Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Síða 62

Fréttatíminn - 11.02.2011, Síða 62
M ér finnst pínu nostalgía í þessu og svo eiga líka margir minningar tengdar Tjarnar- bíói. Majónesið er svolítið þannig og það er upplagt að taka eitthvað með majónesi með sér inn í sal á bakka og hafa hann á hnjánum með rauðvíns- glasi og horfa eða hlusta á eitthvað skemmtilegt,“ segir Áslaug. „Þetta er dálítið íslensk stemning og majónesið er að vissu leyti undirstaða matarmenn- ingar Íslendinga. Þegar fólk vill gera sér glaðan dag og njóta lífsins þá fær það sér majónes, heimahrært jafnvel, og brauðtertur.“ Áslaug notar Gunnars majónes og blæs á alla gagnrýni á majónes og segir hana á ýmsan hátt byggða á mis- skilningi; majónesið sé alls ekki jafn hættulegt og margir láti í veðri vaka og tal um kransæðakrem sé sprottið af for- dómum. „Ég er búin að stúdera majónes í tengslum við að ég hef stundum unnið fyrir Gunnars majónes við myndatökur og annað. Þegar ég var að gera litla majónesbók fyrir nokkrum árum, spurði ég næringarfræðing út í majónes- ið og þetta er nú bara einfaldlega þannig að annað hvort þolir maður eggjarauður og góðar olíur eða ekki. Þannig að þetta er bara góður matur ef fólk þolir kólesteról á annað borð. Svo er nú þetta tal um eina eggjarauðu á viku eiginlega hætt og orðið frekar úrelt. Það er eins og þegar talað var um að maður ætti að drekka tíu mjólkurglös á dag eða borða 18 brauðsneiðar eða eitthvað í þeim dúr. Ég er ekkert að tala um að fólk eigi að vera að borða majónes í miklu magni en þetta er svo góður bragðbætir þannig að þeir hugrökku fá sér majónes. Mér finnst það svo ánægjulegt. Þeir huguðu koma til okkar á meðan rolurnar eru í diet-vörum einhvers staðar annars staðar. Það er líka sagt að þeir séu ham- ingjusamari sem borða majónes. Þeir þora og eru ekki með móral.“ Áslaug bætir því svo við þetta að hún hafi einhverju sinni fengið þá ábendingu frá einkaþjálfara að fita brenni fitu og að hún mætti alls ekki hætta að borða smjör og majónes. Á laugardaginn verður heilmikið fjör í Tjarnarbíói en þá verða fótboltastelp- urnar í FC Ógn með fatamarkað þar sem mikið af flottum fötum og fylgihlutum eru á boðstólum. Þá verður Áslaug með brauðtertuhátíð á Majónesi. „Það verður allt fullt af brauðtertum,“ segir Áslaug sem ætlar að leggja áherslu á brauð- terturnar um helgar en aðra daga verða léttari brauðréttir og súpur alls ráðandi. „Þetta er í raun barstaður og upplagt að fá sér brauðsneið í morgunmat með smá majónesi og súpu með smá majónes- slettu í hádeginu.“  nýr veitingastaður Býður upp á Brauðtertur og Majónes Hugrakkir hika ekki við að fá sér majónes Áslaug Snorradóttir hefur opnað veitingastað í Tjarnarbíói og er óhætt að segja að hún fari ótroðnar slóðir og jafnvel beinlínis gegn tískustraumum. Staðurinn heitir Majónes og eins og nafnið gefur svo greinilega til kynna er þessi feitiupplausn, sem svo víða er litin hornauga, í hávegum höfð. Það er líka sagt að þeir séu ham- ingjusamari sem borða majónes. 54 dægurmál Helgin 11.-13. febrúar 2011 Fréttasíða meistara Jakobs Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson, sem stundar um þessar mundir meistaranám í bókmenntafræðum, er byrjaður að flytja fréttir af Facebook á slóðinni https://uni.hi.is/jbg14/. Þar tíundar Jakob það sem helst er á baugi á samskiptavefnum á sinn sérstaka hátt. Meðal þess sem Jakob greinir frá á síðunni eru áhyggjur Tobbu Marinós af holdafari Sveins Andra Sveinssonar lögmanns og tíðindi af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, sé að sækja í sig veðrið á Facebook og raki nú inn nýjum vinum. Jakob heldur því einnig til haga hvað hvert viðfangsefni á marga vini á vefnum og þannig er Tobba með 2.958 á móti 4.879 vinum stjörnulögmannsins Sveins Andra. Allir í Köben Straumurinn lá til Kaupmannahafnar um síðustu helgi þar sem fólk sýndi sig og sá aðra en líklega hefur tískuvika í borginni haft sitt að segja. Tobba Marinós var í rannsóknarleiðangri fyrir sína næstu bók ásamt kærastanum sínum, Karli Sigurðs- syni, borgarfulltrúa og baggalúti. Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndamógúll og kærastan hans, Elsa María Jakobs- dóttir, voru einnig í borginni sem og Atli Rafn Sigurðarson leikari. Þá lét Kolbrún Pálína Helga- dóttir, ritstjóri Nýs lífs, sig ekki vanta frekar en tískudrottningin Svava Johansen, kennd við 17. Verð 32.750 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Withings WiFi vogin • Fyrir allt að 8 notendur • Skynjar hver notandinn er • Skráir þyngd, fituhlutfall og vöðvamassa • Þráðlaus samskipti við tölvu og smartsíma • Fæst í hvítum lit eða svörtum Þórarinn Þórarinsson toti@ frettatiminn.is Þorleifur kann ákaflega vel við nýliða Besta flokksins og segist alls ekki hafa fengið fyrir hjartað vegna vinnu sinnar með þeim í nefndum og ráðum borgarinnar.  Borgarpólitík vinstriMaður Með stíflaða hægri kransæð Þræddur á elleftu stundu É g er nú reyndar á fundi núna en ég á að vera heima að taka því rólega,“ sagði Þorleifur Gunnlaugs- son, varaborgarfulltrúi Vinstri- grænna, sem fór nýlega í hjarta- þræðingu á elleftu stundu. „Ég fékk næstum því fyrir hjartað. Það var 95% stífla í hægri kransæðinni en sú vinstri var alveg hrein. Ég var mjög ánægður með það. Þetta var svona hægri viðvörun. Það var svo bara blásið út og mér líður mjög vel en þarf að fara að vinna í mínum mál- um og létta mig,“ segir Þorleifur og bætir við að ef hann fari eftir því sem læknarnir segja honum sé ekk- ert því til fyrirstöðu að hann verði manna elstur. Þorleifur er fastagestur í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni en þýðir þetta þá að hann verði að fara að masa minna og synda meira? „Ég synti mjög mikið hérna áður fyrr, alveg 500-600 metra á dag í áratugi. En svo fór ég einhvern veginn að velja það sem mér fannst best í þessu – sem var að labba bara í pottinn.“ Þorleifur ætlar sér að fara hægt af stað og er að hugsa um að dvelja í mánuð á Heilsuhælinu í Hvera- gerði til þess að koma sér í gang með hreyfingu. „Mér er ráðlagt að vinna mig hægt upp í tvo þrjá mánuði og þá á ég að vera kominn á strik, og ég ætla ekkert að hætta í pólitík. Mér líður satt best að segja mun betur en mér hefur liðið lengi. Ég finn bara einhvern veginn fyrir því að blóðið streymir um. Ég skildi ekkert í sjálfum mér; ég var orðinn svo latur og þreyttur alltaf,“ segir Þorleifur sem telur sig hepp- inn að hafa farið í hjartaþræðingu í tæka tíð. Mér líður satt best að segja mun betur en mér hefur liðið lengi. Anna Elínborg og Áslaug á Majónesi þar sem þær verða með brauðtertuveislu á laugardaginn. Eldfim Facebook-deila Þótt allir séu „vinir“ á Facebook slær stundum í brýnu og þannig laust þeim Sölva Tryggvasyni og Bergsteini Sigurðssyni hressi- lega saman á samskiptavefnum á miðvikudag þegar Bergsteinn sendi Sölva tóninn fyrir pistilinn Snobbað fyrir leiðindum sem sá síðarnefndi skrifaði á Pressuna og gagnrýndi menningarsnobb- ara sem gerðu út á þyngsl og leiðindi. Bergsteinn sagði að pistillinn væri „allsherjar fordómavilpa“ og Sölvi svaraði að bragði og hvatti Bergstein til að hætta að lesa pistla sína og þá færi honum að líða betur. Bergsteinn skaut þá fast til baka og sagðist hreinlega ekki geta orða bundist þar sem þessi „er eitthvað það ömurlegasta sem hefur komið frá þér, órökstutt og forheimskandi rugl, sem gengur út á að níða skóinn af þeim sem deila ekki smekk þínum á Gillsenegger.“ Þá svaraði Bergsteinn beiðni Sölva um að hann hætti að lesa skrif hans með því að biðja Sölva að hætta að skrifa.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.