Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 29
Íslensku tónlistarverðlaunin 2011  bls. 4 til 6 Þ órir Baldursson er fæddur árið 1944 og snemma sást á pilti að hann var fá- dæma músíkalskur. Faðir hans, Baldur Júlíusson, var harmóníkuleikari og hljóm- sveitagæi, svo tónlistin var allt um kring á æskuheimilinu í Keflavík. Tónlistarmenn kíktu stundum í heimsókn, þ.á.m. söngvarinn Svavar Lárusson. „Hann kom einhvern tíma heim á Garðaveginn í Keflavík og var með nýtt lag, sem pabbi átti að læra. Ég var aðeins byrj- aður að læra á nikkuna hans pabba, en hún var ennþá allt of stór fyrir mig. Ég náði lagi á hana með því að vera á hnjánum á gólfinu. Það kom í ljós að ég kunni lagið sem Svavar ætlaði að fara að kenna pabba,” sagði Þórir í viðtali við Bergþóru Jónsdóttur í Lesbók Morgun- blaðsins árið 2003, en hann var sjö ára þegar atvikið átti sér stað. Pabbi hans var vitanlega stoltur af syninum og keypti skömmu síðar handa honum fyrstu harmónikkuna. Tíu ára var Þórir farinn að spila með pabba og félögum á böllum, en fyrsta „prófessional“ band- ið sem Þórir starfaði með var Hljómsveit Guðmundar Ingólfs- sonar. Þar var hann byrjaður að spila fjórtán ára gamall. Hljóm- sveitin var uppeldisstöð manna eins og Gunnars Þórðarsonar og Engilberts Jensens og aðal ballgrúppan á Suðurnesjum á tímabilinu á milli frumrokks og bítls. Framhald á næstu opnu  Þórir Baldursson heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna Mér þykir svo gaman að spila Þórir Baldursson er heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. Tónlistarferill hans er búinn að vera stórmerkilegur og ævintýralegur á köflum. Hann spannar fjölbreytt svið - þjóðlagatónlist, dýrðlegt velmegunardiskó og harmóníkuböll - svo eitthvað sé nefnt. Þótt á tímabili hafi enginn náð jafn langt og Þórir á alþjóðlegum dægurlagamarkaði er saga hans ekki jafn þekkt og margra annarra tónlistarmanna, enda er Þórir ekki mikið fyrir sviðsljósið. Það sem hefur alltaf vakað fyrir honum er að fást við tónlistina, að sökkva sér ofan í hana. Hann er minna fyrir að tala um tónlistina eða velta sér upp úr fortíðinni. ... vann Þórir á þessum tíma með fólki eins og Elton John, Grace Jones, Boney M, Melbu Moore, Twiggy og fjöldanum öllum af vongóðum diskósmástjörnum. Þórir töffaralegur á plötuumslagi frá 1970. Útgefandi var SG hljómplötur. Þú átt líka þátt í Íslensku tónlist- averðlaununum. Farðu inn á www. tonlist.is og veldu þinn listamann. Á kosningakvöldinu verður síðan hægt að velja milli fimm þeirra stigahæstu í símakosningu og að lokum tekur sá vinsælasti við verðlaununum. Vertu með á tónlist.is.  Íslensku tónlistarverðlaunin Afhending í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 8. mars Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 8. mars. Athöfnin verður í beinni útsendingu í Sjón- varpinu. Helstu tónlistarstjörnur landsins koma fram. Þig langar ekkert að missa af þessu! tilnefningar til Íslensku tónlistarverð- launanna umslag ársins tónlistarflytjandi ársins rödd ársins Bjartasta vonin textahöf- undur ársins tónhöfundur ársins lag ársins tónverk ársins hljómplata ársins (sÍgild og samtÍmatónlist) hljómplata ársins (jazz) hljómplata ársins (rokk/popp) gHljómgrunnur 3. tbl. 2011, febrúar 2011 gÚtgefandi Morgundagur gRitstjórn Þorgeir Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.