Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 60
52 dægurmál Helgin 11.-13. febrúar 2011
T ónleika- og skemmti-staðurinn Nasa
fagnar tíu ára afmæli á
þessu ári. Af því tilefni
verður efnt til sérstakrar
tónleikaraðar og fyrstur
á svið fer Páll Óskar
Hjálmtýsson á laugar-
dagskvöldið framundan.
Að öðrum ólöstuðum
kemst enginn með tærnar
þar sem Páll Óskar hefur
hælana þegar kemur að
því að rífa í gang gott
partí.
Húsið er opið frá mið-
nætti til klukkan fimm og
Páll Óskar ætlar að vera á
vaktinni fram á morgun.
„Já, ég þeyti skífum pásu-
laust allan tímann. Svo
treð ég upp þegar ég er
búinn að ná stofuhita.“
Aldrei þessu vant verða
engir gestir með Páli
Óskari. Hann ætlar að
eiga sviðið einn og mun
pottþétt rúlla því verkefni
auðveldlega upp.
Páll Óskar þarf ekki að
hugsa sig um lengi þegar
hann er spurður um
hvaða lag fær allt húsið til
að hreyfa sig.
„Franska Eurovision-
lagið frá því í fyrra, Allez!
Ola! Olé! með Jessy
Matador. Liðið gjörsam-
lega bilast. Það er í raun
sigurvegarinn 2010, þótt
það hafi bara endað í 12.
sæti. Svo fer reyndar
þakið af kofanum þegar
ég tek Gordjöss.“
Svona kvöld er að sjálf-
sögðu ekki fullkomnað
nema Eurovison fái sinn
skammt, en keppnin um
fulltrúa Íslands í loka-
keppninni í Þýskalandi
fer einmitt fram fyrr um
kvöldið. „Auðvitað spila
ég flottustu Eurovision
lögin í bland við alla hina
slagarana. Ég hleyp jú
beint úr beinni útsend-
ingu á RÚV og mæti sjóð-
heitur á svæðið.“
nASA FAgnAr Tíu árA AFmæli
Stendur vaktina
frá miðnætti
fram á morgun
Ætlaði aldrei
aftur að taka
þátt í Eurovision
Fyrir tæplega tólf árum heyrðum við fyrst
í Jóhönnu Guðrúnu þegar hún gaf út sína
fyrstu plötu. Hún var okkar skærasta barna-
stjarna en síðan þá hefur mikið vatn runnið til
sjávar. Í maí 2009 tók hún þátt í Eurovision-
söngvakeppninni sem fór fram í Rússlandi og
hreppti þar annað sætið fyrir framlag sitt, Is it
true. Nú, tveimur árum síðar, tekur hún þátt í
undankeppni Eurovision hér á landi og stefnir
enn hærra en áður.
H vað ertu að gera þessa dagana? Ég er að undirbúa mig á fullu fyrir erfitt lokakvöld í Eurovision-forkeppninni sem verður haldinn
12. febrúar.
Hvað fékk þig til að taka þátt í Eurovision-for-
keppninni eftir flottan árangur í Rússlandi
2009? Eftir að ég kom heim frá Rússlandi var ég
alveg ákveðin í að fara aldrei aftur í Eurovision. Svo
þegar ég heyrði lagið Nótt varð ekki aftur snúið. Ég
varð gjörsamlega hugfangin af því og ákvað að slá til.
Þetta er líka svo ótrúlegt tækifæri og alltaf gaman að
taka þátt.
Ertu búin að velja fatnaðinn fyrir lokakvöldið? Já,
ég er búin að því – en það er samt leyndarmál!
Verðurðu stressuð áður en þú ferð á svið? Nei,
það kemur sjaldan fyrir mig. Ég var samt mjög
stressuð í þættinum áður en ég komst áfram. Það
eru miklu meiri kröfur og væntingar gerðar núna en
í undankeppninni 2009. Ég mikil keppnismanneskja
og set mikla pressu á sjálfa mig; verð eiginlega reið út
í sjálfa mig ef mér finnst ég ekki standa mig hundrað
prósent.
Hvað myndirðu gera ef þú dyttir á sviðinu í
lokakeppninni? Ég myndi líklega hlæja algjörum
hræðsluhlátri; sjö, níu, þrettán.
Ef þú værir ekki söngkona, hvað værir þú þá? Ég
held ég færi út í leiklist. Það væri mjög gaman.
Ef þú fengir nokkrar milljónir gefins, hvað
myndirðu gera við peningana? Ég myndi örugg-
lega ósjálfrátt missa vitið og enda með fangið fullt af
fallegum fötum.
Hvar kaupirðu fötin þín? Það er rosalega misjafnt.
Uppáhalds íslenska fatamerkið mitt er Andersen &
Lauth. Svo er ég alltaf rosalega hrifin af Karen Millen.
Nýti svo tækifærið þegar ég fer til útlanda og reyni að
kaupa fötin mín þar.
Er einhver flík þér kærust? Bleiki gervipelsinn
minn frá Bik Bok. Örugglega ein af ódýrustu flíkun-
um í fataskápnum mínum. Ég gjörsamlega elska hann
og er alltaf í honum.
Það fyrsta sem þú gerir þegar þú ferð á fætur?
Opna yfirleitt strax tölvuna og kíki á tölvupóstinn
minn.
Eitthvað sem hrjáir þig þessa dagana? Nei, eigin-
lega ekki. Ég er mjög jákvæð og sátt við lífið og til-
veruna.
Snyrtivörur sem þú gætir ekki lifað án? Ég er al-
gjör snyrtivörufíkill svo það er hellingur sem ég gæti
ekki verið án. Líklega er rakakremið mitt frá Chanel
algjör nauðsyn.
Þú ert búin að ferðast mikið upp á síðkastið.
Hvað stendur upp úr? Þegar ég ferðast er ég yfir-
leitt að vinna allan tímann; fæ mjög lítinn tíma til að
skoða mig um. Ferðirnar hafa þó verið misskemmti-
legar en ferðin til Svíþjóðar um jólin 2009 stendur upp
úr.
Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum?
Áfram Ísland! -kp
Á mánudaginn kemur verður dagur tileinkaður elskendum haldinn
hátíðlegur, Valentínusardagurinn. Í tilefni hans hafa leikarahjónin
Ashton Kutcher og Demi Moore tekið höndum saman ásamt skart-
gripahönnuðinum Jack Vartanian og hannað hálsfesti sem tileinkuð
er elskendum um allan heim. Þetta hálsmen verður hið eina sinnar
tegundar í heiminum; fíngert, gulllitað og í laginu eins og handjárn.
Festin verður til sölu fram að deginum sjálfum og mun kosta á bilinu 80
til 250 þúsund íslenskra króna. Þetta kann að vera há upphæð en 50
prósent ágóðans munu renna til barna sem haldið er í kynlífsþrælkun.
Vertu hress í vetur
Angelica er íslensk náttúruafurð úr ætihvönn. Angelica inniheldur
heilsubætandi efni sem geta gefið þér aukna orku og styrkt varnir þínar
gegn vetrarpestum. Sæktu styrk í náttúru Íslands!
www.sagamedica.is
Hressandi tilboð
– þú færð tvö box af Angelicu
en borgar fyrir eitt
Tilboðið gildir á öllum útsölustöðum á meðan birgðir endast.
Kutcher og Moore fagna
Valentínusardeginum
Ég myndi
örugglega
ósjálfrátt
missa vitið
og enda með
fangið fullt
af fallegum
fötum.Ljó
sm
yn
d
Ko
lb
rú
n
Pá
ls
dó
tt
ir
Páll Óskar er
stuðstjórinn
á Nasa á
laugardag.
Tíu lög
Eitt lag fyrir hvert
ár sem Nasa hefur
verið til. Lögin sem
Páll Óskar tengir
persónulega við
þessi ár eru:
2001
Kylie
Can’t Get You Out
Of My Head
2002
Gus Gus
David
2003
Beyoncé
Crazy In Love
2004
Britney Spears
Toxic
2005
Madonna
Hung Up
2006
Fedde Le Grand
Get Your Hands Up
For Detroit
2007
Páll Óskar
Allt Fyrir Ástina
2008
Hjaltalín
Þú komst við
hjartað í mér
2009
Lady Gaga
Poker Face
2010
Páll Óskar
Gordjöss
Lj
ós
m
yn
d
N
or
di
c
Ph
ot
os
/G
et
ty
Im
ag
es