrðist fyrst í raunverulegri sinfóníuhljóm- sveit, þegar Jón Leifs kom með Hambur- ger Philharmonisches Orchester – sem hélt tíu tónleika á 17 dögum. Síðan þá hefur tónlist á Íslandi tekið þvílíkum framförum að ég leyfi mér að segja (þótt ég sé bókmenntamaður) að hún standi nú fremst listgreina – og á ég þá við tón- skáld jafnt sem túlkendur. Margt kemur þar til. Hingað fluttu tónlistarmenn frá hinum þýskumælandi menningarheimi og unnu þrekvirki. Og svo kom til ný lög- gjöf um tónlistarskóla, ekki síst vegna framgöngu Gylfa Þ. Gíslasonar mennta- málaráðherra. Þar með gerbreyttist öll aðstaða til tónlistarmenntunar. Óttar heitinn Halldórsson vinur minn átti til að segja: „Hugsaðu þér ef Beethoven hefði fæðst á Hólmavík.“ Nú gæti Beethoven (eða hans líki) vel fæðst á Hólmavík því að þar er Tónlistarskóli Strandabyggðar, þökk sé framsýni þeirra manna sem skildu gildi listmenntunar. Það er að segja hingað til. Hvað nú verður, veit víst enginn. Því að nú er ráðist að undirstöðu tónlistarmenntunar með niðurskurðar- hnífi í höndum manna sem skilja ekki verðmæti skapandi hugsunar og listar. Þetta minnir mig á sögu sem gekk hér á árum áður. Hún er á þá leið að til stóð að stækka Sinfóníuhljómsveit Íslands og bæta við hljóðfæraleikurum. Reis þá upp ónefndur þingmaður og taldi það af og frá. Hann hefði nefnilega sjálfur verið á tónleikum hjá þessari hljómsveit og séð einstaka hljóðfæraleikara sitja með hljóðfærin á hnjánum af og til. Því teldi hann rétt að þeim yrði gert að spila allir í senn áður en bætt yrði við fleira fólki. Ekki sel ég þessa sögu dýrar en ég keypti hana. En hún minnir okkur á að niðurskurður fjárframlaga er í höndum fólks sem skipar óþarflega stóra yfir- byggingu í okkar litla þjóðfélagi og það byrjar ekki á að skera sjálft sig niður, heldur telur sig geta slátrað verðmætum sem það ber ekki skynbragð á. Hugsið ykkur að Kópavogur skuli launa Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara þrotlaust hugsjónastarf með því að fleygja honum á dyr! Er hann þá orðinn einhver óþarf- asti starfsmaður þar í bæ? Þessari aðför að tækifærum ungs fólks til tónlistar- menntunar mætti kannski líkja við það að draga úr lestrarkennslu, fyrst verið er að fækka kennslustundum í skólum, enda væri þá litið á bóklestur sem óþarfa – eins og eitt sinn var plagsiður hér á landi. Tónlistarkennsla er ekki ókeypis og því má ekki gleyma að margir foreldrar leggja hart að sér, við takmarkaðan efnahag, til að leyfa börnum sínum að kynnast þroskandi glímu við tónlistina, þótt þau verði ekki öll snillingar. Börn og unglingar leggja líka hart að sér við að sinna þeirri glímu auk almenns skóla- náms. Og oftar en ekki skara þau fram úr á báðum sviðum. Svo er önnur hlið á tónlistarkennslu þótt ef til vill sé ekki oft hugsað til henn- ar. Af henni hef ég persónulega reynslu. Ég er ekki alinn upp á svokölluðu menn- ingarheimili. Á æskuheimili mínu voru ekki margar bækur, og ekki hlustað á tónlist. Mér er það eitt minnisstætt að faðir minn slökkti umsvifalaust á útvarp- inu þegar rödd Eggerts Stefánssonar hljómaði. Þegar ég byrjaði í gagnfræða- skólanum á Ísafirði kom þangað Ragnar H. Ragnar og stofnaði tónlistarskóla – og ég lærði hjá honum á píanó sem ég gat talið föður minn á að kaupa. Hjá Ragnari opnaðist fyrir mér ný veröld lista og heimspeki. Ég hef lýst þessari reynslu í bók minni Í flæðarmálinu. Ég varð ekki tónlistarmaður en tónlistin hefur fylgt mér alla ævi. Og vegna þessarar kennslu stend ég í svo mikilli þakkarskuld að hana fæ ég aldrei goldið. Hún breytti lífi mínu og viðhorfi. Hún opnaði dyr sem aldrei hafa lokast aftur. Þess vegna er aðför að tónlistar- kennslu aðför að skapandi hugsun og viðleitni ungs fólks til andlegs þroska. Þeir sem þagga niður í fiðlunni vinna mikið skemmdarverk. Þegar fiðlan þegir (tilvitnun í kvæði eftir Halldór Laxness) vantar hljóm innra með okkur. Þann hljóm sem kemst einna næst því að tengja mannshugann skapandi mætti alheimsins. Nú er ráðist að undirstöðu tónlistar- menntunar með niður- skurðar- hnífi í höndum manna sem skilja ekki verðmæti skapandi hugsunar og listar. Þegar fiðlan þegir Í Njörður P. Njarðvík rithöfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.