Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 46
 MatartíMinn HugMyndastefnur í MatarMenningu ii Þ að má deila um hvort ein-stefnan sé undirdeild mód-ernismans – jafnvel að módern isminn sé aðeins fínna heiti á einstefnunni – eða hvort hún sé hugsanaskekkja, byggð á flýti- og einföldunaraðferðum mannsheil- ans til þess að maðurinn geti inn- byrt marg- og síbreytilegan heim án þess að fyllast óöryggi og ótta. En við efnum ekki til slíkra deilna hér. Einstefnan er auðskilið fyrir- brigði. Það er hugmyndabraut þar sem engin umferð er á móti; engin andmæli, engin gagnrýni, enginn efi. Við þekkjum mýmörg dæmi úr sögunni af hugmyndum sem ekið hefur verið inn einstefnugötur. Í fyrstu eru hugmyndirnar róttæk- ar, spennandi og skapandi en eftir nokkurn tíma í einstefnunni verða þær staðnaðar, fyrirsjáanlegar og innantómar – og loks dauðar og mannfjandsamlegar. Við vitum af nýliðinni sögu að einu sinni voru frelsi og markaðs- lausnir síkvikar og lifandi hug- myndir en eftir að hafa þotið áfram einstefnuna án andmæla enduðu þessar hugmyndir úti í skurði. Nú er opinberu eftirliti og þröngum lagarömmum ekið sömu götuna og þeirra bíða sömu örlög. Eins og for- gangsröðun og samráðsferli. Í sjálfu sér er ekkert að þessum hugtökum öllum. Þau geta öll verið virk, kvik og gjöful. Ekkert þeirra lifir hins vegar einstefnuna af. Það virðist ekki skipta mestu um hvað maðurinn hugsar heldur hvar hann hugsar. Ef hann hugsar þar sem ekki er von á umferð á móti snúast jafnvel gáfulegustu hugdettur og háleitustu markmið gegn honum. Sárabindi og önnur bindiefni Það er þannig í sjálfu sér ekkert að þeirri hugmynd að það sé gott og eftirsóknarvert að matur sé ódýr. Ef það er hins vegar eina hugmynd okkar um mat – hugmynd sem eng- inn má gagnrýna – sitjum við fljót- lega uppi með eitthvað sem vissu- lega er ódýrt en er langt í frá gott. Þekktasta dæmið um þessar ógöngur eru þegar bindiefni og vatn eru notuð til að drýgja hráefni. Í dag er hægt að kaupa skinku sem inniheldur svo mikið vatn að það er 40 prósent af þyngdinni (100 grömm af kjöti, mjöli og bindiefn- um + 67 sentilítrar af vatni). Þið getið rétt ímyndað ykkur bindiefn- in sem þarf til að halda vatninu í skinkunni og orkunni sem fer í að hræra og hræra farsið þar til það hefur innbyrt vatnið. Þessi skinka er með helmingi minna kjöti en al- vöru skinkan við hliðina, en kostar þó ekki helmingi minna. Viðskipta- vinurinn borgar fyrir bindiefnin og vinnuna við að hræra vatninu saman við. Önnur dæmi eru að lifrarpylsan er drýgð með sojamjöli og mysan er seld með skyrinu en ekki skilin frá eins og áður var gert. Kjöt er ekki látið hanga svo það tapi ekki vökva þótt það bæti bragð og áferð. Þess í stað er kjöti plastpakkað strax eftir slátrun og sárabindi sett í bakkann til að soga upp vökva. Viðskipta- vinurinn kaupir þá verra kjöt við lægra kílóverði en greiðir líka fyrir rakt sárabindi til að halda auglýstu kílóverði niðri. Sá sem kaupir kjöt verkað upp á gamla mátann borgar hærra kílóverð en í raun lægra verð fyrir það sem eftirsóknarvert er: Kjötið sjálft. Rotvörn, eitur og áburður Aukin notkun rotvarnarefna eykur geymsluþol, skordýraeitur dregur úr rýrnun og áburður eykur vaxt- arhraða. Allt heldur þetta aftur af verðhækkunum en kúnninn greiðir lægra verð með því að taka inn öll þessi efni. Reynslan sýnir að sykur og sætuefni auka sölu og veltuhraða og lækka þar með ein- ingaverð. Viðskiptavinurinn bætir framleiðandanum það síðan upp með því að kaupa fleiri einingar. Svo til allar vörur í stórmörkuð- um þróast eftir þessum brautum. Á undraskömmum tíma hefur alvöru- matur hrakist út á jaðar markað- arins. Hið normala er orðið fágæti og hið úrkynjaða normið. Fólk þarf nú að nálgast alvörumat í sérvöru- verslunum og borga álag til að fá mat ómengaðan af einstefnu dags- ins. Franska þversögnin  Heilsa Það getur verið dýrt að spara við sig  KjötfraMleiðsla lifa og deyja í Helvíti Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 38 matur Helgin 11.-13. febrúar 2011 Eitt augljósasta merki þess að einstefna okkar í stórmörkuðum er komin í ógöngur er meðferð okkar á dýrum. Í nafni hag- kvæmni, vaxtar- og veltuhraða, nýtingar, arðsemi og lægra vöruverðs höfum við byggt upp iðnað sem byggist á svo illri með- ferð á dýrum að menn allra tíma myndu fyrirverða sig fyrir hana; skammast sín. En vegna einsýni á framleiðsluhagsmuni og vöru- verð, ábyrgðar- og verkaskiptingu samtímans getur nútímamaður- inn hins vegar étið með góðri lyst kjöt af dýrum sem lifðu og dóu í helvíti. Ræktun sláturdýra á skala stóriðnaðar er nýtt fyrirbrigði og byggist ekki á reynslu eða fordæmum. Í gegnum tíðina hefur kjöt fyrst og fremst verið aukaafurð: Mjólk gaf kálfakjöt og kjöt af gömlum gripum, sauða- ostar gáfu lömb, ull, sauði og eggjabú unghana. Með bættum samgöngum opnuðust tækifæri til að nýta villtan gróður í strjálbýli til að ala sauðfé eða naut og flytja á þéttbýlismarkaði. Með tilkomu kæli- og frystitækni jókst þessi framleiðsla og varð ein af for- sendum enn aukins þéttbýlis. En það var ekki fyrr en í kjölfar breyttrar landbúnaðarstefnu í Bandaríkjunum upp úr 1970 sem iðnframleiðsla á kjöti varð til. Þá var sojamjöl og korn niður- greitt svo rækilega að það varð fjárhagslega hagkvæmt að gefa sláturgripum aðkeypt fóður. Í stað þess að bóndinn ræktaði jörðina og lifði á afurðum hennar keypti hann inn hráefni og seldi fram- leiðsluvörur eins og hver annar iðnrekandi. Og þetta nýja fyrirbrigði – land- búnaðariðnaður eða iðnaðar- landbúnaður – hefur búið til nýjar tegundir dýra sem lifa við áður óhugsandi aðstæður. Holda- kjúklingurinn hefur á fjórum áratugum orðið tvisvar sinnum þyngri á helmingi skemmri tíma og á helmingi minna fóðri en varphænustofninn sem hann er kominn af. Og kjúklingurinn getur vart hreyft sig í skúffu sinni í skemmu sem er svo þéttsetin að hún er gróðrarstía sjúkdóma. Kjúklingurinn er því fóðraður á lyfjakokteil af gjörgæslustærð til viðbótar við hormóna til að auka vöxt. Þrátt fyrir lyfin deyja um 15 prósent breskra kjúklinga af illum aðbúnaði áður en kemur að slátrun. Meðal grísa er þetta hlut- fall um og yfir 30 prósent. Korn er orkuríkara en gras og því kallað kjarnfóður. En kýrin er ekki sköpuð til að melta korn heldur gras og kjarnfóður kallar því á lyfjagjafir til að halda niðri sjúkdómseinkennum vegna fóður- gjafar – í nafni hagkvæmni og lægra verðs. Einstefna Mannúðin hefur líka verðmiða Allt frá því að niðurstöður í svokall- aðri Sjö landa könnun voru birtar á sjöunda áratugnum hefur því al- mennt verið trúað að rekja mætti ýmsa menningarsjúkdóma – og þá fyrst og fremst hjarta- og æðasjúk- dóma – til mikillar neyslu á kjöti og öðrum dýraafurðum. Sjö landa könn- unin – og aðrar kannanir – sýndu að þessir sjúkdómar eru algengari á Vesturlöndum og algengastir í lönd- um þar sem kjötneysla er mest. Á grunni þessarar vitneskju var fólk varað við dýrafitu, mjólkuraf- urðum og eggjarauðum og mark- aður skapaðist fyrir smjör líki, skóla- bjúgu (7% fita!) og létt ost (ostur er að mestu fita og léttostur því örugg- lega eitthvað allt annað en ostur). Nú vitum við að þessar neyslubreyting- ar hafa ekki leitt til bættrar heilsu. Þvert á móti. Þótt Vesturlandabúar hafi stórlega minnkað hlutfall dýra- fitu í matnum hefur heilsu þeirra hrakað. Af þessum ástæðum hafa menn viljað skoða nánar ýmislegt sem kom fram í könnunum á borð við Sjö landa könnunina og vakti ekki mikla athygli á sínum tíma; meðal annars það sem kallað er franska þversögn- in. Þrátt fyrir að engir borði annað eins af smjöri og feitu keti, gæsalifur og kæfum og Frakkar, eru þeir ólík- legri til að fá hjarta- og æðasjúkdóma en flestar aðrar þjóðir. Og spurning- in er: Hvers vegna? Rauðvínsframleiðendur benda á rauðvínið og hafa barist fyrir að fá að merkja flöskurnar sem heilsudrykk. Aðrir segja að það sé ekki til siðs að fá sér aftur á diskinn í Frakklandi. Enn aðrir að Frakkar gefi sér tíma til að setjast niður og borða og hafi félagsskap hver af öðrum. Og að með tví- og þríréttuðum máltíðum upp- skeri fólk fjölbreytni og öll nauðsyn- leg næringarefni. Eftir að hafa velt upp þessum möguleikum bendir Michael Pollan á einn enn í bók sinni The Omnivore’s Dilemma. Hann segir Frakka ekki spara við sig í mat. Á meðan með- al-John í Bandaríkjunum eyðir sjö prósentum tekna sinna í mat eyðir meðal-Jean í Frakklandi þrisvar sinn- um hærra hlutfalli tekna sinna í mat. Málið er því ef til vill ekki að forðast vond efni í mat heldur fyrst og fremst að forðast vondan mat. Borðið ein- vörðungu góðan mat og uppskerið góða heilsu! Undanfarna áratugi hefur matur aðeins verið mældur með einni mælistiku: Er hann dýr eða ódýr? Þessi einsýni hefur getið af sér matvæli sem eru vissulega ódýr – en það er líka það eina jákvæða sem hægt er að segja um þau. Matur Þeir sem halda að mann- úðin dafni í nútímanum ættu að heimsækja kjúklinga- eða svínabú – ein skýrustu dæmi þess að menning okkar er á alvarlegum villigötum. Það er opinbert leyndarmál að hingað til lands er nær einvörðungu flutt annars og þriðja flokks grænmeti og ávextir. Það gefur augaleið að það er verra en fyrsti flokkur – en það er ódýrara. Frakkar spara ekki við sig í mat og uppskera betri heilsu en Banda- ríkjamenn, sem eyða hlutfalls- lega minnst allra í mat og eru hrjáðari af menningar- sjúkdómum en nokkur önnur þjóð. afsláttur Vissir þú að C-vítamín er eina vítamínið sem líkaminn framleiðir ekki Vissir þú að C-vítamín eykur brennsluna til muna Vissir þú að C-vítamín inniheldur andoxunarefni sem hjálpa til við að halda frumunum heilbrigðum www.madurlifandi.is Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 Hæðarsmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710 Hafnarborg 220 Hafnarfirði Sími: 585 8720 ÞAÐ ER GOTT AÐ TAKA C-VÍTAMÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.