Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 42
F yrir viku velti ég vöngum hér í blaðinu yf ir þeirri ákvörðun Hæsta- réttar að úrskurða kosn- ingu til stjórnlagaþings ógilda. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar: Umræður hafa verið um skarpa grein- ingu Reynis Axelsson- ar á ákvörðun réttarins, skipuð hefur verið þing- mannanefnd um við- brögð við ákvörðuninni og nú síðast lögð fram beiðni til Hæstaréttar um endurupptöku máls- ins. Í beiðninni er farið fram á að ógildingin verði dregin til baka í ljósi nýrra upplýsinga. Í vara- kröfu er mælst til þess að rétturinn krefjist endurtalningar kjörseðla eftir að öll auðkenni á þeim hafi dyggilega verið fjarlægð, að talningin verði opin og skipaðir verði eftirlitsmenn til að gæta hagsmuna frambjóðenda. Nýr úrskurður í þessa veru er sá Salóm- onsdómur sem ég auglýsti eftir í grein minni fyrir viku. Með endurtalningu af þessum toga væri þeim tveimur annmörkum á kosn- ingunni rutt úr vegi sem Hæstiréttur taldi „verulega“. Hæstiréttur telur annars vegar að auðkenni á seðlunum hafi boðið hættunni heim en tekur sjálfur fram að það byggist á því að talningin hefði átt að fara fram fyrir opnum tjöldum. Hins vegar telur rétt- urinn einmitt það vera verulegan ann- marka að talningin fór ekki fram með þeim hætti. Þar með er Hæstiréttur að segja að „glæpurinn“ hafi ekki enn verið drýgður, að kosningaleyndin, sem vitaskuld er öllum verðmæt, sé enn ekki rofin. Ábendingin sem fram kemur í endurupptökubeiðninni er um það hvernig slá megi tvær flugur í einu höggi, tryggja leyndina en telja samt fyrir opnum tjöldum. Þessi hugmynd hafði ekki komið upp í meðförum máls- ins, né heldur á opinberum vettvangi eftir því sem best er vitað. Hæstiréttur er því engan veginn að draga úr vörn sinni fyrir leynilegum kosningum og opinni talningu, leysi hann úr þessum tveimur verulegu ann- mörkum með þessum nýja hætti. Vær i þá öl lum áhyggjum Hæstaréttar af annmörkum á kosn- ingunni rutt úr vegi? Nei. Eftir sitja þeir þrír annmarkar sem hann taldi ekki til hinna verulegu, þ.e. um gerð kjörklefa, um ósaman- brotna seðla og um gerð kjörkassa. Hér eru vissulega álita- mál. Rétturinn virðist, a.m.k. í tveimur fyrri atriðunum, taka stíft mið af orðanna hljóðan í lögum um kosningar til Alþingis enda þótt lög um stjórnlagaþing segi aðeins að miða skuli við þau „eftir því sem við á“. Um kassana hefur rétturinn þó þær eðlilegu áhyggjur að þeir hafi ekki ver- ið nógu traustir. Rétturinn gæti gengið úr skugga um þetta atriði, m.a. feng- ið á hreint hversu vel kassarnir voru vaktaðir. Sagt er að þeir hafi aldrei vik- ið úr augsýn eftirlitsmanna milli þess sem þeir voru rammlæstir inni. Þessi atriði verður Hæstiréttur vitaskuld að meta á ný að lokinni rannsókn sinni en þá með það í huga að fyrirkomulag eins og hér var viðhaft tíðkast úti um allan heim. Í frægum dómi Hæstaréttar um eignarrétt á Landmannaafrétti frá árinu 1981 kallaði dómurinn eftir laga- setningu, eftir því sem síðar varð að þjóðlendulögum. Hæstiréttur gæti far- ið eins að nú enda þótt hann komi nú fram sem stjórnvald. Hann gæti átalið það sem dómurunum þykir á bjáta í framkvæmd kosninga og bent á óljós og sundurlaus lagákvæði. Hann gæti kallað eftir því sem brýn nauðsyn er á, sem er almenn og heilsteypt löggjöf um framkvæmd allra kosninga. Þetta er ekki síst nauðsynlegt í ljósi þess að kosningum af ýmsum toga hefur og mun fara fjölgandi með aukinni lýð- ræðiskröfu. Það er aftur á móti dýru verði keypt að ógilda heila þjóðarkosningu til að koma þessum réttmætu skilaboðum á framfæri. 34 viðhorf Helgin 11.-13. febrúar 2011 Genetískt ómögulegt Þessi atriði verður Hæstiréttur vita- skuld að meta á ný að lokinni rann- sókn sinni en þá með það í huga að fyrirkomulag eins og hér var viðhaft tíðkast úti um allan heim. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Þ Það ku vera vísindalega sannað að konur séu vingjarnlegri og á allan hátt elsku- legri en karlar. Svo segir að minnsta kosti í Jótlandspóstinum sem vitnar til rann- sóknar þar um. Í grein blaðsins um þessa merku uppgötvun segir að karlar hafi hér eftir góða afsökun þegar þeir nenna ekki að hjálpa til heima eða aðstoða náungann á einhvern máta. Rannsóknin sýnir að gen kvenna stuðla að hjálpsemi og elsku- legheitum langt umfram gen karla. Karl- arnir geta því ekkert gert að þumbara- skap sínum og almennum leiðindum í garð annarra. Náttúran er víst bara svona – segir Jótlandspósturinn. Danska blaðið vill þó ekki bera fulla ábyrgð á þessum staðhæfingum og vitnar í skrif breska blaðsins The Independent. Það blað þorir heldur ekki að taka ábyrgð á málinu heldur ber fyrir sig rannsóknar- niðurstöður sem birtar voru í tímaritinu Biology Letters. Þar stendur svart á hvítu að konur séu á flestan máta mun sam- félagsvænni en karlar af erfðafræðilegum ástæðum þótt umhverfi hafi einhver áhrif líka. Væntanlega þýðir það að inn á milli kunni að finnast þokkalega artaður karl sem megi þá þakka það bærilegu upp- eldi að vilja láta gott af sér leiða. Væntan- lega hafa konur haft svo góð áhrif á þessi elskulegu og prúðu eintök. Það er með þessa rannsókn eins og svo margar aðrar að þetta gátu menn sagt sér sjálfir, án þess að leggja í dýrar rann- sóknir á innræti karla og kvenna. Varla kemur það nokkrum á óvart að konur þyki geðslegra kyn en karlar. Almennt eru þær heldur fríðari sýnum og yfirleitt skikkanlegar vaxnar en karlarnir. Ekki þarf að nefna annað dæmi en bera bændur í Hörgárdal sem æfa um þessar mundir leikritið Í fullri reisn. Þótt framtak þeirra sé aðdáunarvert og muni meðal annars birtast á almanaki þar í sveit, má vissu- lega deila um skrokkfegurð og limaburð allan. En fyndið er það, það mega þeir eiga frjálslega vöxnu bændurnir fyrir norðan. Að konur séu geðprúðari, hjálpsamari, réttlátari og vingjarnlegri en karlar eru heldur ekki ný sannindi. Þess vegna eru drengir svo hændir að mæðrum sínum í uppvextinum og karlar á sama hátt háðir konum sínum síðar á lífsleiðinni. Hvort þessar rannsóknarniðurstöður nýtast körlum á einhvern hátt í lífsbar- áttunni er síðan önnur saga. Stöðugt er reynt að temja karla, gera þá húsvana, sem kallað er. Sjálfsagt flokkast það undir umhverfisáhrif en ekki arfleifð misjafn- lega lukkaðra forfeðra sem lifa innra í genunum. Auðvitað er freistandi að segja við kon- una næst þegar hún biður karlinn á heim- ilinu vinsamlega að taka úr uppþvottavél- inni, ryksuga, skúra eða taka upp eftir sig leppana að genetískt sé það ómögulegt. Það sé vísindalega sannað að slíkt liggi fyrir konum en ekki körlum, hvort hún vilji ekki bara sjá um þetta, svona eins og venjulega. Það er alls ekki víst að þetta takist og vissulega er hætta á að það endi með ósköpum, jafnvel þótt vísindalega sé sannað að konur séu geðbetri, þolinmóð- ari og umburðarlyndari en karlar. En það má alltaf reyna. Te ik ni ng /H ar i Kosning til stjórnlagaþings Gullið tækifæri Hæsta- réttar til Salómonsdóms Þorkell Helgason var kjörinn á stjórnlagaþing Bröns alla laugardaga og sunnudaga Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is Verð aðeins 1.795 með kaffi eða te
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.