Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 24
K ristján Geir ólst upp hjá móður sinni, ömmu og afa á sveitaheimilinu Enni í Skagafirði og seg- ist líklega hafa verið um sjö ára aldur þegar ofbeldið byrjaði. „Þetta var fjölskyldumeðlimur sem kom reglulega í heimsókn á heimilið yfir sumartímann. Krakkarnir hans voru í sveit heima. Eftir á sé ég að þetta var ótrúlega „vel“ unnið hjá honum. Hann byrjaði á því að vinna sér traust hjá mér, þá litlu barni. Það var alltaf glens í kringum hann sem þróaðist út í að hann fór inn á þessa braut. Fyrst leitaði hann á mig utanklæða. Svo hélt þetta áfram þangað til ég fór að nálgast kynþroskastigið. Þá fór þetta að ganga lengra. Þegar ég var ellefu eða tólf ára og var að fara í skólaferðalag til Flateyjar man ég að hann hringdi, fékk að spjalla við mig og fór þá að klæmast við mig. Honum þótti það voða fyndið. Mér leið bara illa eftir þetta símtal. Fannst það fáránlegt og alls ekki viðeigandi. Svo fór hann að nota hvert tækifæri til að vera einn með mér. Króa mig af. Við vorum kannski að fara út að smala og þá passaði hann að fara með mér. Maður vissi ekkert hvað maður átti að gera. Ég þorði ekki að segja frá þessu; held ég hafi ekki haft þroska til að takast á við þetta. Svona var þetta á sumrin, öll unglingsárin.“ Kristján Geir er mikill íþróttagarpur, æfði fótbolta, körfubolta og frjálsar á unglingsárum og keppti á Unglinga- landsmótum í frjálsum íþróttum til sextán ára aldurs. Sem stendur er Kristján án atvinnu en notar tímann til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið í fitness. Hann hefur náð góðum árangri í vaxtarræktar- og fitness-keppnum hérlendis á undanförnum árum og náði meðal annars 1. sæti í Reykjavík Grand Prix-keppninni 2010. „Ég gekk fyrst í Hólaskóla, fór svo í Varmahlíðarskóla og þar byrjaði ég að koma aðeins við lóðin. Sextán ára fór ég í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki og þar fór ég að lyfta af fullum krafti og leggja grunninn að því sem seinna varð.“ Eftir tvö ár í Fjölbraut ákvað Kristján Geir að breyta til, flytja suður og fara í nám þar. „Þá talaði þessi maður við mömmu og bauð henni að ég gæti verið hjá sér fyrir sunnan á meðan ég væri í skóla. Ég kunni ekki að segja nei og bara samþykkti það. Kannski hef ég ýtt þessu til hliðar í huganum. Kannski taldi ég mig líka vera orðinn það stóran að þetta myndi ekkert verða svona aftur. En reyndin varð önnur. Hann lét mig alveg í friði ef aðrir voru nálægt. En svo veiktist konan hans og fór á spítala. Þá var hann einn með mér og þá misnotaði hann mig.“ Hvað gerði hann þér? „Þetta gekk út á að hann fór ofan í buxurnar hjá mér og leitaði á mig. Fró- aði mér. Síðan fór hann að totta mig. Undir lokin hafði þetta þróast út í að ég átti að fara að fróa honum en ég náði sem betur fer að stoppa að þetta gengi eitthvað lengra. En þetta gekk aðallega út á það að hann fengi að fróa mér.“ Hann hefur náð einhverju ægivaldi yfir þér? „Já. Það var alveg sama þótt ég reyndi að streitast á móti. Það virkaði ekki.“ Hvernig leið þér á þessum tíma? „Skelfilega. Ég var bara frosinn. Vissi í rauninni ekkert hvað ég átti að gera. Ég var svo reiður yfir því lengi á eftir að ég skyldi ekki hafa haft afl til að stoppa hann. Ég man sérstaklega eftir einu atvikinu. Þá langaði mig að berja hann og stoppa þetta en það sem hélt aftur af mér var hvernig ég ætti að útskýra það fyrir fjölskyldu minni að ég hefði lamið hann. Hvernig ætlaði ég að útskýra það fyrir öðrum? Ég var bara ekki tilbúinn til þess. Ég meikaði ekki ástæðuna. Þarna var ég orðinn átján ára.“ Reyndi sjálfsvíg Kristján Geir lauk námi við Iðnskólann Hann bað hann að segja engum. Þetta væri leyndarmálið þeirra. Kristján Geir Jóhannesson var á grunnskólaaldri þegar karlkyns ættingi hóf að misnota hann kynferðislega. Ofbeldið stóð yfir í meira en áratug og afleiðingar þess lögðust þungt á Kristján Geir. Hann sagði Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur frá skömminni, þunglyndinu og voninni um bjartari tíma. Ljósmyndir/Hari Ekki lengur leyndarmál í Reykjavík og fór svo norður aftur. „Fyrir sunnan átti ég góða félaga en var samt ekki mikið úti á lífinu, heldur frekar einangraður og einbeitti mér bara að skólanum. Fyrir norðan hellti ég mér út í vinnu. Passaði mig að vinna nógu mikið. Ég drakk kannski ekki mikið en þegar ég drakk þá drakk ég illa. Ég réð illa við það. Svo kynntist ég barnsmóður minni og flutti suður aftur.“ Þegar þar var komið sögu voru sál- rænar afleiðingar kynferðisofbeldisins að sliga Kristján Geir. Rannsóknir sýna að sálræn áhrif kynferðislegrar misnotkunar fylgja fórnarlömbum langt fram á fullorðinsár og jafnvel ævina á enda. Á meðal algengra lang- tímaeinkenna eru þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir. „Ég átti bara mjög erfitt. Ég var far- inn að finna fyrir depurð og eirðarleysi. Sjálfsvígshugsanir voru mjög sterkar, nánast á hverjum degi. Ég reyndi sjálfsvíg í eitt skipti og tók inn töflur. Upp frá því fóru hlutirnir aðeins að breytast. Barnsmóðir mín átti vinkonu sem hafði lent í svipaðri reynslu og ég og hún kannaðist við einkennin hjá mér: Ég var sjúklega afbrýðisamur og sjálfstraustið var ekkert. Mér fannst allir aðrir vera miklu betri en ég, sama hvernig á það var litið. Maður leit bara á sjálfan sig sem eitthvert rusl. Þessi stelpa hvatti mig til að leita mér hjálpar og þá fór ég niður í Stígamót.“ Var þetta í fyrsta skipti sem þú sagðir einhverjum frá þessu? „Já. Hjá Stígamótum fór ég í eitt eða tvö viðtöl. Á þeim tíma var frekar lítið í boði fyrir karlmenn en þó hafði einn strákurinn komið á fót hópi sem hét Stráið. Ég fór í hann. Það var ákveðinn léttir að geta sagt frá þessu og komist að því að maður væri ekki alveg einn um að hafa gengið í gegnum þetta. Ég fór á nokkra fundi með strákunum en svo lognaðist það starf út af. Áfram hélt maður. Kannski fækk- aði dögunum þar sem þessi sjálfsvígs- hugsun kom upp en það hefur samt alltaf verið grunnt á henni. Sem betur fer hef ég þó alltaf fundið einhvern lífs- neista.“ Ekki eina fórnarlambið Á meðal annarra þekktra lang- tímaafleiðinga kynferðisofbeldis eru erfiðleikar í nánum samskiptum og ýmis heilsufarsleg vandamál, svo sem misnotkun áfengis og sjálfskaðandi hegðun. „Maður slökkti í raun á tilfinningun- um og setti upp ákveðna grímu. Reyndi að finna einhvern meðalveg þar sem manni leið ekki illa og ekki vel. Pass- aði sig bara á að vera ekki mikið að hagga þessu. Ef ég fór að gera eitthvað skemmtilegt þá fór vellíðanin langt upp en að sama skapi fór hún langt niður á eftir. Þá átti ég til að upplifa sterkan tómleika og einmanaleika, sem ég var ekki tilbúinn að takast á við. Ég reyndi að fara þennan meðalveg hið innra og vera ekki að gefa mikið af mér eða taka á móti. Svo passaði ég mig á því að vinna nógu mikið.“ Þú hefur deyft þig þannig? „Já, það var í raun það sem ég notaði. Ég vann frá átta á morgnana til tíu, ellefu, tólf á kvöldin. Margir fara út í drykkju og eiturlyf. Ég reyndi að drekka en ég gat það ekki. Eiturlyf prófaði ég aldrei, sem betur fer.“ Varstu í sambúð á þessum tíma? „Já, og þetta var eðlilega ekki vin- sælt. Vandamálin í sambandinu fóru að hlaðast upp. Við fórum í hjónaráð- gjöf og það hjálpaði eitthvað aðeins. Ég reyndi að minnka vinnuna aðeins. Þegar hún þurfti að gera eitthvað kom ég „snemma“ heim, svona í kringum sjö. Síðan fór ég meira niður í þung- lyndið og leitaði inn í tölvuna. Þar fann ég minn heim einhvern veginn.“ Í tölvuleikjum þá? „Já, í tölvuleikjum og svo fór ég inn á spjallsíður á netinu. Það var náttúrlega ekki til að bæta ástandið. Þar komst ég í einhverja spennufíkn sem gaf mér eitthvað á þessum tíma. Það endaði með að ég fór í SLAA sem er með- ferðarhópur fyrir ástar- og kynlífsfíkla. Þar fór ég í prógramm sem hjálpaði mér mikið til að komast út úr þessari tölvuvitleysu.“ Varstu að hitta konur í gegnum netið? „Aðallega var ég bara að spjalla. Þetta var annar heimur sem ég gat búið til og verið í. Heimur sem var al- gjörlega án tilfinninga. Auðvitað var þetta algjört bull. Við konan skildum í kjölfarið. Ég fór til sálfræðings í Hafn- arfirði. Hann fékk leyfi hjá mér til að Orð Guðs til þín Kristján Geir á öskju, Orð Guðs til þín, sem hefur að geyma til- vitnanir úr Biblíunni. Þessa tilvitnun dró hann úr öskjunni örfáum mínútum eftir að viðtalinu við Frétta- tímann lauk og bað um að þau yrðu látin fylgja viðtalinu: Lát engan líta smáum augum á æsku þína, en ver fyrirmynd trúaðra, í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika. I. Tim. 4:12. Sjálfsvígshugs- anir voru mjög sterkar, nánast á hverjum degi. Ég reyndi sjálfsvíg í eitt skipti og tók inn töflur. Upp frá því fóru hlutirnir aðeins að breytast. Þetta er bara sálarmorð. Maður setur upp ákveðna grímu og ýtir þessu til hliðar, ásamt öllum öðrum tilfinningum. Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 11.-13. febrúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.