Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 34
6 hljómgrunnur Helgin 11.-13. febrúar 2011 Hallgrímspassía - Tónlist Sigurðar Sævarssonar við Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar Flytjendur: Schola Cant- torum, Caput, Jóhann Smári Sævarsson, Hörður Áskels- son. Útgefandi: Aspir. Afar sterkt og innilegt tón- verk Sigurðar Sævarssonar nýtur sín mjög vel í frábær- um flutningi Schola Cantor- um og Caput. Fáguð, djúp og hrífandi plata Sería II - Tónlist Skúla Sverrissonar fyrir strengja- hljóðfæri, blásara, slagverk, hljómborð og fleira. Flytjendur: Skúli Sverrisson, Davíð Þór Jónsson, Ama- deo Paceo, Eyvind Kang, Anthony Burr, Kristín Anna, Ólöf Arnalds, Hildur Guðna- dóttir, Óskar Guðjónsson. Útgefandi Sería Music. Skúli Sverrisson heldur áfram að vinna með svipaða eiginleika í fyrri Seríuplötu sinni. Hér er samspilið og samvinnan í fyrirrúmi þar sem Skúli og frábærir sam- starfsmenn hans mynda fínofinn og á köflum ramm- göldróttan tónvef. Mjög áhrifaríkt verk. Flute Music - Tónlist eftir Toshio Hosokawa. Flytjendur: Kolbeinn Bjarna- son, Caput, Snorri Sigfús Birgisson. Útgefandi: Naxos Kolbeinn Bjarnason sýnir enn og aftur hvílíkur afreks- maður hann er á sviði tón- listarinnar. Hér ræðst hann í flutning á öllum flautuverk- um japanska tónskáldsins Toshio Hosokawa en verkin, sem stundum virðast látlaus og einföld, krefjast yfir- burða færni og næmi flytj- enda. Afar merkileg útgáfa í alla staði. Hljómplata ársins Jazz Horn - Jóel Pálsson Flytjendur: Jóel Pálsson, Ari Bragi Kárason, Eyþór Gunn- arsson, Davíð Þór Jónsson, Einar Scheving. Útgefandi: Flugur. Frumlegar og marg- slungnar tónsmíðar. Þrótt- mikil sveit afbragðsgóðra hljóðfæraleikara sem vinna vel saman og skapa einkar blæbrigðaríkt og heildstætt verk. Reginfirra - Reginfirra Flytjendur: Ingimar Ander- sen, Kristján Tryggvi Mart- insson, Magnús Trygvason Elíassen, Daníel Friðrik Böðvarsson. Útgefandi: Firra. Tónlist sem iðar af fjöri og tilraunagleði. Ungir og bráðefnilegir tónlistar- menn sem gefa mikil fyrir- heit. The Dream - Sunna Gunn- laugs Flytjendur: Sunna Gunn- laugs,Loren Stillman, Eivind Opsvik, Scott McLemore. Útgefandi: Sunny Sky Re- cords. Lagræn og seiðandi djasstónlist með áleitinni sveiflu og krydduð með nokkrum stuttum frjálsum spunaköflum. Hljómplata ársins Rokk/Popp A long time listening - Agent Fresco Útgefandi: RecordRecords Frábær plata frá bestu rokk- sveit landsins nú um stundir. Það hefur verið unun að fylgjast með Agent Fresco vaxa og dafna síðan strák- arnir unnu Músíktilraunir með glans fyrir tveimur og hálfu ári. Tilraunir leitandi tónlistarskólastráka eru í dag orðnar að fullburða, framsæknu rokki og prýðir það þennan frábæra frum- burð hennar. Go - Jónsi Útgefandi: Frakkur/Smekk- leysa Jónsi notar öll trikkin sem hann hefur lært á Sigur Rós- ar ferlinum og bætir við glitr- andi perlum úr fjársjóðskist- unni sinni. Útkoman er slík gersemi að það er leitun að annarri eins plötu. Reynsla og öryggi fara saman við ótrúlega næma söngtúlkun, stórfína spilamennsku og fágaða vinnslu. Allt er eitthvað - Jónas Sigurðsson Útgefandi: Cod Music Jónas fylgir Þar sem mal- bikið svífur mun ég dansa farsællega eftir. Líkt og á fyrri plötu er allt þægilega á skakk og skjön, lögin, krydd- uð með brassi, óhljóðum og í einu tilfelli Sinclair Spectr- um-tölvu fara í óvæntar áttir, statt og stöðugt og maður situr með sperrt eyrun frá upphafi til enda. Innundir skinni - Ólöf Arnalds Útgefandi: One Little Indi- an/Smekkleysa Ólöf grípur átján mílna skóna og tekur risaskref fram á við eftir að hafa sannað sig svo um munar með plötunni Við og við. Seiðandi melódíurnar stíga línudans á mörkum dulúðar, angurværðar og einlægni. Hún nýtur félags- skaparins við afburða sam- verkafólk sem magnar áhrif tónsmíða hennar. Lúxus upplifun - Ég Útgefandi: Jörðin Að segja að Róbert Örn Hjálmtýsson hafi einstaka sýn á það hvernig setja eigi saman popplag nær engan veginn utan um þær ótrú- legu leiðir sem hann fer inn í þriggja mínútna poppformið. Og það ótrúlegasta við þetta allt saman er að það virkar. Búum til börn - Moses Hightower Útgefandi: Staka Tónlistin á frumsmíð Moses Hightower er óvenjuleg blanda af sígildri sálartónlist og íslensku poppi með fyrir- taks textum. Útkoman er ofursvöl og full af tilþrifum og tilfinningu. Last train home - Kalli Útgefandi: Smekkleysa Kalli hefur mjög gott tak á aðgengilegu, nútíma kántríi, og sýnir það svo um munar á þessari skotheldu skífu. Lagasmíðarnar flottar og söngurinn afbragð Kimbabwe - Retro Stefson Útgefandi: Kimi Records Retro Stefson er einstök í íslenskri poppflóru. Eins og á fyrri plötunni er tónlistin á Kimbabwe hress blanda af poppi og heimstónlist, en nú er sveitin búin að þétta útsetningarnar og auka fjöl- breytnina enn frekar. H verjar eru plötur ársins 2010 að mati fag-nefnda Íslensku tónlistarverðlaunanna? Hver hlýtur vinsældaverðlaunin? Er þetta spenn- andi og áhugavert? Forsmekkurinn að þessu er af- hjúpun tilnefninga Íslensku tónlistarverðlaunanna. Sú stund er tilefni til skoðanaskipta og leiðin til að kryfja og fara í gegnum íslenskt tónlistarlíf á liðnum miss- erum. Nú er tíminn til að gera upp hug sinn. Hvaða plötur, hvaða tónlist skiptir þig máli? Hvaða gildi hefur hún áunnið sér í þínu lífi? Er tónlistin órjúfan- legur hluti af tilveru þinni? Flest okkar hafa örugglega áhuga á að kynnast nýjum straumum í menningunni. Höfum það í huga þegar við ljáum tónlist komandi árs eyra. Í öllu falli er í dag tilefni til að fagna og tími til að njóta. Þrátt fyrir að fréttir berist stöðugt þess efnis að fleiri og fleiri hali niður tónlist ólöglega, þá er ekki hægt að segja annað en að íslenskt tónlistarlíf skilji eftir sig frábært ár. Tónlistarlíf innblásið af skapandi hug- myndum, krafti og áhuga. Í kjarnanum upplifum við nýsköpun, ólíkir straumar mætast, gamlar perlur öðlast nýtt líf. Frábært ár að baki Við tölum um ný atvinnutækifæri skapandi greina atvinnulífsins. Við hugleiðum á þessari stundu niður- stöður úttektar varðandi hlut skapandi greina í lands- framleiðsu, þar með talið tónlistarinnar og upplifum svo ekki verður um villst að þetta er einn af grunnat- vinnuvegum þjóðarinnar. Hér skiptir sköpum að sam- félagið virði og standi saman vörð um þau verðmæti sem hugverk eru. Þróun á sölu tónlistar í þeim sam- félögum sem við gjarnan berum okkur saman við hef- ur í auknum mæli færst yfir í stafrænt umhverfi. Ljóst er að tíminn er naumur og markaðsstærðin veik á alþjóðavísu. Varðveisla sjálfstæðis samfara fjölbreytni í menningu er engu að síður mikilvægt fyrir okkar samfélag. Þess vegna köllum við í tónlistariðnað- inum meðal annars eftir jafnræði í virðisaukaskatti á stafrænni sölu og á sölu geislaplatna og LP platna. Við köllum eftir samstarfi tónlistariðnaðarins og annarra sambærilegra rétthafa, almennings, símafyrirtækja og stjórnvalda, um leiðir til að lögleg neysla höfundar- réttarefnis verði kynnt og aðgengi eflt á Íslandi. Tónlistarhúsið Harpa er tímamót í íslensku tónlistar- lífi og okkur ber að virða það starf og þá drauma sem fjöldi fólks í tónlistarlífinu og áhugamenn hafa borið með sér að tónlistarhús rísi. Samtal milli tónlistarlegrar hugsunar og sviðsetn- ingar er tilefni fjölbreytilegra hugleiðinga. Það mun vissulega eiga sér stað í tónlistarhúsinu Hörpu og ég trúí þvi að sú samræða verði á jákvæðum og skapandi nótum. Á sama hátt mun samspil náttúru og menn- ingar verða útgangspunktur sambúðar ferða- og ráð- stefnugeirans í Tónlistarhúsinu. Náttúra og íslensk menning eiga alltaf samleið. Ég tel að við séum flest sammála um það að þegar stórkostleg hugmynd eða hugsjón verður fullsköpuð að veruleika sé það fagnaðarefni. Augnablikið sem er svo fallegt og spennandi kemur aldrei aftur. Allt það sem okkur finnst rangt varðandi tónlistarsköpunina eða starfið í listheimi okkar heyrir fortíðinni til. Það sem er rétt er okkar framtíð. Ef við kjósum svo þá er hún björt. Ásmundur Jónsson formaður Samtóns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.