Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 49

Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 49
heilsa 41 Chello fæst í flestum apótekum, Fjarðarkaupum og í Heilsuhúsinu prentun.is Chello hjálpaði mér út úr svitakófi og svefnerfiðleikum Kolbrún Ósk er 43 ára þriggja barna móðir. „Sumarið 2009 fór ég að finna fyrir miklu svitakófi og svefnerfiðleikum. Þegar ég hafði ekki haft blæðingar í tvo mánuði ákvað ég að fara til læknis, sem sendi mig í blóðprufu til að athuga hvort ég væri komin á breytingaraldur. Ekki datt mér í hug að það væri mögulegt þar sem ég er rétt rúmlega fertug. Sú var þó niðurstaðan og kynnti þá læknirinn fyrir mér hormónagjöf. Ég var frekar treg til þess en farin að sofa mjög illa og leið ekki vel andlega eða líkamlega. Læknirinn taldi mig á að prufa hormón þar sem einkennin voru farin að skerða lífsgæði mín“. Hormónarnir hentuðu mér ekki „Um tveimur árum áður eða 2007 tók ég þátt í rannsókn á vegum Erfðar- greiningar v/ beinþynningar og var mér tjáð að beinþynning væri á byrjunarstigi í mjöðm. Þegar ég hafði svo tekið hormón sem viðhéldu blæðingum í eitt ár, fór að bera á óreglulegum blæðingum og leitaði ég þá til heimilislæknis sem ráðlagði mér að fara til kvensjúkdómalæknis. Eftir rannsóknir var niðurstaðan að mikil þykknun hafði orðið á slímhimnu í leginu og varð ég því að hætta á hormónum“. Prófaði nokkur náttúruleg fæðubótaefni „Mjög fljótlega byrjuðu svitakófin aftur ásamt því að ég fann fyrir almennri vanlíðan og svefnerfiðleikum. Ég prófaði tvenn náttúruleg fæðu- bótaefni en þau virkuðu ekki sem skyldi“. Chello virkaði á rúmri viku! „Svo sá ég auglýsingu í apóteki og umfjöllun um Chello náttúrulega fæðubótaefnið á facebook og ákvað að ekki sakaði að reyna. Þegar ég fór að kaupa efnið var mér bent á að taka Chello í bláum umbúðum m/viðbættu D - vítamíni ásamt því að taka omega- 3. Ég las á umbúð- unum að taka ætti tvær töflur í tvær til fjórar vikur til að byrja með sem ég og gerði. Ekki var liðin nema rúm vika þegar ég fór að finna mikinn mun, ég finn ekki lengur fyrir svitakófi og sef vel. Ég mæli sko hiklaust með Chello þetta efni hefur reynst mér meiriháttar vel og hvet ég allar konur að prófa þessa náttúrulegu leið sem finna fyrir breytingaskeið- kvillum“ segir Kolbrún að lokum. Kolbrún Ósk Albertsdóttir Innflutningsaðili: Gengur vel ehf Mikilvægt er að annast sig vel allt lífið og þá sérstaklega þegar kemur að þeim tímamót- um þegar breytingar verða á hormónakerfi kvenna. Gott er að huga að hreyfingu og hollu mataræði. Afar nauðsynlegt er að neyta nægilegs kalks með D-vítamíni fyrir beinin. Chello Classic - Fyrir allar konur. Gott við mildum einkennum af svita-og hitakófi . Inniheldur ekki soja heldur mikið af plöntuþykkni úr kínversku plöntunni dong quai sem hefur verið notuð í mörg ár gegn hita-og svitakófi. Inniheldur einnig rauðsmára, vallhumal, kamillu og mjólkurþystil. Chello Forte - Yfir fimmtugt Gott við miklu svita-og hitakófi . Inniheldur ríkulegan skammt af plöntu kjörnum og soja þykkni sem hefur sýnt sig að virka vel á svita- og hitakóf. Chello Forte inniheldur einnig rauðsmára og salviu sem hefur verið notað í mörg ár af konum á breytingarskeiðinu með frábærum árangri. Chello Forte+D vítamín - Undir fimmtugu Gott við miklu svita-og hitakófi . Inniheldur sömu efni og rauða Chello en er með viðbættu D vítamíni sem styrkir beinin sem er mikilvægt fyrir konur sem byrja snemma á breytingarskeiðinu. Náttúruleg lausn á breytingarskeiðinu N ý japönsk rannsókn á öldrun kvenna skilaði mjög nákvæmum niðurstöðum. Þar kemur í ljós að konur eldast mun fyrr en karlpeningurinn og hefst ferlið fyrir alvöru 33 dögum eftir 35 ára afmælið, eða 35,09 ára. Daglegt stress eykst á þessum tímapunkti og það hefur í kjölfarið varanleg áhrif á ástand húðarinnar. Rannsóknin var sett mjög nákvæmlega fram og voru þátttakendur gríðarlega margir. Vísindamennirnir sem stóðu fyrir rannsókninni telja að hægt sé að fyrirbyggja líkamlega öldrun á tvo vegu: Annars vegar með viðurkenndum húðvörum og hins vegar með því að fara aldrei út úr húsi. Öldrun kvenna hefst á aldrinum 35,09 Sjúkdómar í kjöl- far svefnleysis Fátt er hvimleiðara en að liggja tím- unum saman í rúminu, stara út í loftið og bíða draumalandsins. Andvökur eru hluti tilverunnar hjá mörgum en þær geta haft alvarleg og eyðileggjandi áhrif á líkamann. Það er ekki aðeins að sá svefnlausi þjáist af þreytu og ergelsi heldur eykst hættan á að viðkomandi fái hjartaáfall eða aðra hjartasjúk- dóma. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn sem náði til meira en 470 þúsund manna frá átta löndum og stóð yfir í meira en aldarfjórðung. Rannsóknin var unnin af sérfræðingum breska Warwick-háskólans. The Guardian greinir frá og vitnar til rannsóknarinnar sem birt var í European Heart Journal. Of stuttur svefn, eða það að ná aðeins óreglulegum svefni sem varir í stutta stund í senn, leiðir til þess að líkaminn framleiðir hormóna og efni sem geta aukið hættu á hjartasjúkdómum, veldur auknu kólesteróli í blóði, of háum blóðþrýstingi og eykur líkur á hjartaáfalli. „Sá sem sefur óreglulega og minna en sex klukkustundir á nóttu er í 48% meiri hættu en aðrir á að þróa með sér hjartasjúkdóm eða deyja af slíkum sjúkdómi og 15% meiri hættu en aðrir að fá eða deyja af hjartaáfalli. Tilhneigingin til þess að vaka lengi og vakna mjög snemma er tifandi tíma- sprengja gagnvart heilsunni. Því verður að bregðast við til þess að draga úr áhættunni af þessum lífshættulegu sjúkdómum,“ segir Francesco Cappucio, einn þeirra prófessora sem stóðu á bak við rannsóknina, í viðtali við The Guardian. Of langur svefn líka skað- legur Það getur verið erfitt fyrir marga að ná 7-8 tíma svefni í önnum hvunndagsins þegar í senn þarf að sinna vinnu, fjölskyldu, nægilegri hreyfingu, inn- kaupum, hreingerningu og ýmsu öðru. Sérfræðingarnir taka hins vegar fram að menn eigi heldur ekki að sofa of mikið. Meira en níu tíma svefn á sólar- hring getur líka leitt til sjúkdóma, t.d. hjartasjúkdóma. Það er því mælt með sex til átta tíma svefnlengd á sólar- hring. „Með því að sofa um það bil sjö tíma á sólarhring verndum við heilsu okkar til frambúðar og drögum úr áhættunni á krónískum sjúkdómum. Rannsókn okkar sýnir mikla samsvörun. Náðu þeim svefni sem þú hefur þörf fyrir, haltu með því góðri heilsu og lifðu lengur,“ segir Francesco Cappucio. -jh Til að halda góðri heilsu þarf að sofa 7-8 tíma hverja nótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.