Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 37
 NISSAN JUKE Framhjóladrifinn, sjálfskiptur, 1.6 bensín, eyðsla 6,3 l/100km, CO2 losun 145 g/km. 3.850.000 kr. / 44.221 kr. pr.mán.* NISSAN QASHQAI 5 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 bensín, eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 189 g/km 4.990.000 kr. / 57.227 kr. pr. mán.* *Mán.greiðsla m.v. 30% útb. og bílasamning í 84 mán. Nýr Nissan X-Trail er stærri og rúmbetri en flestir bílar í sama flokki. Þessi vinsæli jeppi er nú fáanlegur í nýrri og uppfærðri útgáfu. Kraftmikil dísilvél, sjálfskipting, eitt fullkomnasta fjórhjóladrif sem völ er á, þráðlaus símabúnaður, skriðstillir, fullkomin hljómflutningstæki og aksturstölva er allt staðalbúnaður í Nissan X-Trail. Kíktu til okkar og reynsluaktu nýjum Nissan X-Trail. Allar nánari upplýsingar á www.nissan.is DÍSIL Verð frá: 5.990.000 Eyðsla: 7.1 l/100 km CO2 losun: 188 g/km B&L OG INGVAR HELGASON Sævarhöfða 2, sími 525 8000 facebook.com/nissanvinir E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 7 3 0 21 cm undir lægsta punkt NISSAN NOTE 1.4, eyðsla 5,9 l/100km, CO2 losun 139 g/km. 1.6, eyðsla 6,6 l/100km, CO2 losun 159 g/km. Frá 2.490.000 kr. / 28.870 kr. pr. mán.* Vonar að Jógvan vinni „Það væri ekki fyndið ef við sendum Eldgos út,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðakona og Eurovision-sérfræðingur. „Maður veit ekki almennilega hvort þetta á að vera grín eða ekki en þetta er líklega djók. Eða hvað?“ Hvað sem því líður segir Gunnhildur ljóst að lagið hafi ekki það til að bera sem almennilegt Eurovision-lag þurfi til að eiga möguleika á að komast alla leið. „Nei, alls ekki. Lagið er þó skemmtilegt og krydd í íslensku keppnina en þetta á ekkert erindi út.“ Spurð segir Gunhildur að ómögulegt sé að segja til um hvaða lag beri sigur úr býtum á laugardagskvöld. „Ég held að þjóðin geti tekið ástfóstri við lagið hans Sjonna Brink en ég vona að Jógvan vinni. Mér finnst lagið hans skemmti- legast. Það er nútímalegast og hann er bara flottur á sviði og nær fólki með sér. Jóhanna Guðrún gerir það líka og þegar hún stígur á svið þá bara horfir maður. Það er virkilega gaman að horfa á hana.“ Gunnhildur er ánægð með íslensku keppnina og segir öll lögin ágæt. „Þau eiga samt ekkert endilega öll heima á sviði í Düsseldorf þótt þetta séu allt ágætis lög. Fólk er oft neikvætt út í þessa undankeppni en þetta er alls ekki slæmt. Þetta er eigin- lega bara þvert á móti fínt.“ Gular baunir geta ekki unnið „Eldgos bara gerði líf mitt. Þetta er einhver mesta geðveiki sem ég hef á ævi minni séð. Í alvörunni. Ég öskraði og grét. Þetta var bara eins og einhver freudísk sálfræði- meðferð að horfa á þetta lag,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem liggur ekki á skoðun sinni frekar en fyrri daginn. „Allar tilfinningar sem ég hef upplifað helltust bara yfir mig. Hann labbar þarna inn með þennan rauða brúsk framan í trýninu á sér og klæddur eins og Jóakim aðalönd og svo kemur bara, eins og skrattinn úr sauðar- leggnum, einhver sópransöngkona! Það er bara eins og enginn hafi gert ráð fyrir henni. Hún kom bara þarna allt í einu. Ég vil alltaf senda eitthvert kjaftæði í Eurovision ef við getum ekki sent Pál Óskar. Það er annaðhvort bara það eða að senda öflugan homma sem er alveg ljónharður og er alveg með þetta. Helst vildi ég bara senda Pál Óskar út á hverju einasta ári. Svo gæti hann tekið með sér Haffa Haff. Þetta er hómóvision og það er allt gott um það að segja en þar sem þetta er ekki í boði þá styð ég Eldgos. Jóhanna Guðrún er alveg fín í því sem hún gerir en ég þekki alveg gæja sem gera eitthvað geðveikt vel en það er bara ekkert rosalega spennandi. Ég þekki gæja sem er geðveikt góður í því að setja gular baunir í dós hjá ORA. Hann er góður í því en það er búið að setja svo margar baunir í svo margar dósir þannig að þetta er í sjálfu sér eitthvað sem nær ekkert athygli manns. Þótt eitthvað sé alveg hræðilegt þá er ég alltaf ánægður með það ef það vekur einhverjar tilfinningar hjá manni,“ segir Erpur sem veðjar á og vonar að Eldgos fari alla leið. Lögin í úrslitum Ef ég hefði vængi 900-9001 Ástin mín eina 900-9002 Nótt 900-9003 Eldgos 900-9004 Ég lofa 900-9005 Ég trúi á betra líf 900-9006 Aftur heim 900-9007 Hver syngur sig til Düsseldorf? Á laugardagskvöld rennur upp langþráð úrslitastund í Söngvakeppni Sjónvarps- ins þar sem það ræðst hver keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppn- inni í Düsseldorf í Þýskalandi í maí. Sjö lög koma til greina og ómögulegt er að segja til um hver niðurstaðan verður. Einn álitsgjafi Fréttatímans telur heppileg- ast að senda lagið Eldgos en annar segir að það lag megi alls ekki fara. Vinir Sjonna flytja Aftur heim. Gunnhildur Arna telur líklegt að þjóðin geti sameinast um lagið. Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is Viltu vera heimilisvinur? www.soleyogfelagar.is Helgin 11.-13. febrúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.