Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 15
Ábyrgðamaður þessarar auglýsingar er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Lögfræðistofu Reykjavíkur Sátt hefur náðst í meiðyrðamáli sem Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri DV, höfðaði á hendur Agnesi Bragadóttur vegna fréttar sem Agnes skrifaði og birtist í Morgunblaðinu. Þar var Ingi Freyr ranglega sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í tveimur málum sem eru til rannsóknar hjá lögreglu. Meðfylgjandi texti er afsökununarbeiðni til Inga Freys sem birtist í Morgunblaðinu í dag og jafnframt sem auglýsing í öðrum dagblöðum. Afsökun vegna fréttar – sættir takast Mánudaginn 31. janúar s.l. birtust frétt og fréttaskýring Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu vegna svokall- aðra tölvumála, þ.e. annars vegar tölvu sem komið var fyrir á skrifstofum Alþingis og hins vegar birtingar DV á gögnum sem stolið var úr tölvu lögmanns Milestone. Í Morgunblaðinu var sagt að blaðamaðurinn, sem fjallaði um síðarnefnda málið í DV, Ingi Freyr Vilhjálmsson, hefði réttarstöðu grunaðs manns í rannsóknum lögreglu á báðum málunum. Í ljós kom að þessar staðhæfingar um réttarstöðu blaðamannsins voru rangar og var Ingi Freyr í kjölfarið beðinn velvirðingar á þeim rangfærslum. Í fréttaskýringunni var því einnig haldið fram að ungur piltur, sem kærður var til lögreglu í febrúar í fyrra fyrir að hafa brotist inn í tölvu lögmanns Milestone og stolið þaðan umræddum gögnum, hefði gert það að undirlagi Inga Freys og þegið greiðslur frá honum fyrir að stela gögnunum. Þær fullyrðingar í fréttaskýringunni voru ekki réttar. Er Ingi Freyr því einnig beðinn afsökunar á þeim. Aðilar hafa nú gert með sér sátt í meiðyrðamáli sem Ingi Freyr höfðaði. Málið hefur verið fellt niður og verða ekki hafðar uppi frekari kröfur í því sambandi. Sáttin felur meðal annars í sér ofangreinda afsökunar- beiðni. Annað efni sáttarinnar er trúnaðarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.